Reykjavík

Fréttamynd

Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum

Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Marteinn syrgir elsku Tinna sinn

„Elsku Tinni er dáinn. Hann kvaddi í gærmorgun eftir þriggja vikna veikindi. Hann var fallegasti og besti hundur sem ég hef kynnst og við söknum hans svo ótrúlega mikið.“

Lífið
Fréttamynd

Ógnaði starfs­fólki Domino's þegar hann fékk ekki að borga með reiðu­fé

Lögregla var kölluð að útibúi Domino‘s í Skúlagötu í kvöld þegar óánægður viðskiptavinur ógnaði starfsfólki staðarins. Var sá ósáttur við að fá ekki að greiða fyrir pöntun sína með reiðufé en skyndibitakeðjan hefur ekki tekið við peningum af sóttvarnaástæðum eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst.

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi fyrir að skjóta að mönnum út um glugga

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa skotið af skammbyssu og ógnað fólki í Súðarvogi fyrir tveimur árum. Hann var einnig dæmdur fyrir vörslu á fíkniefnum og ólöglegum vopnum og skotfærum.

Innlent
Fréttamynd

Varað við brennisteinsmengun í borginni

Líklegt er að brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu á Reykjanesi berist til höfuðborgarinnar og að mengunar verður vart um tíma í dag og á morgun. Viðkvæmum einstaklingum, foreldrum barna og atvinnurekendum er ráðlagt að fylgjast með loftgæðamælingum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skóflustungan tekin að nýju húsi Ölgerðarinnar

Forsvarsmenn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. tóku í morgun fyrstu skóflustunguna að nýju 1.700 fermetra húsnæði fyrirtækisins. Fjárfesting í húsnæðinu er vel á annan milljarð króna og vill Ölgerðin sýna skýran vilja til að halda framleiðslu sinni áfram hér á landi um ókomna framtíð, samkvæmt tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bíða með að opna nýtt sóttvarnarhús

Áformum um opnun nýs sóttkvíarhótels í Reykjavík hefur verið slegið á frest um sinn. Farþegafjöldi til landsins er umtalsvert minni en áætlað var og í gær voru aðeins tíu manns í vél sem kom hingað frá London.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu eftirlýstan mann fyrir tilviljun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann snemma í gærkvöldi, sem var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Við úrvinnslu málsins kom í ljós að viðkomandi var eftirlýstur.

Innlent
Fréttamynd

Nær fjöru­tíu starfs­mönnum sagt upp á Hrafnistu

Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baron nýtist ekki sem sótt­kvíar­hótel

Hótel Baron við Barónsstíg mun ekki nýtast sem sóttkvíarhótel eftir að hótelið við Þórunnartún fyllist. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka árás á hótelstarfsmann í Reykjavik

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú árás á hótelstarfsmann í Reykjavík í gærkvöldi. Meintur árásarmaður var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en hún er sögð hafa upplýsingar um hann.

Innlent
Fréttamynd

Koma mjaldursins afar ó­venju­leg

Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð.

Innlent
Fréttamynd

Náði myndbandi af mjaldri í Reykjavíkurhöfn

Mjaldur sást að leik í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Myndband af mjaldrinum í höfninni má nálgast neðar í fréttinni en sérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum.

Innlent
Fréttamynd

Dýrs­lega, fagra og villta Reykja­vík - vertu alltaf svona!

Þegar við hugsum um líffræðilega fjölbreytni og landvernd eru óbyggð svæði okkur oft ofarlega í huga. Hálendisþjóðgarðar og friðlýsingar til verndar ýmissa lífríkja og tegunda vekja oft mikla athygli í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Grímulaus og í annarlegu ástandi

Lögregla var kölluð til rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna manns í annarlegu ástandi í verslun í miðborginni. Var tekið fram að maðurinn væri grímulaus og lögregla beðin um að vísa honum út þegar á staðinn var komið.

Innlent
Fréttamynd

Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi

Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.

Innlent