Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2022 19:27 Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna, Þýskalands, Póllands, Hollands og Bretlands (í sumum tilvikum staðgenglar) áttu tveggja daga fund í Reykjavík sem lauk í dag. Vísir/Einar Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Hollands og Póllands og í nokkrum tilfellum staðgenglar þeirra lauk í Reykjavík í dag. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir innrás Rússa í Úkraínu hafa verið aðalumræðuefnið ásamt öðrum varnarmálum sem og undirbúningur fyrir leiðtogafund NATO í Madrid í lok þessa mánaðar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir mikilvægt að Úkraínumenn vinni stríðið við Rússa.Vísir/Einar „Og okkar hlutverk í næstu skrefum. Þetta verður erfiður tími framundan. Það skiptir öllu máli að gera það sem er rétt í þeirri stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún. Því miður væru engin merki þess að stríðinu í Úkraínu væri að ljúka. „Það kann að vera að það myndist einhver þreyta ýmist hjá ákveðnum ríkjum, leiðtogum eða almenningi á einhverjum svæðum. En mér finnst algert lykilatriði að halda því til haga að það er Úkraína sem þarf að vinna stríðið og það er úkraínska þjóðin sem tekur ákvarðanir um næstu skref. Það er ekki annarra landa eða annarra afla að ákveða það,“ segir utanríkisráðherra. Úkraínskir hermenn grafa skotgrafir við víglínuna í Donetsk héraði í dag þar sem blóðugir bardagar hafa átt sér stað undanfarnar vikur.AP/Bernat Armangue Þrátt fyrir blæbrigði í málflutningi sagði Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands vestræn ríki samstíga í þeirri afstöðu að Putin yrði að tapa stríðinu í Úkraínu. Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands segist rólegur yfir því að Macron Frakklandsforseti haldi uppi talsambandi við Putin. Einhver verði að segja Putin að hann sé að tapa stríðinu.Stöð 2 „Mér líður ágætlega með og er rólegur yfir að Macron Frakklandsforseti tali við Putin. Einhver verður að hringja til Putins og segja honum að hann sé að tapa. Það hjálpar engum að halda ekki uppi einhverjum samskiptum,“ segir Wallace. Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands hefur verið einn einörðustu talsmanna þess að Rússum verði mætt af hörku. Enda þekkja Eystrasaltsríkin það af eigin raun að vera innlimuð af Rússum og þekkja þá einna best sem nágranna. Hann segir Putin hafa misreiknað sig varðandi samstöðu Vesturlanda. „En frá sjónarhóli Eystrasaltsríkjanna, sjónarhóli Lettlands, óskum við þess að sjálfsögðu að ríki myndu bregðast hraðar við og með meiri stuðningi við Úkraínu," segir Pabriks. Artis Pabriks segir hlutverk Vesturlanda einfalt að aðstoða Úkraínumenn í að koma Rússum út úr Úkraínu.Vísir/Einar Þjáningar Úkraínumanna aukist með hverjum deginum sem líði. Vesturlönd ættu að búa sig undir langtíma efnahagsáhrif vegna stríðsins sem gæti dregist á langinn. Vestrænir leiðtogar ættu ekki að hafa áhyggjur af sálarástandi Putins sem enginn þekkti hvort sem er og að ekki mætti niðurlægja hann. „Við verðum einfaldlega að sinna hlutverki okkar og það er einfalt. Við verðum að stöðva þessa árás og koma Rússum út úr Úkraínu. Þetta er það eina sem við ættum að hafa áhyggjur af,“ segir Pabriks. Putin væri meistari í undirróðri og Vesturlönd ættu að varast falsfréttir hans og fagurgala. „Varast mýkra vald hins rússneska alræðis sem er að hafa áhrif á þjóðfélög okkar. Sem fær okkur til að hugsa að kannski komi ekkert illt fyrir okkur ef við gerum málamiðlanir um eitthvað. Mesti vandi okkar í Eystrasaltsríkjunum er að venjulega bitna slíkar málamiðlanir ekki á ríkjum sem eru lengra í burtu heldur á okkur," segir Pabriks. Hann hefði ekki miklar áhyggjur af stöðu Eystrasaltsríkjanna á þessari stundu þegar Rússar væru að tapa stríðinu. Ef þeir ynnu stríðið hins vegar eða ef samið yrði við þá um einhverja landvinninga yrði staðan önnur fyrir nágrannaríki Rússa. Viðtalið við Artis Pabriks í heild má sjá á spilaranum hér fyrir neðan. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Öryggis- og varnarmál Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Stríðið kosti rússa 300 hermenn á dag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers. 8. júní 2022 07:07 ESB leitar leiða til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins reyna í dag að finna leiðir til að koma rúmlega tuttugu milljón tonnum af korni frá Úkraínu sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt yrðu út. Í gær náðist samkomulag um að Evrópusambandsríkin drægju úr innflutningi á olíu frá Rússlandi um 90 prósent fyrir áramót. 31. maí 2022 13:11 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Hollands og Póllands og í nokkrum tilfellum staðgenglar þeirra lauk í Reykjavík í dag. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir innrás Rússa í Úkraínu hafa verið aðalumræðuefnið ásamt öðrum varnarmálum sem og undirbúningur fyrir leiðtogafund NATO í Madrid í lok þessa mánaðar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir mikilvægt að Úkraínumenn vinni stríðið við Rússa.Vísir/Einar „Og okkar hlutverk í næstu skrefum. Þetta verður erfiður tími framundan. Það skiptir öllu máli að gera það sem er rétt í þeirri stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún. Því miður væru engin merki þess að stríðinu í Úkraínu væri að ljúka. „Það kann að vera að það myndist einhver þreyta ýmist hjá ákveðnum ríkjum, leiðtogum eða almenningi á einhverjum svæðum. En mér finnst algert lykilatriði að halda því til haga að það er Úkraína sem þarf að vinna stríðið og það er úkraínska þjóðin sem tekur ákvarðanir um næstu skref. Það er ekki annarra landa eða annarra afla að ákveða það,“ segir utanríkisráðherra. Úkraínskir hermenn grafa skotgrafir við víglínuna í Donetsk héraði í dag þar sem blóðugir bardagar hafa átt sér stað undanfarnar vikur.AP/Bernat Armangue Þrátt fyrir blæbrigði í málflutningi sagði Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands vestræn ríki samstíga í þeirri afstöðu að Putin yrði að tapa stríðinu í Úkraínu. Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands segist rólegur yfir því að Macron Frakklandsforseti haldi uppi talsambandi við Putin. Einhver verði að segja Putin að hann sé að tapa stríðinu.Stöð 2 „Mér líður ágætlega með og er rólegur yfir að Macron Frakklandsforseti tali við Putin. Einhver verður að hringja til Putins og segja honum að hann sé að tapa. Það hjálpar engum að halda ekki uppi einhverjum samskiptum,“ segir Wallace. Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands hefur verið einn einörðustu talsmanna þess að Rússum verði mætt af hörku. Enda þekkja Eystrasaltsríkin það af eigin raun að vera innlimuð af Rússum og þekkja þá einna best sem nágranna. Hann segir Putin hafa misreiknað sig varðandi samstöðu Vesturlanda. „En frá sjónarhóli Eystrasaltsríkjanna, sjónarhóli Lettlands, óskum við þess að sjálfsögðu að ríki myndu bregðast hraðar við og með meiri stuðningi við Úkraínu," segir Pabriks. Artis Pabriks segir hlutverk Vesturlanda einfalt að aðstoða Úkraínumenn í að koma Rússum út úr Úkraínu.Vísir/Einar Þjáningar Úkraínumanna aukist með hverjum deginum sem líði. Vesturlönd ættu að búa sig undir langtíma efnahagsáhrif vegna stríðsins sem gæti dregist á langinn. Vestrænir leiðtogar ættu ekki að hafa áhyggjur af sálarástandi Putins sem enginn þekkti hvort sem er og að ekki mætti niðurlægja hann. „Við verðum einfaldlega að sinna hlutverki okkar og það er einfalt. Við verðum að stöðva þessa árás og koma Rússum út úr Úkraínu. Þetta er það eina sem við ættum að hafa áhyggjur af,“ segir Pabriks. Putin væri meistari í undirróðri og Vesturlönd ættu að varast falsfréttir hans og fagurgala. „Varast mýkra vald hins rússneska alræðis sem er að hafa áhrif á þjóðfélög okkar. Sem fær okkur til að hugsa að kannski komi ekkert illt fyrir okkur ef við gerum málamiðlanir um eitthvað. Mesti vandi okkar í Eystrasaltsríkjunum er að venjulega bitna slíkar málamiðlanir ekki á ríkjum sem eru lengra í burtu heldur á okkur," segir Pabriks. Hann hefði ekki miklar áhyggjur af stöðu Eystrasaltsríkjanna á þessari stundu þegar Rússar væru að tapa stríðinu. Ef þeir ynnu stríðið hins vegar eða ef samið yrði við þá um einhverja landvinninga yrði staðan önnur fyrir nágrannaríki Rússa. Viðtalið við Artis Pabriks í heild má sjá á spilaranum hér fyrir neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Öryggis- og varnarmál Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Stríðið kosti rússa 300 hermenn á dag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers. 8. júní 2022 07:07 ESB leitar leiða til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins reyna í dag að finna leiðir til að koma rúmlega tuttugu milljón tonnum af korni frá Úkraínu sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt yrðu út. Í gær náðist samkomulag um að Evrópusambandsríkin drægju úr innflutningi á olíu frá Rússlandi um 90 prósent fyrir áramót. 31. maí 2022 13:11 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Vaktin: Stríðið kosti rússa 300 hermenn á dag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers. 8. júní 2022 07:07
ESB leitar leiða til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins reyna í dag að finna leiðir til að koma rúmlega tuttugu milljón tonnum af korni frá Úkraínu sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt yrðu út. Í gær náðist samkomulag um að Evrópusambandsríkin drægju úr innflutningi á olíu frá Rússlandi um 90 prósent fyrir áramót. 31. maí 2022 13:11