Reykjavík

Fréttamynd

Enginn Ösku­dagur í Kringlunni í ár

Engin skipulögð dagskrá verður í Kringlunni á Öskudag og sælgæti verður heldur ekki í boði í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar fyrir börn í nammileit. Stefnt var að því að börn í nammileit yrðu boðin velkomin og dagskrá yrði fyrir þau en svo verður ekki.

Innlent
Fréttamynd

Olíumengun í Elliðaánum

Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fengu í dag tilkynningu um olíumengun í Elliðaánum. Þá barst olía út í árnar úr frárennsli fyrir ofan stíflu Árbæjarmegin í Elliðaárdalnum.

Innlent
Fréttamynd

Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna

Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir.

Innlent
Fréttamynd

Til hamingju með Ráð­gjafar­stofu inn­flytj­enda

Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað.

Skoðun
Fréttamynd

Göngu­maður ökkla­brotnaði í Esjunni

Talið er að maður sem var á göngu Esjunni hafi ökklabrotnað síðdegis í gær. Í pósti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynning um slysið hafi borist um stundarfjórðungi yfir fimm í gær.

Innlent
Fréttamynd

Að­gengi fyrir börn af er­lendum upp­runa

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin.

Skoðun
Fréttamynd

Mótmæltu brottvísun Uhunoma

Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Breyttu staðnum „úr helvíti í paradís“

Rekstraraðilar veitingastaðarins Ali Baba hafa opnað nýjan stað í húsnæðinu við Austurstræti 12 í Reykjavík, húsnæði sem á sér nokkra forsögu. Nýi staðurinn var opnaður í gær en áður var veitingastaðurinn vinsæli til húsa við Veltusund 5 við Ingólfstorg en var því útibúi lokað í byrjun árs 2019. Leituðu eigendur þá að nýrri staðsetningu í miðborginni.

Viðskipti
Fréttamynd

Veik börn vandamál?

Það er fyrir löngu orðið óásættanlegt að börn í Fossvogsskóla séu veik af því einu að dvelja í skólanum.

Skoðun
Fréttamynd

Borgarlína og Sundabraut lifi góðu lífi saman

Borgarlínan og Sundabraut geta vel þrifist saman að mati forstjóra Vegagerðarinnar. Tillögur að Borgarlínu og Sundabrautinni gera báðar ráð fyrir nýjum brúm, sem myndu þvera Kleppsvík og Elliðaárvog.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um að hafa stolið tveimur pokum af humri

Lögregla sinnti nokkrum útköllum vegna þjófnaðar í gærkvöldi og í nótt, en á níunda tímanum í gærkvöld var tilkynnt um hnupl úr verslun í miðbæ Reykjavíkur. Þar var maður sagður hafa stolið matvöru og var hann tekinn í skýrslutöku hjá lögreglu en látinn laus að henni lokinni.

Innlent
Fréttamynd

Ó­boðnir gestir ruddust í sam­kvæmi ung­menna

Lögregla var kölluð til í samkvæmi í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt eftir ítrekaðar tilkynningar. Þar voru flestir gestir á aldrinum sextán til átján ára og höfðu óboðnir gestir ruðst inn í samkvæmið samkvæmt upplýsingum lögreglu. Grunur er um líkamsárás, húsbrot og brot á vopnalögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Í á­falli allan gær­daginn eftir að reynt var að vísa fóstur­syninum úr landi

Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan lýsir eftir Kára Siggeirssyni

Lög­regl­an á höfuðborgarsvæðinu lýs­ir eft­ir hinum 32ja ára Kára Siggeirssyni. Kári er sagður vera 174 sentimetrar á hæð, þéttvaxinn, brúnhærður og með stutt hár.

Innlent
Fréttamynd

Slökkva eld í sinu í Úlfarsárdal

Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu hraðar hendur og vinna nú hörðum höndum að því að slökkva eld í sinu í Úlfarsárdal í Reykjavík. Töluverðan reyk leggur yfir Grafarholtið sem sést víða að á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent