Ég vil búa í borg með náttúruna í bakgarðinum Árni Tryggvason skrifar 11. maí 2022 21:30 Eitt það jákvæða við að búa í borg eins og okkar er nálægðin við náttúruna. Hvort sem hún er manngerð eða eins og hún hefur verið um aldir, þá er aldrei langt að fara út í náttúruna hér í Reykjavík. Í borgarlandinu sjálfu förum við um skóga, sjáum fossa og enn má hér finna óspilltar strendur. Vissulega er mikið af þessari náttúru sem okkur er svo kær manngerð, en þá er oft um að ræða endurheimta náttúru eftir aldalanga nauðbeit og rányrkju. Það er ekki langt síðan að Öskjuhlíð var örfoka holt og sjálfur hef ég notið þess að fara þar um sem barn í kyrkingslegum kjarrskógi upp í það að ganga þar um í hávöxnum skjólgóðum skógi sem þar er í dag. Fleiri slíka staði getum við nefnt eins og Elliðaárdal, Heiðmörk og nú vaxa upp skógar víðar og mynda þannig ómetanlega unaðsreiti allt um borgarlandið. Það er ekki nema um öld síðan að uppi væru háværar raddir um að á Íslandi væri ekki hægt að rækta skóg. Í starfi mínu hannaði ég síðastliðið sumar fræðsluskilti um fyrstu trjárækt í Reykjavík sem kostaði ómælda baráttu við að koma af stað á sínum tíma. Úrtöluraddir, hagsmunagæsla og vantrú voru stórar hindranir fyrir því að hægt væri að koma landinu í fyrra horf. Jafnvel hefur okkur gefist tækifæri til að endurheimta land undan vatni líkt og gerðist í Elliðaárdal þegar lónið var tæmt í kjölfar þess að orkuvinnslu þar var hætt. Að hægt sé að komast á milli allra helstu útivistarsvæða borgarinnar án þess að fara yfir umferðargötur er einstakt, ekki bara hér, heldur m.v. allar aðrar borgir sem við berum okkur saman við. Gönguferð eða hjólatúr getur hafist í Hljómskálarðinum, farið um Öskjuhlíð, Fossvogsdal, inn Grafarvog og upp á Rauðavatnsheiðar, þaðan stóran hring í Heiðmörk og aftur niður í miðbæ um Elliðaárdal. Á allri þessari leið liggur leiðin yfir örfáar íbúðagötur en allar umferðaræðar eru þveraðar með göngum eða brúm. Þetta gerir borgina okkar stórkostlega. Margvísleg náttúru- og umhvefisupplifun er nærri okkur öllum. Við þurfum ekki að fara langar leiðir til að komast í samband við náttúruna. Með því að auka uppbyggingu innan núverandi borgarmarka í stað þess að brjóta ný svæði undir nýja byggð og þenja borgina enn frekar út, þá getur borgin okkar haft náttúruna í bakgarðinum um langa framtíð. Við Vinstri græn viljum hafa náttúruna með í öllu skipulagi og uppbyggingu, og auka aðgengi fólks að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Höfundur er á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eitt það jákvæða við að búa í borg eins og okkar er nálægðin við náttúruna. Hvort sem hún er manngerð eða eins og hún hefur verið um aldir, þá er aldrei langt að fara út í náttúruna hér í Reykjavík. Í borgarlandinu sjálfu förum við um skóga, sjáum fossa og enn má hér finna óspilltar strendur. Vissulega er mikið af þessari náttúru sem okkur er svo kær manngerð, en þá er oft um að ræða endurheimta náttúru eftir aldalanga nauðbeit og rányrkju. Það er ekki langt síðan að Öskjuhlíð var örfoka holt og sjálfur hef ég notið þess að fara þar um sem barn í kyrkingslegum kjarrskógi upp í það að ganga þar um í hávöxnum skjólgóðum skógi sem þar er í dag. Fleiri slíka staði getum við nefnt eins og Elliðaárdal, Heiðmörk og nú vaxa upp skógar víðar og mynda þannig ómetanlega unaðsreiti allt um borgarlandið. Það er ekki nema um öld síðan að uppi væru háværar raddir um að á Íslandi væri ekki hægt að rækta skóg. Í starfi mínu hannaði ég síðastliðið sumar fræðsluskilti um fyrstu trjárækt í Reykjavík sem kostaði ómælda baráttu við að koma af stað á sínum tíma. Úrtöluraddir, hagsmunagæsla og vantrú voru stórar hindranir fyrir því að hægt væri að koma landinu í fyrra horf. Jafnvel hefur okkur gefist tækifæri til að endurheimta land undan vatni líkt og gerðist í Elliðaárdal þegar lónið var tæmt í kjölfar þess að orkuvinnslu þar var hætt. Að hægt sé að komast á milli allra helstu útivistarsvæða borgarinnar án þess að fara yfir umferðargötur er einstakt, ekki bara hér, heldur m.v. allar aðrar borgir sem við berum okkur saman við. Gönguferð eða hjólatúr getur hafist í Hljómskálarðinum, farið um Öskjuhlíð, Fossvogsdal, inn Grafarvog og upp á Rauðavatnsheiðar, þaðan stóran hring í Heiðmörk og aftur niður í miðbæ um Elliðaárdal. Á allri þessari leið liggur leiðin yfir örfáar íbúðagötur en allar umferðaræðar eru þveraðar með göngum eða brúm. Þetta gerir borgina okkar stórkostlega. Margvísleg náttúru- og umhvefisupplifun er nærri okkur öllum. Við þurfum ekki að fara langar leiðir til að komast í samband við náttúruna. Með því að auka uppbyggingu innan núverandi borgarmarka í stað þess að brjóta ný svæði undir nýja byggð og þenja borgina enn frekar út, þá getur borgin okkar haft náttúruna í bakgarðinum um langa framtíð. Við Vinstri græn viljum hafa náttúruna með í öllu skipulagi og uppbyggingu, og auka aðgengi fólks að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Höfundur er á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun