Reykjavík

Fréttamynd

„Við höfum á­hyggjur af krökkunum“

Stærsti dagur ársins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Menningarnótt, er handan við hornið. Lögregla hefur áhyggjur af unglingadrykkju og verður með mikið eftirlit til að sporna við slíku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn brýnir fyrir gestum að njóta þessa stórkostlega dags og komast heil heim. 

Innlent
Fréttamynd

„Kross­brá“ þegar krafa Isavia barst í sumar

Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg hafi eitt ár til að fella skóginn

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta tryggir okkur skíðafæri“

Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Leiðir draugagöngu um miðborgina

Trúin á yfirnáttúruleg fyrirbæri á sér djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál og í gegnum tíðina hafa sögur af draugum verið tengdar við flestar af þekktustu byggingum Reykjavíkur. Í kvöld mun Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur og sagnakona, fara fyrir draugagöngu um miðborg Reykjavíkur. Rölt verður um miðbæinn og stoppað við hin ýmsu hús og staði þar sem sagt að séu draugar eða hafi verið draugar.

Lífið
Fréttamynd

Hótelfa­st­eigna­markaðurinn

Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður.

Skoðun
Fréttamynd

Skreið nakinn um garðinn og tíndi gras

Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem er meðal annars sakaður um að hafa brotist tvisvar inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og beitt fólk þar ofbeldi. Sá er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað og að hafa valdið hneykslan á almannafæri þegar hann skreið allsnakinn um garð í Reykjavík og tíndi gras.

Innlent
Fréttamynd

B5 verður að B eftir lögbann

Eigendur skemmtistaðar í Bankastræti fimm hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni staðarins úr B5 í B. Lögbann var sett á notkun nafnsins B5 sem var í eigu annars félags.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verkið hófst ekki nógu snemma til að tíma­lína stæðist

Átta mánaða tafir á fram­kvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tíma­lína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðar­ár­stígur frá Bríetar­túni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykja­víkur­borgar við fyrir­spurn Vísis.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stela steikar­hnífum í mið­bænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í ýmsu í gærkvöldi. Henni bárust nokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir þar sem menn reyndu að komast inn í bifreiðar. Þá reyndi annar maður að stela steikarhnífum af veitingastað í miðbænum.

Innlent
Fréttamynd

Bíl­velta á Suður­lands­braut

Bíl­velta varð á Suður­lands­braut á fjórða tímanum í dag. Einn var í bílnum. Sjúkrabíll, lögregla og slökkvilið mættu á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Miðbæjarperla Jarlsins til sölu

Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl hefur sett íbúð sína á besta stað í miðbænum á sölu. Um er að ræða bjarta og huggulega 125 fermetra í timburhúsi sem var byggt árið 1914.

Lífið