Sveitarfélagið Hornafjörður Íslenskir jöklar minnka um fjörutíu ferkílómetra á ári Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkar um það bil um 40 ferkílómetra á ári, eða sem nemur einu Mývatni á ári. Frá aldamótum hefur flatarmál íslensku jöklanna minnkað um um það bil 850 ferkílómetra eða sem samsvarar næstum tíu Þingvallavötnum. Hop íslensku jöklanna er sagt skýrt merki um hlýnandi loftslag. Jöklafræðingar segja áríðandi að fylgjast vel með og minna á alvarlega stöðu. Innlent 27.6.2024 08:14 Fara enn huldu höfði þrátt fyrir fjölda vísbendinga Mennirnir tveir sem brutust inn í veitingasal Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði í gær og höfðu þaðan með sér öryggiskassa fara enn huldu höfði. Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist þó nokkrar vísbendingar síðan að eigandi Brunnhóls birti myndskeið af mönnunum að fara ránshendi um gistihúsið. Innlent 23.6.2024 14:34 Myndskeið: Óprúttnir aðilar fóru ránshendi um gistihúsið Tveir menn brutust inn í veitingasal gistihússins Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði í nótt og höfðu þaðan með sér hátt í milljón krónur í reiðufé ásamt öðrum verðmætum. Mennirnir höfðu fyrr um daginn reynt að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem var óbókað. Innlent 22.6.2024 14:20 Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Bláa Lónið hf. hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Austur-Skaftafellssýslu. Kaupin eru liður í áformum félagsins um uppbyggingu fleiri áhugaverðra áfangastaða á Íslandi. Markmiðið er að móta einstakan stað fyrir ferðamenn, við rætur Hoffellsjökuls og skapa segul sem styrkir Suðausturland sem áfangastað ferðamanna. Viðskipti innlent 20.6.2024 08:40 Erfitt fyrir konur að fara frá heimili í langan tíma fyrir fæðingu Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Heiðdís Anna Marteinsdóttir, verðandi ljósmóðir, segja fæðingarþjónustu á landsbyggðinni ábótavant. Heiðdís og Unnur fóru yfir stöðuna í faginu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 7.6.2024 09:53 Fjárhagslegt högg fyrir björgunarfélagið að missa flugeldasýninguna Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður ekki haldin í ár. Sýningin í fyrra var líklega sú síðasta sem haldin hefur verið við lónið. Um er að ræða fjárhagslegt högg fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar, sem séð hefur um sýninguna. Innlent 5.6.2024 14:32 Hafna tilboðum í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hornafjarðar Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem þeim bárust þeim í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði í vetur. Opnað var fyrir tilboð þann 30. apríl, en þrjú tilboð bárust sem öll voru töluvert yfir kostnaðaráætlun. Til stendur að bjóða tilboðsaðilum til samningaviðræðna, en núgildandi samningur rennur út 30. ágúst 2024. Innlent 16.5.2024 10:46 Stóra Svört bar fimm svörtum lömbum Ærin Stóra Svört á bænum Bjarnanesi í Hornafirði gerði sér lítið fyrir og bar fimm hraustlegum lömbum í gær, sem öll eru svört eins og foreldrar sínir. Ærin er sex vetra en hún var geld þegar hún var gemlingur en hefur fjórum sinnum verið fjórlemd og svo fimmlemd núna. Innlent 9.5.2024 12:01 Íslensk fjara á lista yfir bestu strendur heims Eystri-Fellsfjara við Jökulsárlón er á lista yfir bestu strandir heims að mati ferðamálasérfræðinga. Þar er hún í fertugasta og fyrsta sæti af fimmtíu. Listinn er uppfærður á hverju ári og áður var Reynisfjara einnig á honum. Innlent 1.5.2024 13:24 Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. Viðskipti innlent 21.3.2024 22:22 Halda enn í vonina um loðnuvertíð Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar eru ekki búnir að gefa upp vonina um að nægilega stórar loðnutorfur gætu fundist þennan veturinn til að heimila veiðar. Þannig er fiskiskipinu Heimaey VE enn haldið í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum til að sigla út til loðnumælinga berist sterkar vísbendingar. Viðskipti innlent 12.3.2024 10:31 Bæjarstjórn Hornafjarðar endurskoðar gjaldskrárhækkanir Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykktu á fundi í gær að fella niður gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins. Einnig samþykkti bæjarstjórn að endurskoða gjaldskrár sveitarfélagsins á sama grunni. Innlent 8.3.2024 22:02 Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. Viðskipti innlent 29.2.2024 11:55 Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. Viðskipti innlent 28.2.2024 21:03 Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. Viðskipti innlent 21.2.2024 20:40 Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. Viðskipti innlent 14.2.2024 21:31 Halda í vonina um loðnuvertíð í vetur Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar. Viðskipti innlent 12.2.2024 23:23 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. Viðskipti innlent 5.2.2024 22:34 Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 24.1.2024 19:48 Veit oftast hvenær íbúar á Höfn eiga afmæli Eigandi blóma- og gjafavörubúðar á Höfn í Hornafirði reynir að passa alltaf upp á að vita hvenær íbúar svæðisins eiga afmæli því þá á hún von á brosandi fólki inn í búðina til að versla fyrir afmælisbarnið. Þá er sérstök grös fyrir ketti mjög vinsæl í búðinni. Innlent 1.1.2024 20:30 Bestu jólahúsin þar sem fólk gengur aðeins lengra Jón Helgason hefur síðustu þrjú ár safnað á sérstakt kort upplýsingum og myndum af best skreyttu jólahúsunum á landinu. Kort ársins er enn í vinnslu en Jón segir að hann langi sérstaklega fá meira frá landsbyggðinni. Lífið 10.12.2023 20:01 Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. Lífið 30.11.2023 10:30 Perlumöl frá Austfjörðum slær í gegn í Ameríku Perlumöl frá Austfjörðum hefur slegið í gegn í Arisona í Bandaríkjunum þar sem hún er notuð í klæðningar í sundlaugar. Efnið, um tuttugu þúsund tonn er flutt sjóleiðina úr landi Horns í Hornafirði. Innlent 4.10.2023 10:30 Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið. Innlent 2.10.2023 20:05 Bestu vinkonurnar eru sextíu geitur Geitabóndi í nágrenni við Höfn í Hornafirði segir fátt skemmtilegra en að umgangast geiturnar sínar því þær séu svo uppátækjasamar og stríðnar. Bóndinn hvetur fólk til að fá sér geitur því þær séu svo góðir vinir manns. Lífið 27.9.2023 21:01 Bæjarstjóri áhyggjufullur yfir fyrsta viðbragði Bæjarstjóri Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af öryggisinnviðum í sveitarfélaginu þegar ferðamenn eru annars vegar. Hann segir að fyrsta viðbragð eins og heilbrigðiskerfið og löggæsla hafa ekki fylgt mikilli fjölgun ferðamanna í sveitarfélaginu. Innlent 24.9.2023 15:03 Gjallgígur gægist undan ís á Hvannadalshnjúki Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám. Innlent 8.9.2023 08:01 Bíður eftir því að eiginmaðurinn breytist í býflugu Þeim sem rækta býflugur hér á landi fer alltaf fjölgandi en ræktunin þykir mjög skemmtileg og áhugaverð, svo ekki sé minnst á allt hunangið, sem bændurnir fá frá flugunum. Lífið 16.9.2023 20:31 Hefur áhyggjur af öryggisinnviðum vegna fjölda ferðamanna Samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur þróast í takti við fjölda ferðamanna á svæðinu síðustu ár en ferðamenn, sem heimsækja sveitarfélagið er önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífi sveitarfélagsins segir bæjarstjórinn. Þá segir hann að innviðir í sveitarfélaginu séu stórkostlegir þegar kemur að afþreyingu fyrir ferðamennina. Innlent 10.9.2023 13:30 Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Innlent 5.9.2023 08:04 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 14 ›
Íslenskir jöklar minnka um fjörutíu ferkílómetra á ári Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkar um það bil um 40 ferkílómetra á ári, eða sem nemur einu Mývatni á ári. Frá aldamótum hefur flatarmál íslensku jöklanna minnkað um um það bil 850 ferkílómetra eða sem samsvarar næstum tíu Þingvallavötnum. Hop íslensku jöklanna er sagt skýrt merki um hlýnandi loftslag. Jöklafræðingar segja áríðandi að fylgjast vel með og minna á alvarlega stöðu. Innlent 27.6.2024 08:14
Fara enn huldu höfði þrátt fyrir fjölda vísbendinga Mennirnir tveir sem brutust inn í veitingasal Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði í gær og höfðu þaðan með sér öryggiskassa fara enn huldu höfði. Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist þó nokkrar vísbendingar síðan að eigandi Brunnhóls birti myndskeið af mönnunum að fara ránshendi um gistihúsið. Innlent 23.6.2024 14:34
Myndskeið: Óprúttnir aðilar fóru ránshendi um gistihúsið Tveir menn brutust inn í veitingasal gistihússins Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði í nótt og höfðu þaðan með sér hátt í milljón krónur í reiðufé ásamt öðrum verðmætum. Mennirnir höfðu fyrr um daginn reynt að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem var óbókað. Innlent 22.6.2024 14:20
Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Bláa Lónið hf. hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Austur-Skaftafellssýslu. Kaupin eru liður í áformum félagsins um uppbyggingu fleiri áhugaverðra áfangastaða á Íslandi. Markmiðið er að móta einstakan stað fyrir ferðamenn, við rætur Hoffellsjökuls og skapa segul sem styrkir Suðausturland sem áfangastað ferðamanna. Viðskipti innlent 20.6.2024 08:40
Erfitt fyrir konur að fara frá heimili í langan tíma fyrir fæðingu Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Heiðdís Anna Marteinsdóttir, verðandi ljósmóðir, segja fæðingarþjónustu á landsbyggðinni ábótavant. Heiðdís og Unnur fóru yfir stöðuna í faginu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 7.6.2024 09:53
Fjárhagslegt högg fyrir björgunarfélagið að missa flugeldasýninguna Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður ekki haldin í ár. Sýningin í fyrra var líklega sú síðasta sem haldin hefur verið við lónið. Um er að ræða fjárhagslegt högg fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar, sem séð hefur um sýninguna. Innlent 5.6.2024 14:32
Hafna tilboðum í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hornafjarðar Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem þeim bárust þeim í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði í vetur. Opnað var fyrir tilboð þann 30. apríl, en þrjú tilboð bárust sem öll voru töluvert yfir kostnaðaráætlun. Til stendur að bjóða tilboðsaðilum til samningaviðræðna, en núgildandi samningur rennur út 30. ágúst 2024. Innlent 16.5.2024 10:46
Stóra Svört bar fimm svörtum lömbum Ærin Stóra Svört á bænum Bjarnanesi í Hornafirði gerði sér lítið fyrir og bar fimm hraustlegum lömbum í gær, sem öll eru svört eins og foreldrar sínir. Ærin er sex vetra en hún var geld þegar hún var gemlingur en hefur fjórum sinnum verið fjórlemd og svo fimmlemd núna. Innlent 9.5.2024 12:01
Íslensk fjara á lista yfir bestu strendur heims Eystri-Fellsfjara við Jökulsárlón er á lista yfir bestu strandir heims að mati ferðamálasérfræðinga. Þar er hún í fertugasta og fyrsta sæti af fimmtíu. Listinn er uppfærður á hverju ári og áður var Reynisfjara einnig á honum. Innlent 1.5.2024 13:24
Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. Viðskipti innlent 21.3.2024 22:22
Halda enn í vonina um loðnuvertíð Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar eru ekki búnir að gefa upp vonina um að nægilega stórar loðnutorfur gætu fundist þennan veturinn til að heimila veiðar. Þannig er fiskiskipinu Heimaey VE enn haldið í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum til að sigla út til loðnumælinga berist sterkar vísbendingar. Viðskipti innlent 12.3.2024 10:31
Bæjarstjórn Hornafjarðar endurskoðar gjaldskrárhækkanir Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykktu á fundi í gær að fella niður gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins. Einnig samþykkti bæjarstjórn að endurskoða gjaldskrár sveitarfélagsins á sama grunni. Innlent 8.3.2024 22:02
Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. Viðskipti innlent 29.2.2024 11:55
Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. Viðskipti innlent 28.2.2024 21:03
Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. Viðskipti innlent 21.2.2024 20:40
Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. Viðskipti innlent 14.2.2024 21:31
Halda í vonina um loðnuvertíð í vetur Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar. Viðskipti innlent 12.2.2024 23:23
Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. Viðskipti innlent 5.2.2024 22:34
Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 24.1.2024 19:48
Veit oftast hvenær íbúar á Höfn eiga afmæli Eigandi blóma- og gjafavörubúðar á Höfn í Hornafirði reynir að passa alltaf upp á að vita hvenær íbúar svæðisins eiga afmæli því þá á hún von á brosandi fólki inn í búðina til að versla fyrir afmælisbarnið. Þá er sérstök grös fyrir ketti mjög vinsæl í búðinni. Innlent 1.1.2024 20:30
Bestu jólahúsin þar sem fólk gengur aðeins lengra Jón Helgason hefur síðustu þrjú ár safnað á sérstakt kort upplýsingum og myndum af best skreyttu jólahúsunum á landinu. Kort ársins er enn í vinnslu en Jón segir að hann langi sérstaklega fá meira frá landsbyggðinni. Lífið 10.12.2023 20:01
Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. Lífið 30.11.2023 10:30
Perlumöl frá Austfjörðum slær í gegn í Ameríku Perlumöl frá Austfjörðum hefur slegið í gegn í Arisona í Bandaríkjunum þar sem hún er notuð í klæðningar í sundlaugar. Efnið, um tuttugu þúsund tonn er flutt sjóleiðina úr landi Horns í Hornafirði. Innlent 4.10.2023 10:30
Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið. Innlent 2.10.2023 20:05
Bestu vinkonurnar eru sextíu geitur Geitabóndi í nágrenni við Höfn í Hornafirði segir fátt skemmtilegra en að umgangast geiturnar sínar því þær séu svo uppátækjasamar og stríðnar. Bóndinn hvetur fólk til að fá sér geitur því þær séu svo góðir vinir manns. Lífið 27.9.2023 21:01
Bæjarstjóri áhyggjufullur yfir fyrsta viðbragði Bæjarstjóri Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af öryggisinnviðum í sveitarfélaginu þegar ferðamenn eru annars vegar. Hann segir að fyrsta viðbragð eins og heilbrigðiskerfið og löggæsla hafa ekki fylgt mikilli fjölgun ferðamanna í sveitarfélaginu. Innlent 24.9.2023 15:03
Gjallgígur gægist undan ís á Hvannadalshnjúki Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám. Innlent 8.9.2023 08:01
Bíður eftir því að eiginmaðurinn breytist í býflugu Þeim sem rækta býflugur hér á landi fer alltaf fjölgandi en ræktunin þykir mjög skemmtileg og áhugaverð, svo ekki sé minnst á allt hunangið, sem bændurnir fá frá flugunum. Lífið 16.9.2023 20:31
Hefur áhyggjur af öryggisinnviðum vegna fjölda ferðamanna Samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur þróast í takti við fjölda ferðamanna á svæðinu síðustu ár en ferðamenn, sem heimsækja sveitarfélagið er önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífi sveitarfélagsins segir bæjarstjórinn. Þá segir hann að innviðir í sveitarfélaginu séu stórkostlegir þegar kemur að afþreyingu fyrir ferðamennina. Innlent 10.9.2023 13:30
Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Innlent 5.9.2023 08:04