

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður sérstakur gestur sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna sem verður haldinn í Vestmannaeyjum 25. til 26. júní næstkomandi.
„Ég var síðast á Þjóðhátíð 2019 þannig að ég er á þörfinni og hlakka brjálæðislega mikið til,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson.
Ísfélagið, sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, er verðmetið á liðlega 80 milljarða króna samkvæmt tillögu að heimild til endurkaupa sem verður lögð fram á hluthafafundi félagsins í vikunni. Hluthafar Ramma munu fara með tæplega þriðjungshlut í Ísfélaginu.
Íslenska ríkið hefur boðað áfrýjun í makrílmálinu, máli Vinnslustöðvarinnar og Hugins gegn íslenska ríkinu, en dómur féll í héraðsdómi í fyrradag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkið ekki hafa hafnað sátt í málinu.
Það eru ekki mörg verkefni í blaðamennsku þannig vaxin að maður viti að þau muni sitja föst í minninu út lífið. Helgarviðtalið við Árna Johnsen í DV fyrir fimm árum er eitt af þeim verkefnum.
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára.
Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum.
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni rúman milljarð króna í bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð.
„Stundum eru bara hlutir sem virka og þá á maður ekki að vera að fikta of mikið í þeim en gera þetta meira að sínum eigin,“ segir tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, um hugmyndina á bakvið myndbandið við Þjóðhátíðarlagið 2023, Þúsund hjörtu.
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og verða af því tilefni mikil dagskrá víða um land og sums staðar alla helgina.
„Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór.
Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar í handbolta karla í þriðja sinn í gærkvöldi þegar þeir unnu 25-23 sigur á Haukum í oddaleik, hreinum úrslitaleik um titilinn.
Handbolta-og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson og Sóldís Eva Gylfadóttir styrktarþjálfari eiga von á sínu fyrsta barni í lok árs.
Í kvöld fer Íslandsmeistarabikarinn á loft þegar ÍBV og Haukar mætast í oddaleik í úrslitaeinvígi í handbolta karla. ÍBV getur þar með orðið Íslandsmeistari á heimavelli í fyrsta sinn í tuttugu ár.
Stefán Jónsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn sem yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Hann tekur við að Jóhannesi Ólafssyni sem lætur af störfum vegna aldurs eftir fjóra áratugi í embættinu.
Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins.
Aðeins í tvígang á fimm árum hefur verið skipað í stöðu lögreglustjóra án þess að hæfisnefnd hafi verið skipuð. Í annað skiptið var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður sem lögreglustjóri Vestmannaeyja.
„Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum, kom smábát til aðstoðar um hádegi í dag. Smábáturinn hafði misst vélarafl undan Kötlutanga, í grennd við Vík í Mýrdal. Beiðni um aðstoð kom á ellefta tímanum og lagði áhöfn Þórs af stað fljótlega eftir það.
Tryggvi Guðmundsson, markahæsti knattspyrnumaður á Íslandi frá upphafi, er óhræddur við að taka takast á við ný verkefni. Hann hefur nú tekið að sér að fjalla um leiki ÍBV í sumar fyrir knattspyrnuvefinn fotbolti.net.
Þjóðhátíð fer fram með pomp og prakt yfir Verslunarmannahelgina, 3. - 6. ágúst næstkomandi. Emmsjé Gauti er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins sem verður frumflutt í byrjun júní en Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í dag um fleiri tónlistaratriði.
Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar.
Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun.
Yfirgnæfandi meirihluti félaga BSRB í sex sveitarfélögum samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslum sem lauk nú á hádegi.
Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur hlotið gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna leiðsögumannaverkefnis í Vestmannaeyjum. Ásmundur segist hafa rétt til að nýta sitt sumarfrí eins og honum sýnist.
Mjaldrarnir Litla-Grá og Litla-Hvít voru fluttar úr umönnunarlaug sinni í Vestmannaeyjum og í kví í Klettsvík í morgun.
Lesa má út úr færslu sem stuðningsmenn Breiðabliks birtu á samfélagsmiðlinum Twitter að þeir hafi verið ósáttir með þær vallaraðstæður sem boðið var upp á í leik ÍBV og Breiðabliks í Bestu deild karla í dag.
Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942.
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á Útgerðarfélaginu ÓS og fiskvinnslunnar Leo Seafood. Hluthafar ÓS og Leo Seafood nýta hluta af kaupverðinu til að byggja upp landeldi í Vestmannaeyjum.
Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.