Vestmannaeyjar

Í kringum 1000 manns tóku þátt á TM-mótinu í Vestmannaeyjum
TM-mótið í Vestmannaeyjum fór fram í 30. skipti í vikunni. Tóku í kringum 1000 keppendur þátt að þessu sinni.

Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið
Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári.

Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af.

Ekki bjartsýn á að Þjóðhátíð verði með hefðbundnu sniði
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, telur ólíklegt að Þjóðhátíð fari fram í sömu mynd og hún hefur verið haldin undanfarin ár.

Veðurstofan hyggst mæta óskum bæjarfélaga um „betri“ veðurspár
Það er alkunna að Íslendingar vilja ferðast eftir veðrinu og nú þegar stefnir í að þjóðin ætli að ferðast innanlands í sumar hefur aldrei verið mikilvægara fyrir hagsmunaaðila að fá góða veðurspá. Veðurstofan hyggst koma til móts við þessar óskir.

Tvö stór íþróttamót í Eyjum í næsta mánuði og Þjóðhátíð enn til skoðunar
Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins.

Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík
Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði.

„Skammarleg ákvörðun“ HSu að segja upp öllu ræstingafólki
BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum.

Segir framkvæmd Puffin-hlaupsins í Eyjum í samræmi við samkomubannið
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi.

Forseti Íslands meðal keppenda í fyrsta hlaupinu eftir Covid-19
Það var hátíðardagur í Vestmannaeyjum í dag þegar hið árlega Puffin Run fór fram þar sem hlaupnir eru 20 kílómetrar í mögnuðu umhverfi Heimaeyjar. Forseti Íslands var á meðal þátttakenda.

Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun
Orkumótið í Eyjum verður haldið 24.-27. júní í sumar og mun það verða með sama sniði og undanfarin ár.

Drepast kvalafullum dauðdaga vegna olíumengunar
Starfsfólk Náttúrustofu Suðurlands fór í Stafnes á norðvestanverðri Heimaey í gær þar sem ábendingar höfðu borist um að þar væru mörg fuglshræ.

Flugu þyrlunni til Vestmannaeyja og sóttu veikan sjómann
Þyrlan lenti í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld.

Halda kröfunni til streitu: „Feginn að hafa ekki verið í þessum hópi“
Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu.

Hertum aðgerðum aflétt í Eyjum frá og með mánudegi
Hertum reglum um samkomubann sem verið hafa í gildi í Vestmannaeyjum frá 21. mars verður aflétt frá og með næsta mánudegi. Ekkert smit hefur greinst í eyjunni frá 6. apríl.

Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki
Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun.

Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi
Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd.

Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði
Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda.

Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund
Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna.

Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð
ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins.

Segir árásir Páls vera vindhögg
Sindri Ólafsson, ritstjóri Eyjafrétta, hefur svarað ásökunum Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, í pistli á vef Eyjafrétta.

Tryggvi: Hemmi var svo lélegur í bakverðinum að hann varð að vera í miðverðinum
Tryggvi Guðmundsson var með Hermann Hreiðarsson í miðverðinum í draumaliði sínu á Íslandi. Ástæðan var einfaldlega sú að hann gat ekki látið Hermann, eða Hemma eins og hann er oftast kallaður, í vinstri bakvörðinn því hann hafi verið svo slakur þar.

Páll segir ritstjóra Eyjafrétta hatast við Írisi bæjarstjóra
Hvatningar- og þakkarorð Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, voru ekki birt í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og hefur það dregið töluverðan dilk á eftir sér.

„Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara“
Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda.

Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss
Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973.

Um 45% íbúa Vestmannaeyja farið í sýnatöku
Hátt í 2000 Eyjamenn hafa farið í sýnatöku á einhverjum tímapunkti og eru það um 45% allra bæjarbúa.

Fjallar um fjöldaeitrun af völdum tréspíra
Fyrsta mál nýrrar seríu í Sönnum íslenskum sakamálum kallast Eitrun í Eyjum. Sigursteinn Másson, sem unnið hefur að þáttunum, segir að Eitrun í Eyjum fjalli um það þegar þrír skipverjar á Stakksárfossi fundu sjórekna tunnu fulla af spíra við Vestmannaeyjar.

Tólf ný smit í Eyjum
Um helgina greindust tólf einstaklingar til viðbótar með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í Vestmannaeyjum.

Taka sýni úr yfir þúsund Eyjamönnum næstu þrjá daga
Umdæmislæknir sóttvarna segir sýnatökur fara hratt og vel af stað.

Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins
Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins.