

Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi.
Íbúar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu greiða atkvæði um sex nafnatillögur þann 18. apríl næstkomandi.
Flestir steinanna sem steinasafnarinn Auðunn Baldursson á Djúpavogi finnur virðast venjulegum ferðalangi í fljótu bragði sáraómerkilegir þar sem þeir liggja á jörðinni.
Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi.
Trillukarlarnir Kristinn Pétursson og Skúli Benediktsson eru teknir í bryggjuspjall á Djúpavogi í þættinum Um land allt á Stöð 2.
Hann heitir Auðunn Baldursson, er einhver ástríðufyllsti steinasafnari landsins, og sýnir gestum leyndardóma steinaríkisins í iðnaðarskemmu á Djúpavogi.
Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað.
Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi.
Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur.
Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar.
Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess.
Tilkynningin fyrir sex árum, um að fiskvinnslu Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, yrði hætt og fimmtíu störf flutt burt, var reiðarslag fyrir Djúpavog.
Nafnanefnd nýsameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur óskað umsagnar Örnefnanefndar á sautján tillögum að nýju nafni sveitarfélagsins
Yfir eitt hundrað tillögur að nafni nýs sveitarfélags á Austurlandi bárust áður en að frestur til þess að skila inn tillögu rann út í gær.
Töluvert er nú af hreindýrum við vegi á Suðausturlandi, sérstaklega á svæðinu frá Breiðdalsvík og suður að Hvalnesskriðum.
Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu.
Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti síðdegis í gær veikan skipverja sem staddur var á fiskiskipi um sjötíu sjómílur austur af Djúpavogi.
Ekki er gert ráð fyrir sparnaði vegna launakostnaðar eftir að sameining fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi gengur í gegn, jafnvel þótt sveitarstjórum og kjörnum fulltrúum fækki.
Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Árið 2017 setti Austfirðingurinn Aðalsteinn Pétur Bjarkason tappann í flöskuna og tók upp myndavélina í staðinn. Hann hafði lengi barist við áfengis- og fíkniefnadjöfulinn. Síðan þá hefur hann ljósmyndað fugla, bæði algenga og fágæta.
Sex samgönguverkefni eru tilgreind í frumvarpsdrögum um vegaframkvæmdir. Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga eru þar á meðal en ráðgert er að gjaldtakan standi ekki lengur en í 30 ár.
Hrekkjavakan var tekin með trompi á Djúpavogi í dag. Þar voru það ekki aðeins krakkarnir sem klæddust búningum heldur einnig fullorðnir.
Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði.
Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins.
Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum með allt frá 64 til 93% atkvæða.
Greidd eru atkvæði um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi í dag.
Á fjórða þúsund íbúa fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Vænta má niðurstöðu í kringum miðnætti í kvöld.
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna.
Oddný Anna Björnsdóttir og maður hennar Pálmi Einarsson hafa undanfarin misseri gert tilraunir með að rækta iðnaðarhamp á jörð sem þau keyptu í Berufirði í fyrra. Tóku þau hektara undir ræktarland og sáðu þremur tegundum af fræjum.
Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf.