Næturlíf

Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er.

Mun leggja til að skemmtistaðir verði áfram lokaðir
Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu var skellt í lás á föstudag.

Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog
172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur.

Fáir í miðbænum en fjölmennt unglingapartí stöðvað
Lögregluþjónar stöðvuðu þó eftirlitslaust unglingapartí í Kópavogi í gærkvöldi. 62 krakkar voru reknir úr húsinu og voru um það bil 20 fyrir utan.

Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina
Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli

Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini
Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna.

Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu
Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Hafa þurft að vísa ferðamönnum út vegna brota á sóttkví
Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu hefur verið skellt í lás yfir helgina til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Ósköp eðlileg aðgerð að grípa til“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur eðlilega þá aðgerð sem sóttvarnayfirvöld hafa gripið til með lokun kráa og skemmtistaða eftir að talsverð fjölgun kórónuveirusmita hérlendis hefur verið rakin til slíkra staða í miðborg Reykjavíkur.

Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september.

Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina.

Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku
Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga.

„Værum líklega að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið“
Víðir Reynisson segir að ef fyrirhugað litakóðakerfi fyrir viðvaranir vegna smithættu væri að fullu komið í notkun, hefði nú verið gefin út appelsínugul viðvörun.

Eigandi skemmtistaða vill lengja opnunartímann
Eigandi fjölda skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni við rakningu nýuppkominna smita. Hann segir augljóst mál að skertur opnunartími auki hættuna á smiti.

Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn
Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu.

„Annars væri hann dauður“
Rannsókn lögreglu á alvarlegum líkamsárásum í miðbæ Reykjavíkur laugardagskvöldið 29. ágúst er sögð miða vel. Borgarfulltrúi sem varð vitni að ástandinu segir að ógnvænlegt hafi verið að sjá hve margir tóku þátt í átökunum.

Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti
Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni
Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld.

Sóttvarnir veitingahúsa í ágætum málum en fjöldi tilkynninga um partýhávaða
Starfsmenn veitingahúsa og skemmtistaða sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti í miðborg Reykjavíkur í dag og í gær voru almennt meðvitaðir um sóttvarnaraðgerðir á stöðunum.

Öllum starfsmönnum b5 sagt upp
Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins.

„Neyðin kennir naktri konu að fara í spinning og allt það“
Uppistandarinn og leikarinn Þórhallur Þórhallsson gefur út uppistandssýninguna Algjör Áttungur á vefmiðlinum Vimeo, en þar getur fólk keypt aðgang að sýningunni á 10 dollara.

Vonar að viðurlög hafi fælingarmátt til að forðast lokanir: „Einhverjar tekjur eru betri en engar“
Lögreglan er boðin velkomin á Röntgen við Hverfisgötu til þess að taka út sóttvarnaraðgerðir sem staðarhaldarar hafa gripið til að sögn Ásgeirs Guðmundssonar, eins af meðeigendum staðarins.

„Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum.

Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu
Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi.

Munu sekta og jafnvel loka veitingastöðum sem virða ekki tilmæli
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með í dag byrja að sekta þá veitingastaði þar sem ekki er farið að tilmælum um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir. Ljóst sé að lögregla sé nauðbeygð til að herða aðgerðir og ekki sé lengur hægt að höfða einungis til skynsemi veitingamanna og gesta.

Lögreglumenn treystu sér ekki inn á veitingastaði vegna smithættu
Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær.

Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni.

Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust
Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði.

Hertar aðgerðir koma illa niður á tónlistarfólki og skemmtistöðum
Hertar aðgerðir koma illa niður á tónlistarfólki, skemmtistöðum og ýmsum viðburðum og komu mörgum í opna skjöldu. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar óttast enn frekara fjárhagslegt tjón í greininni.

Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður
Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður.