Hælisleitendur

Fréttamynd

Fólk á flótta svelt til hlýðni

Ein af tillögum dómsmálaráðherra í útlendingafrumvarpinu er að svipta umsækjendur réttindum 30 dögum eftir að ákvörðun verður „endanleg á stjórnsýslustigi”. Á mannamáli þýðir þetta að eftir að kærunefnd útlendingamála hefur skilað sinni niðurstöðu um umsóknina gilda réttindi umsækjandans aðeins í 30 daga í viðbót. Þetta á ekki bara við um fæði og húsaskjól, heldur einnig heilbrigðisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Hámarkinu náð með tilliti til flóttamanna: „Við ætlum að setja punktinn þarna“

Reykjanesbær mun ekki taka á móti fleiri flóttamönnum en samið hefur verið um. Bæjarstjóri segir hámarkinu náð og kallar eftir því að fleiri sveitarfélög axli ábyrgð. Stór hluti flóttamanna sem Reykjanesbær hafi samið um að taka á móti séu nú þegar komnir og ætti húsnæði ekki að vera vandamál. Sveitarfélagið sé tilbúið til að miðla sinni reynslu. 

Innlent
Fréttamynd

Frum­varp um mann­réttinda­brot

23. janúar næstkomandi mun frumvarp til breytinga á útlendingalögum verða tekið fyrir á Alþingi. Þetta verður í fjórða skiptið sem Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra, reynir að koma frumvarpinu í gegn en það náði ekki fram að ganga á 149., 150., og 151. löggjafarþingi. Frumvarpið leggur til margar breytingar á núgildandi útlendingalögum og ekki er annað að sjá en að þær séu allar til þess gerðar að gera flóttafólki erfiðara fyrir að lifa á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Brott­vísun Husseins fer fyrir Lands­rétt

Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkis­stjórnin framdi“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um Jóla­daga­talið á Al­þingi

Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Ís­lands“

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 

Innlent
Fréttamynd

Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðs­dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja

Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Börnin sem bjarga heiminum

Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða.

Skoðun
Fréttamynd

Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun

Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn.

Innlent
Fréttamynd

Af­ruglun á um­ræðu um brott­vísanir

Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini.

Skoðun
Fréttamynd

Annað heimilið sem þau þurfa að yfir­gefa á þessu ári

Rússnesk hjón sem hafa mótmælt stríðinu í Úkraínu fá ekki pólitískt hæli á Íslandi og verða flutt til Ítalíu á morgun. Í nokkur ár hafa hjónin komið reglulega til Íslands með ferðamenn og hafa þegar fengið atvinnutilboð. Kærunefnd Útlendingamála taldi það ekki næga ástæðu til að veita þeim hæli.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur

Sæl Katrín Jakobsdóttir, Ég heiti Zahra Hussaini og er 33 ára kona frá Afganistan. Ég hef búið á fjölmörgum stöðum, til að mynda í Íran, Afganistan, Pakistan, Tadjikistan, Þýskalandi og á Íslandi. Ef þú spyrð mig hvað ég hafi verið að gera í þessum löndum eða hvernig ég ferðaðist til þeirra, get ég sagt þér að ástæðan var hvorki frí né skemmtiferð. 

Skoðun
Fréttamynd

Draga þurfi lær­dóm af brott­flutningi fatlaðs manns

Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar leigja í­búð fyrir fjöl­skylduna og halda námi systranna gangandi

Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi.

Innlent