Hælisleitendur

Fréttamynd

Það er ekkert sport að láta handtaka sig

Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti lýsir reynslu sinni af því að liðsinna hælisleitendum, viðmóti fólks og vinnubrögðum lögreglu. Olivia Bockob er fædd í Kamerún og fékk vernd á Íslandi eftir nærri tveggja ára baráttu og lýsir erfiðri reynslu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Hælisleitendur fara í Keflavíkurgöngu

Hælisleitendur og stuðningsmenn þeirra ætla að vekja athygli á stöðu sinni með því að fara í Keflavíkurgöngu á laugardaginn. Þeir krefjast þess meðal annars að brottvísunum til óöruggra landa verði hætt, þeir fái tímabundin atvinnuleyfi og að búðunum á Ásbrú verði lokað.

Innlent
Fréttamynd

Enginn getur tekið sér lögregluvald

Þetta segir starfandi dóms­mála­ráð­herra um fram­göngu tveggja manna á fundi Sjálf­stæðis­fé­laganna í Kópa­vogi um þriðja orku­pakkann á laugardagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Kærunefnd hafnar kröfum Safari fjölskyldunnar

Kærunefnd útlendinga hafnaði í vikunni tveimur kröfum Shanaz Safari frá Afganistan og barna hennar tveggja. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla.

Innlent
Fréttamynd

Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“

Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér.

Innlent
Fréttamynd

Telur hand­tökurnar bera vott um and­úð á út­lendingum

Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Bú­setu­úr­ræði Út­lendinga­stofnunar að fyllast

Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra.

Innlent