Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Júlíus Viggó endur­kjörinn for­maður Heim­dallar

Júlíus Viggó Ólafsson var í kvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi félagsins í Valhöll. Hvorki bárust mótframboð í embætti formanns eða stjórnar og töldust því allir frambjóðendur sjálfkjörnir.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekin í gær og les Bjarna pistilinn í dag

Listakonan Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún vill meina að það sé ofbeldi að Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fái að valsa um valdastöður í íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldismenning í ríkis­stjórninni

Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.

Skoðun
Fréttamynd

Viss um að Svan­dís yfir­gefi Bjarna eins og Katrín

Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrst og fremst bara ljúft“

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni bauð Þór­dísi vel­komna heim

„Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi tekinn við af Þór­dísi

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Al­veg ó­víst hvort ríkis­stjórnin lifi kjör­tíma­bilið af

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir jafnvel meiri styr munu standa um ríkisstjórnina undir forystu Bjarna Benediktssonar en Katrínar Jakobsdóttur. Stólaskiptin feli ekki í sér mikla efnisbreytingu en mikla ásýndarbreytingu sem hann telur að geti reynst ríkisstjórninni erfið þegar fram í sækir.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki biðja um að þetta sé auð­velt“

Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel.

Innlent
Fréttamynd

Sverðin slíðruð í orku, út­lendinga- og lög­reglu­málum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisráðsfundur á Bessa­stöðum

Ráðherrar í verðandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar mættu allir sem einn á Bessastaði í kvöld þar sem tveir fundir fóry fram. Bein útsending var frá Bessastöðum á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn geti ekki lengur falið sig á bak við „stóra bróður“

Formaður þingflokks Pírata fagnar því að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr fjármálaráðuneytinu með uppstokkun á ríkisstjórninni. Nú geti Framsóknarflokkurinn hins vegar ekki lengur falið sig á bak við að „stóri bróðir“ komi í veg fyrir að hann uppfylli kosningaloforð sín.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að virkja meira

Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Bene­dikts­son nýr for­sætis­ráð­herra

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni leiðir og Bjark­ey kemur ný inn

Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kynntu nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar í dag. Ráðherrastóladans verður dansaður á Bessastöðum í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Hafa nýtt tímann til að leysa á­­greining VG og Sjálf­stæðis­manna

Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherraflakkið minni á Tinder-sambönd

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir fólk vera í lengri samböndum á stefnumótaforritinu Tinder en í stól fjármálaráðherra. Hún fullyrðir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verði þriðji fjármálaráðherrann á hálfu ári.

Innlent