Hildur segir frá þessu á Facebook en þingkonurnar eru staddar í Róm á fundi Alþjóðaþingmannasambandsins ásamt Örnu Gerði Bang sérfræðingi á alþjóðadeild nefndasviðs Alþingis.
„Við Lilja Rafney og Arna urðum þess heiðurs aðnjótandi að hljóta blessun Leó páfa XIV. Upplifunin var magnaðri en ég hafði gert mér í hugarlund og þetta eru eflaust merkilegustu myndir sem ég hef tekið.“
Leó fjórtándi hefur gengt embættinu í rúman mánuð en hann var vígður þann 18. maí eftir fremur stutt páfakjör í kjölfar andláts Frans páfa á annan í páskum.