Þétting á 27. brautinni Friðjón R. Friðjónsson skrifar 8. júní 2025 15:30 Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári. Við borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins kusum gegn húsnæðisáætlun meirihlutans og færðum í bókun að það sé vegna þess að húsnæðisstefna Samfylkingar og fylgitungla hefur beðið algjört skipbrot. Viðvarandi og uppsafnaðan húsnæðisskort borgarinnar megi að miklu leyti rekja til lóðaskortsstefnu meirihlutans og ofurþéttingar þar sem öll áhersla er á þungt, dimmt og háreist fjölbýli. Við teljum að skipuleggja þurfi hverfi á mannlegum skala, nauðsynlegt sé að færa út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og brjóta nýtt land undir byggð. Markmið húsnæðisáætlunarinnar um að 35% nýrrar uppbyggingar verði niðurgreitt húsnæði, feli í sér óæskilega og ósjálfbæra nálgun á húsnæðismarkaðinn. Blokkin á brautinn Það vakti einnig athygli í kynningu borgarstjóra og í húsnæðisáætlun borgarinnar að gert er ráð fyrir að eitt framtíðar uppbygginarsvæði borgarinnar nái langt inn á gölfvöllinn við Korpúlfsstaði. Nánar tiltekið gerir Reykajvíkurborg ráð fyrir að byggja 300 íbúðir á lokabraut Korpúlfsstaðavallar, 27. brautinni. Korpúlfsstaðavöllur er þannig gerður að hann er þrisvar sinnum níu holur og þjónar því mun fleiri iðkendum þessarar vinsælu íþróttar. Síðasta vetur voru líka lagðar skíðagöngubrautir á vellinum til að nýta hann enn betur. Byggingaráformin má sjá á myndinni að neðan, á uppbyggingarvef Reykjavíkurborgar og á bls 63 í húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025-2034. Reykjavíkurborg hefur ekkert rætt við staðarhaldarann, Golfklúbb Reykjavíkur um að svipta golfvöllinn þessu svæði. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir breytingu, en aðalskipulag til 2040 sýnir svæðið hluta af framtíðaríbúabyggð. Ef núverandi meirihluti ætlar á næstu 9 árum að byggja 300 íbúðir á svæðinu þá væri ekki úr vegi að hefja samtalið og útskýra fyrir þúsundum félaga GR að síðustu níu holurnar verði bara átta. Það eigi að byggja blokkir á brautinni. Húsnæðisáætlun meirihluta Samfylkingarinnar gerir einnig ráð fyrir ríflega 500 íbúða þéttingu byggðar í Grafarvogi, þrátt fyrir endurtekin og ítrekuð mótmæli íbúa. Þá á einnig að byggja 444 íbúðir í sams konar þéttingu í Breiðholti. Ríflega eitt hundrað íbúðum verður komið fyrir við Rangársel, á grænu svæði þétt upp við Seljakirkju. Þar, eins og annars staðar í borginni, eru grænir blettir þyrnir í augum meirihlutans sem lýtur stjórn og stefnu Samfylkingarinnar. Frí fyrir Samfylkinguna Það er innan við ár í að borgarbúar geti sent Samfylkinguna í langþráð frí frá stjórn borgarinnar. Þrjátíu ára valdatíð þarf að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ekki átt aðild að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar í borginni og eini flokkurinn sem ber ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í rekstri, samgöngum og skipulagi borgarinnar. Fersk augu og nýjir vendir eru það sem Reykjavíkurborg þarf á að halda til að snúa af þeirri braut sem Samfylkingin hefur skapað okkur. Ný leið sem felur ekki í sér blokkir á vinsælum útivistar- og íþróttasvæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Golfvellir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári. Við borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins kusum gegn húsnæðisáætlun meirihlutans og færðum í bókun að það sé vegna þess að húsnæðisstefna Samfylkingar og fylgitungla hefur beðið algjört skipbrot. Viðvarandi og uppsafnaðan húsnæðisskort borgarinnar megi að miklu leyti rekja til lóðaskortsstefnu meirihlutans og ofurþéttingar þar sem öll áhersla er á þungt, dimmt og háreist fjölbýli. Við teljum að skipuleggja þurfi hverfi á mannlegum skala, nauðsynlegt sé að færa út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og brjóta nýtt land undir byggð. Markmið húsnæðisáætlunarinnar um að 35% nýrrar uppbyggingar verði niðurgreitt húsnæði, feli í sér óæskilega og ósjálfbæra nálgun á húsnæðismarkaðinn. Blokkin á brautinn Það vakti einnig athygli í kynningu borgarstjóra og í húsnæðisáætlun borgarinnar að gert er ráð fyrir að eitt framtíðar uppbygginarsvæði borgarinnar nái langt inn á gölfvöllinn við Korpúlfsstaði. Nánar tiltekið gerir Reykajvíkurborg ráð fyrir að byggja 300 íbúðir á lokabraut Korpúlfsstaðavallar, 27. brautinni. Korpúlfsstaðavöllur er þannig gerður að hann er þrisvar sinnum níu holur og þjónar því mun fleiri iðkendum þessarar vinsælu íþróttar. Síðasta vetur voru líka lagðar skíðagöngubrautir á vellinum til að nýta hann enn betur. Byggingaráformin má sjá á myndinni að neðan, á uppbyggingarvef Reykjavíkurborgar og á bls 63 í húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025-2034. Reykjavíkurborg hefur ekkert rætt við staðarhaldarann, Golfklúbb Reykjavíkur um að svipta golfvöllinn þessu svæði. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir breytingu, en aðalskipulag til 2040 sýnir svæðið hluta af framtíðaríbúabyggð. Ef núverandi meirihluti ætlar á næstu 9 árum að byggja 300 íbúðir á svæðinu þá væri ekki úr vegi að hefja samtalið og útskýra fyrir þúsundum félaga GR að síðustu níu holurnar verði bara átta. Það eigi að byggja blokkir á brautinni. Húsnæðisáætlun meirihluta Samfylkingarinnar gerir einnig ráð fyrir ríflega 500 íbúða þéttingu byggðar í Grafarvogi, þrátt fyrir endurtekin og ítrekuð mótmæli íbúa. Þá á einnig að byggja 444 íbúðir í sams konar þéttingu í Breiðholti. Ríflega eitt hundrað íbúðum verður komið fyrir við Rangársel, á grænu svæði þétt upp við Seljakirkju. Þar, eins og annars staðar í borginni, eru grænir blettir þyrnir í augum meirihlutans sem lýtur stjórn og stefnu Samfylkingarinnar. Frí fyrir Samfylkinguna Það er innan við ár í að borgarbúar geti sent Samfylkinguna í langþráð frí frá stjórn borgarinnar. Þrjátíu ára valdatíð þarf að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ekki átt aðild að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar í borginni og eini flokkurinn sem ber ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í rekstri, samgöngum og skipulagi borgarinnar. Fersk augu og nýjir vendir eru það sem Reykjavíkurborg þarf á að halda til að snúa af þeirri braut sem Samfylkingin hefur skapað okkur. Ný leið sem felur ekki í sér blokkir á vinsælum útivistar- og íþróttasvæðum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun