Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Þetta er allt hinum að kenna!

Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð.

Skoðun
Fréttamynd

Minni­hlutinn verði bara að treysta þjóðinni

Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Kjós­endur stjórnar­flokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfs­myndina

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stuðningsfólk ríkisstjórnarflokkanna þriggja bitra og eiga í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeir telji sig ekki metna að verðleikum. Tilefni pistilsins er nýleg samþykkt Alþingis á hækkun veiðigjalda sem Jón Pétur telur kolvitlausa ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Skipu­lögð skref í átt að aðild án um­boðs þjóðarinnar

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar.

Innlent
Fréttamynd

Ást­hildur bendir strandveiðimönnum á minni­hlutann

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Ræðukóngurinn talaði í rúman sólar­hring

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig

Innlent
Fréttamynd

Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkis­stjórninni að falli

Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur.

Innlent
Fréttamynd

Tókust á um veiðigjöld og þing­lok

Forsætisráðherra furðar sig á framgöngu stjórnarandstöðunnar í aðdraganda þingloka. Formaður Sjálfstæðisflokksins líkir yfirlýsingum ráðherra í þinginu við einhvers konar leikatriði.

Innlent
Fréttamynd

Þinglokasamningur í höfn

Samið hefur verið um þinglok Alþingis mánudaginn 14. júlí en þingið hefur tafist fram á sumar vegna djúpstæðs ágreinings um afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins. Veiðigjaldafrumvarpið mun fara í gegn auk frumvarps um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

„Liggur al­veg ljóst fyrir að þetta frum­varp er drasl“

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spáir því að þingmeirihlutinn muni á morgun leggja fram breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu. Meirihlutinn muni gera það vegna þess að hann viti það innst inni í hjarta sér að frumvarpið sé ekki gott.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur dagur á Al­þingi: Lýðræðisákvæði eða kjarn­orku­sprengja?

Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis.

Innlent
Fréttamynd

Dæmir sig sjálft

Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. 

Skoðun
Fréttamynd

„Hræði­legar fréttir fyrir lýð­ræðið á Ís­landi“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er al­var­legur á­fellis­dómur yfir for­sætis­ráð­herra“

Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“

Innlent
Fréttamynd

Á­byrgðin er þeirra

Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum.

Skoðun
Fréttamynd

Til­lögur „ekki af­hentar í lokuðu um­slagi“

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafna því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Þeir segja óæskilegt að ræða um viðræðurnar, sem eigi að vera bundnar trúnaði, á opinberum vettvangi. 

Innlent
Fréttamynd

Um fundar­stjórn for­seta

Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga:

Skoðun
Fréttamynd

„For­sætis­ráð­herra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir áhugavert að hlusta á forsætisráðherra, sem hann segir búinn að koma Alþingi „fullkomlega í skurðinn,“ útskýra fyrir þinginu hvernig þetta hefur verið. „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðlaugur ákveðinn.

Innlent
Fréttamynd

„Al­var­leg yfir­lýsing frá for­manni flokks“

Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta.

Innlent
Fréttamynd

Þykir leitt að hafa valdið upp­námi

„Mér þykir innilega leiðinlegt að fundarstjórn mín sem varaforseti í gærkvöldi sé túlkuð sem tilraun til valdaráns eða hvað það er sem ég heyri víða þennan morguninn. Í stuttu máli var það að sjálfsögðu alls ekki ætlun mín,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Ákvörðun hennar um að slíta þingfundi klukkan 23:39 í gærkvöldi olli miklu fjaðrafoki á þingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sauð upp úr þegar Bryn­dís sagði Hildi fylgja vinnu­reglum

Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt.

Innlent
Fréttamynd

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni

Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun.

Skoðun
Fréttamynd

„Ís­lands­met í ó­vandaðri laga­setningu“

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­met slegið í málþófi

Ekkert mál hefur verið rætt eins lengi og veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Málið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn.

Innlent