
Um land allt

Bændurnir selja beint frá býli til að styðja byggðina
Nokkrir bændur á Barðaströnd hafa gripið til þess ráðs að koma á fót eigin matvælavinnslu og vinna sjálfir afurðir búa sinna heima á bæ. Með því að selja beint frá býli reyna þeir að treysta tekjurnar og þar með búsetuna.

Elín var með leynigest þegar hún var spurð um fjölgun barna
Ung kona á Barðaströnd, Elín Eyjólfsdóttir á Breiðalæk, var fyrir sex árum, í þætti Stöðvar 2 um fækkun barna í sveitinni og yfirvofandi lokun grunnskólans á Birkimel, spurð hvort hún væri eina von Barðstrendinga um fjölgun barna á ný.

Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný
Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri.

Það var ósk Péturs og mín að ég reyndi að halda áfram rekstrinum
„Pétur maðurinn minn fann á bland.is hús til sölu í sveit. Og hingað komum við,“ segir Svanfríður Ingvadóttir innanhússhönnuður um hvernig það kom til að hún og Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri, fluttu á sveitabæ ofan Hauganess við Eyjafjörð fyrir sjö árum.

Verka ekki bara saltfiskinn heldur djúpsteikja og setja hann á pizzu
Á Hauganesi við Eyjafjörð hefur fiskvinnsla verið að þróast yfir í ferðaþjónustu í kringum saltfisk. Fiskverkunin Ektafiskur er komin eins langt í fullvinnsluna og hugsast getur. Saltfiskurinn er eldaður ofan í viðskiptavini og borinn fram á diskum á veitingastaðnum Baccalá Bar.

Byrjaði að brugga sextán ára í bruggverksmiðju foreldranna
Bruggverksmiðja er orðin stærsta fyrirtækið í rótgrónu sjávarplássi við Eyjafjörð. Upphafið má rekja til þess að sjómannshjón á Árskógssandi urðu að finna sér ný verkefni þegar eiginmaðurinn neyddist til að hætta sjómennsku.

Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga
Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar.

Svavar fór með áhorfendur á æskuslóðir sínar
Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum.

Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan
Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg.

Norska smalakonan segist vera kölluð trans-Íslendingur
„Mig langaði bara að búa hérna, einhvernveginn. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af landinu. Fólk er oft að gera grín að mér, segir að ég sé trans-Íslendingur. Ég er bara fædd í vitlausu landi,“ segir hin norska Silje Dahlen Alviniussen og hlær, nýkomin úr sex daga fjárleitum að Fjallabaki þriðja árið í röð.

Förum næst í kræklinginn þegar við verðum búin að byggja upp fiskeldið
Kræklingur sest í stórum stíl á fiskeldiskvíar og er vannýtt tegund, að mati fiskeldismanns á Vestfjörðum. Hann hvetur til þess að Vestfirðingar snúi sér að kræklingaeldi þegar búið verði að byggja upp fiskeldið.

Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám
Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám.

Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi
„Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga.

Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki
Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar.

Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng
Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag.

Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé
Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901.

Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu
Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér.

Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti
Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu.

Lætur ástfangna parið svífa á stefninu eins í bíómyndinni
Módelsmiðurinn Úlfar Önundarson á Flateyri smíðar líkön af sögufrægum bátum og skipum, og ekki spillir ef þau tengjast Vestfjörðum og Flateyri. Líkanið af Titanic vekur mesta athygli.

Skrifstofuhótelið orðið stærsti vinnustaðurinn í sjávarþorpinu
Hugtakið störf án staðsetningar hefur raungerst í vestfirsku sjávarþorpi með skrifstofuhóteli þar sem tugur einstaklinga sinnir störfum fyrir ólíka aðila. Í gömlu símstöðinni í Flateyri eru búið að innrétta fjölda skrifstofurýma, meðal annars fyrir Lýðskólann.

Fimm mánaða senuþjófur þegar mamma segir frá sveitahótelinu
Fimm mánaða drengur í Önundarfirði stelur senunni þegar mamma hans er í viðtali á Stöð 2 að segja frá því þegar fjölskyldan á bænum Tröð í Bjarnadal gerði upp gamla barnaskólann í Holti og breytti í sveitahótel.

Prúðbúinn kaupmaður í fornri verslun selur bækur eftir vigt
Í húsi sem reist var árið 1898 á Flateyri við eina elstu götumynd Íslands býður kaupmaðurinn Eyþór Jóvinsson viðskipatvini velkomna í elstu upprunalegu verslun landsins, uppáklæddur að hætti heldri manns frá gamalli tíð.

Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla
Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið.

Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi
Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír.

Enginn að tala niðrandi um fólk úr 101 Reykjavík
Hjónin Helgi Björnsson jöklafræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur eiga sitt annað heimili á jörðinni Hruna á Brunasandi, sem þau keyptu fyrir átján árum.

Byggðu nýtt íbúðarhús í jaðri Skaftáreldahrauns
Á jörðinni Hraunbóli á Brunasandi hafa hjónin Þuríður Helga Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, og Birgir Teitsson arkitekt reist nýtt íbúðarhús í jaðri Brunahrauns, en svo kallast þessi álma hraunsins sem rann í Skaftáreldum árin 1783 til 1784.

Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls
Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili.

Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum
Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru.

Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala
Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala.

Sagnir um bardaga sem skýra nafn Orustuhóls
Orustuhóll er áberandi kennileiti í Skaftárhreppi sem blasir við frá hringveginum skammt austan við bæjahverfið Foss á Síðu. Brunahraun, en svo nefnist hraun Skaftárelda á þessum slóðum, umlykur hólinn á alla kanta.