Franski boltinn

Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir
Carol Cabrino, eiginkona Marquinhos fyrirliða knattspyrnuliðs PSG í Frakklandi, greindi frá því á Instagram í gær að hún hefði misst fóstur.

Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni
Ekki tókst að ljúka leik Montpellier og Saint-Etienne í fallbaráttuslag frönsku deildarinnar í knattspyrnu í gær vegna óspekta áhorfenda.

Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða
Hákon Arnar Haraldsson, nýr varafyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er talinn þriðji verðmætasti leikmaður frönsku 1. deildarinnar, ef leikmenn PSG eru undanskildir.

Hákon fer á kostum en saknar bróður síns
Hákon Arnar Haraldsson hefur verið ausinn lofi eftir magnaða frammistöðu að undanförnu með Lille sem í kvöld á möguleika á að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins.

„Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, er fullur sjálfstrausts fyrir leik liðs hans við Liverpool á Anfield í kvöld. Um er að ræða síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska félaginu Lille hituðu upp fyrir mikilvæga viku í Meistaradeildinni með því að setja nýtt met í frönsku deildinni, Ligue 1, um helgina.

Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem vann Montpellier 1-0 í efstu deild franska fótboltans. Sigurinn var sá þriðji í síðustu fjórum deildarleikjum hjá Lille.

Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara
Paulo Fonseca, hinn portúgalski stjóri Lyon, var í gær úrskurðaður í níu mánaða bann frá frönskum fótbolta. Fyrstu sjö mánuðina má hann ekki einu sinni koma inn í búningsklefa liðsins.

Gæti fengið bann sem gildir um allan heim
Paulo Fonseca, hinn portúgalski þjálfari Lyon í Frakklandi, er í vondum málum eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu og ógnað dómara leiks við Brest um helgina.

„Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David
Íslensk-kanadíska samvinnan í fremstu víglínu hjá franska fótboltaliðinu Lille hefur óhjákvæmilega vakið athygli í vetur. Það reynir á hana í kvöld í samkeppni við markahæsta leikmann Meistaradeildar Evrópu.

Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París
Staðan var 4-0 París Saint-Germain í vil þegar Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum. Lið hans Lille skoraði hins vegar eina mark síðari hálfleiksins. Atlético Madríd er komið á topp La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, eftir 1-0 sigur á Athletic Club.

Messi var óánægður hjá PSG
Lionel Messi segir að hann hafi ekki notið áranna tveggja sem hann lék með Paris Saint-Germain.

Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka
Forseti franska félagsins Marseille, Pablo Longoira, hefur dregið ummæli, þar sem hann ásakaði dómarastéttina í Frakklandi um spillingu, til baka. Hann segist hafa misskilið merkingu orðsins „spilling“ og aldrei ætlað að gefa í skyn að dómarar þægju mútur.

Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus
Stórlið PSG og Juventus unnu góða útisigra í leikjum kvöldsins í franska og ítalska boltanum.

Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár
Hákon Arnar Haraldsson varð í gær aðeins fjórði íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær því að skora meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni, Ligue 1.

Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú
Hákon Arnar Haraldsson var hetja Lille í dag þegar liðið mætti Monaco á heimavelli. Lille á í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni
Nabil Bentaleb, samherji Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille, skoraði í fyrsta leik sínum eftir að hafa farið í hjartastopp á síðasta ári.

Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona
Franska liðið Paris Saint-Germain er í mjög góðum málum eftir fyrri leik sinn í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta.

Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu
Hákon Arnar Haraldsson kom boltanum í netið fyrir Lille en markið fékk ekki að standa. Leiknum lauk með 1-2 sigri Le Havre, sem var fyrir leik í neðsta sæti deildarinnar.

Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti
Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille unnu sterkan 4-1 sigur er liðið tók á móti St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“
Hákon Arnar Haraldsson hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með franska liðinu Lille í bestu deild Evrópu. Hákon er orðaður við mörg stórlið í álfunni en lætur sjálfur sögusagnirnar ekki hafa áhrif á sig og einblínir fremur á það að gera betur, stefna hærra.

Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært
Hákon Arnar Haraldsson hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með liði Lille á leiktíðinni. Í leik gegn Nice í frönsku deildinni á dögunum voru njósnarar enskra stórliða í stúkunni að fylgjast með.

Hákon skoraði í endurkomusigri Lille
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille unnu góðan 2-1 sigur á Nice í frönsku fótboltadeildinni í kvöld.

Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi
Að sögn Neymars breyttist Kylian Mbappé þegar Lionel Messi gekk í raðir Paris Saint-Germain 2021. Frakkinn varð afbrýðisamur út í Argentínumanninn.

Hákon og Mannone hetjurnar
Hákon Arnar Haraldsson var í stóru hlutverki í Marseille í gær þar sem hann skoraði eina mark Lille í venjulegum leiktíma, í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í fótbolta.

Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik
Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan leikinn í svekkjandi markalausu jafntefli liðs hans Lille við Auxerre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026
Didier Deschamps mun samkvæmt erlendum fréttamiðlum hætta sem þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta eftir heimsmeistarakeppnina sumarið 2026.

Kahn gæti eignast fallið stórveldi
Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í fótbolta, hefur hafið samningaviðræður um kaup á fallna, franska stórveldinu Bordeaux.

Liverpool hefur áhuga á framherja PSG
Franski landsliðsmaðurinn Randal Kolo Muani, sem er úti í kuldanum hjá Paris Saint-Germain, er orðaður við ýmis félög, meðal annars Liverpool.

Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala
Gianluigi Donnarumma, markvörður Paris Saint Germain, þurfti að fara af velli eftir samstuð við leikmann Mónakó í frönsku deildinni í kvöld.