Franski boltinn

Berglind Björg frá París til Íslandsmeistara Vals
Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun ganga í raðir Vals þegar samningur hennar við París Saint-Germain rennur út í sumar. Fótbolti.net greindi fyrst frá.

Segir að Bompastor leysi Hayes af hólmi hjá Chelsea
Það virðist sem Chelsea sé búið að finna arftaka Emmu Hayes. Sú heitir Sonia Bompastor og er í dag þjálfari franska stórliðsins Lyon.

Laun dómara opinberuð: Þeir bestu á Englandi þéna mest en hæstu meðallaunin eru á Spáni
Dómarar eru oftar en ekki í sviðsljósinu í knattspyrnuheiminum. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir laun dómara í sex stórum deildum þar sem ýmislegt áhugavert kemur í ljós.

Hákon og Lille lyftu sér upp í Meistaradeildarsæti
Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Hákon Arnar Haraldsson, var í byrjunarliði Lille og lék nær allan leikinn er liðið vann mikilvægan 3-1 sigur á Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Styttist í endurkomu en framlengir ekki í París
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður París Saint-Germain í Frakklandi, er við það að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð. Hún mun þó ekki spila með PSG þar sem samningur hennar rennur út nú í sumar og það er ljóst að framherjinn knái mun færa sig um set.

Leikmaður PSG biðst afsökunar á að hafa deilt niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga
Hin tvítuga Korbin Rose Albert, leikmaður París Saint-Germain og bandaríska landsliðsins, kom sér í vandræði með því að deila niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga á samfélagsmiðlinum TikTok nýverið.

Hákon byrjaði gegn Brest en komst ekki á blað
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille í 1-1 jafntefli á útivelli gegn Brest. Þetta var fjórði deildarleikurinn í röð sem Hákon byrjar, en þriðji leikurinn í röð sem hann hvorki skorar né gefur stoðsendingu.

Mbappé brjálaður vegna kebabs og hótar lögsókn
Kylian Mbappé hyggst lögsækja eiganda kebabstaðar í Marseille vegna lýsingar á samloku á staðnum sem vísar í nafn hans. Brauðinu í lokunni er sagt líkja til höfuðlags frönsku stjörnunnar.

Mbappe fékk að byrja og skoraði í bikarsigri PSG
Paris Saint Germain komst áfram í undanúrslit franska bikarsins eftir 3-1 sigur á Nice í lokaleik átta liða úrslitanna í kvöld.

Mbappe á bekknum og PSG tapaði enn á ný stigum
Paris Saint German hefur aðeins náð í þrjú stig af níu mögulegum í síðustu þremur deildarleikjum sínum og áfram virðist félagið vera að refsa aðalstjörnu sinni fyrir að vilja ekki framlengja samning sinn.

Pirrar sig á Ronaldo: „Þegiðu bara“
Frakkinn Frank Leboeuf er ósáttur við ummæli Portúgalans Cristiano Ronaldo um frönsku úrvalsdeildina og segir þau stafa af gremju þess síðarnefnda tengda ríg hans við Lionel Messi.

Hákon Arnar og Willum Þór byrjuðu í mikilvægum sigrum
Hákon Arnar Haraldsson og Willum Þór Willumsson voru í byrjunarliðum Lille og Go Ahead Eagles þegar bæði lið unnu gríðarlega mikilvæga 1-0 sigra í dag.

Luis Enrique: Þurfum að venjast því að spila án Mbappé
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni, er strax farinn að undirbúa leikmenn og stuðningsmenn liðsins fyrir brotthvarf Kylian Mbappé.

Bayern og PSG misstigu sig
Þýskalandsmeistarar Bayern München eru að missa af lestinni eftir 2-2 jafntefli gegn Freiburg í kvöld. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain gerðu þá markalaust jafntefli við Monaco.

Fyrsti Íslendingurinn til að skora í frönsku deildinni í átta ár
Hákon Arnar Haraldsson varð í gær aðeins sjöundi Íslendingurinn sem nær að skora í efstu deild í Frakklandi.

Svæfður í dá eftir alvarlegt höfuðhögg
Alberth Elis, leikmaður Bordeaux í næstefstu deild Frakklands, var settur í dá eftir harkalegt höfuðhögg í leik gegn Guingamp í gær.

Ráku Gennaro Gattuso
Franska fótboltafélagið Marseille hefur rekið þjálfara sinn Gennaro Gattuso.

Parísareimreiðin þýtur áfram og stoppar hvergi
PSG hélt sigurgöngu sinni í frönsku úrvalsdeildinni áfram í kvöld þegar liðið lagði Nantes á útivelli 0-2.

„Félagið og liðið mikilvægara en nokkur einstaklingur“
Luis Enrique, knattspyrnustjóri franska stórveldisins Paris Saint-Germain, segir að félagið og liðið sé mikilvægara en nokkur einstaklingur eftir að stórstjarnan Kylian Mbappé sagði forráðamönnum félagsins frá því að hann ætli sér að yfirgefa PSG í sumar.

Harðneitaði að ræða um Mbappé
Luis Enrique, knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain, neitaði að tjá sig um yfirvofandi brottför sinnar helstu stórstjörnu, Kylian Mbappé, næsta sumar.

Mbappé yfirgefur PSG í sumar
Franski framherjin Kylian Mbappé hefur tjáð forráðamönnum Paris Saint-Germain að hann muni yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.

Stórt tap hjá Íslendingaliðinu | Hákon fékk tækifæri gegn PSG
Íslendingaliðið Eupen í Belgíu mátti sætta sig við stórt tap þegar liðið mætti Club Brugge í kvöld. Þá kom Hákon Arnar Haraldsson inn af bekknum hjá Lille gegn stórliði PSG.

Forseti La Liga telur líklegt að Mbappé fari til Real Madrid
Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, La Liga, hefur blandað sér í umræðuna um það hvort franska stórstjarnarn Kylian Mbappé fari til Real Madrid frá Paris Saint-Germain.

Reyndu að fá þjálfara franska kvennalandsliðsins lánaðan
Fílabeinsströndin reyndi að fá þjálfara franska kvennalandsliðsins í fótbolta lánaðan fyrir útsláttarkeppnina á Afríkumótinu.

Hákon Arnar skaut Lille áfram í bikarnum
Franska úrvalsdeildarliðið Lille lenti í kröppum dansi gegn D-deildarliði Racing CFF í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon Arnar Haraldsson sá hins vegar til þess að Lille skreið áfram en hann skoraði eina mark leiksins.

Mbappé varar fótboltann við því að elta NBA deildina
Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé segir að evrópskur fótbolti sé að nálgast álagið í NBA deildinni í körfubolta með því að vera sífellt að bæta við leikjum.

Rassía hjá Fjármálaráðuneytinu vegna kaupanna á Neymar
Lögregla gerði skyndilega innrás hjá franska fjármálaráðuneytinu á mánudaginn vegna rannsóknar á félagsskipta Brasilíumannsins Neymars til Paris Saint-Germain árið 2017.

Matić hættur að mæta á æfingar
Nemanja Matic hefur ekki látið sjá sig á æfingum hjá Stade Rennais undanfarna daga. Ósætti leikmannsins vegna brotinna loforða félagsins eru talin ástæðan, félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og fundað verður um framtíð hans á næstu dögum. Lyon er talinn líklegasti áfangastaður ef hann færir sig um set.

Hákon átti þátt í fjórum af tólf mörkum Lille
Franska úrvalsdeildarliðið Lille vann öruggan 12-0 sigur á Golden Lion FC í 64-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille, skoraði tvö og lagði önnur tvö mörk upp.

Mbappe skoraði þegar PSG vann ofurbikarinn
PSG er meistari meistaranna í Frakklandi eftir sigur á Toulouse í leiknum um ofurbikarinn svokallaða.