

Júlíus Magnússon og félagar í Fredrikstad eru komnir upp í norsku úrvalsdeildina en félagið hefur ekki verið þar í ellefu ár.
Brynjólfur Andersen Willumson kom mikið við sögu þegar lið hans Kristiansund vann góðan útisigur á Sogndal í Íslendingaslag í norska boltanum í dag.
Ingibjörg Sigurðardóttir, fyrirliði Vålerenga, kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri liðins gegn Lyn í undanúrslitum norska bikarsins. Framlengingu þurfti til að skera úr um úrslitin en Vålerenga komst á endanum í sín þriðju bikarúrslit á fjórum árum.
Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland gerðu góða ferð til Kaupamannahafnar í dag þar sem liðið lagði heimamenn í FC København með tveimur mörkum gegn engu.
Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið tók á móti Lilleström í undanúrslitum norska bikarsins.
Fótboltaheimurinn á Noregi fór á hliðina í gærkvöld eftir ótrúlegt mark kamerúnska framherjans Faris Moumbagna sem tryggði Bodö/Glimt sæti í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar.
Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar hans í Häcken töpuðu dýrmætum stigum í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið beið lægri hlut gegn Kalmar í dag.
Íslendingahersveit Sogndal tók á móti Åsane í norsku fyrstu deildinni nú áðan. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og það var Jónatan Ingi Jónsson sem lagði upp mark heimamanna.
Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir kom Vålerenga yfir í norsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu undir lok leiks en það dugði því miður ekki til sigurs.
Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í 2-2 jafntefli Vålerenga gegn LSK Kvinner í norsku úrvalsdeildinni. Með sigri hefði liðið getað jafnað Rosenborg að stigum í efsta sæti deildarinnar.
Rosenborg vann 0-2 útisigur gegn Lyn í norsku úrvalsdeild kvenna. Selma Sól Magnúsdóttir fór á kostum þar sem hún kom að báðum mörkum Rosenborg.
Selma Sól Magnúsdóttir kom inn af bekknum í stórsigri Rosenborg á Stabæk í norsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Rosenborg heldur í við topplið Vålerenga.
Selma Sól Magnúsdóttir kom inn af bekknum og lagði upp tvö mörk sem tryggðu Rosenborg sæti í undanúrslitum norska bikarsins í knattspyrnu eftir hreint út sagt ótrúlegan leik við Stabæk. Þá eru Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga einnig komnar undanúrslit.
Knattspyrnumaðurinn Viðar Ari Jónsson er á leið til norska félagsins HamKam frá FH.
Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur verið skipuð nýr fyrirliði norska úrvalsdeildarliðsins Vålerenga.
Fjölmargir leikir fóru fram í Noregi og Svíþjóð í dag. Óskar Borgþórsson skoraði fyrir Sogndal og þá spilaði Valgeir Lunddal Friðriksson í nágrannaslag í Gautaborg.
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Vålerenga sem vann öruggan 5-1 sigur gegn Åsane í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Það var mikilvægt fyrir nýjasta íslenska atvinnumanninn Loga Tómasson að pakka golfsettinu er hann hélt út til Noregs hvar hann samdi við Strömsgodset í vikunni. Hann segir erfitt að yfirgefa Víking en er spenntur fyrir komandi tímum.
Fjölmargir Íslendingar komu við sögu þegar heil umferð var leikin í norsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.
Knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson er genginn í raðir Strømsgodset frá uppeldisfélagi sínu Víkingi.
Óskar Borgþórsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson voru allir í byrjunarliði Sogndal er liðið gerði 3-3 jafntefli gegn toppliði Kongsvinger í norsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.
Logi Tómasson er á leið til norska félagsins Strömgodset frá Víkingum. Logi er spenntur og segist hafa stefnt að atvinnumennsku af alvöru síðustu árin.
Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum í liði OH Leuven sem tapaði 5-1 fyrir toppliði Union St. Gilloise í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leuven leitar enn fyrsta sigurs leiktíðarinnar.
Lið Fredrikstad situr áfram taplaust á toppi norsku 1. deildarinnar eftir leiki dagsins en liðið lagði Bryne 2-1.
Birkir Bjarnason ferðast til Ítalíu í dag og mun samkvæmt heimildum Vísis skrifa formlega undir samning við sitt gamla knattspyrnufélag Brescia í kvöld.
Birkir Bjarnason, sá leikjahæsti í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, virðist hafa lokið dvöl sinni hjá Viking í Noregi. Hann gæti verið á leið aftur til Ítalíu, á kunnuglegar slóðir.
Tvö efstu lið norsku úrvalsdeildarinnar mættust í kvöld þegar Viking fékk Bodo/Glimt í heimsókn í Stavanger.
Íslendingalið Elfsborg styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í dag með sigri á Sirius.
Fylkismaðurinn Óskar Borgþórsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir liðið enda hefur hann verið seldur til norska liðsins Sogndal.
„Það er allt þess virði fyrst við komumst áfram, þó að maður sé með skurð og brotið nef,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson sem nefbrotnaði en skoraði samt í fyrsta leik sínum fyrir Rosenborg í tæpa þrjá mánuði.