Miðflokkurinn

Fréttamynd

Tryggjum öruggt og barn­vænt um­hverfi

Í kosningabaráttu fær maður tækifæri til að kynnast fólki sem nálgast mann með hin ýmsu málefni. Velferðarmálin eru mér mjög hugleikin því þar liggur áhugasvið mitt. Mér finnst því mjög áhugavert að fá meiri innsýn inn í þann málaflokk með því að ræða beint við kjósendur og hlusta á hvað þeim liggur á hjarta.

Skoðun
Fréttamynd

Betri kjör til okkar besta fólks

Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Af­glæpa­væðing er kjaft­æði

Sumir eru tilbúnir að ráðast í samfélagstilraunir og skiptir engu þó þær tilraunir beinist að viðkvæmustu hópum samfélagsins og fólki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ein slík tilraun ber heitið „afglæpavæðing“ þó það sé hið mesta öfugmæli því engin barátta vinnst með því að gefast upp.

Skoðun
Fréttamynd

Hinn ör­litli grenjandi minni­hluti mun ekki þagna

Mikil andstaða var og er enn við frumvarp til laga um miðhálendisþjóðgarð. Því er það hin mesta furða að málinu hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra verði þar með falið að leggja fram nýtt frumvarp.

Skoðun
Fréttamynd

„Píratar………………….tómt kjaft­æði“

Í umræðu um fjármálaáætlun flutti fulltrúi Pírata langa og stirðlega ræðu sem var að meirihluta til um form en ekki efni. Að vanda hafði Píratinn uppi miklar athugasemdir um vinnubrögð þingsins en engar leiðir til úrbóta.

Skoðun
Fréttamynd

Ruglingsleg umræða um ESB

Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið!

Skoðun
Fréttamynd

Treystum for­eldrum – 12 mánuði til barnsins

Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Samkvæmt þeim hafa foreldrar mun takmarkaðri möguleika en áður til að taka ákvarðanir um þá tilhögun fæðingarorlofs sem hentar barni þeirra best og með hag þess að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Vörumst mistök annara í útlendingamálum

Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þetta er mikilvægur málaflokkur sem hefur verið í mikilli gerjun í nágranalöndunum enda hafa þau orðið að glíma við margvíslega erfiðleika og áskoranir þeim samfara, erfiðleika sem við höfum ekki séð enn hér á landi, sem betur fer.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum með ungu fólki

Málefni ungs fólks eru okkur í Miðflokknum hugleikin en það er ekki hægt að segja að þau hafi endilega verið ofarlega á baugi í þessari baráttu. Það eru mörg málefni sem snerta ungt fólk og margt má betur fara, þetta höfum við orðið rækilega var við í kosningabaráttunni enda lagt okkur eftir að hlusta á og hitta ungt fólk. Þeirra er framtíðin og öll þróuð lýðræðisþjóðfélög leggja sig eftir að tryggja ungu fólki tækifæri og stuðning.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Heilbrigðisskimun fyrir alla yfir fertugu.Hér áður fyrr var gjarnan sagt að sama hversu allt væri svart, „ég hef þó góða heilsu“. Með nútímalæknisfræði og þekkingu sem stöðugt er að aukast, er hægt að greina marga sjúkdóma á byrjunarstigi. Slík greining kemur ekki aðeins í veg fyrir óþarfa þjáningar fólks heldur er verulegur fjárhagslegur ábati af því að greina sjúkdóma snemma.

Skoðun
Fréttamynd

„Það skiptir máli hverjir stjórna“

Vinstri Græn ganga nú til kosninga undir kjörorðinu: „Það skiptir máli hverjir stjórna.“ Það er þakkarvert að VG skuli minna kjósendur á hverju „stjórn“ þeirra á heilbrigðisráðuneytinu hefur skilað á fjórum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Húsnæðisskorturinn og lausnir Miðflokksins

Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðisskimun allra er réttlætismál

Heilbrigðismálin hafa verið fyrirferðamikil í aðdraganda kosninga sem er skiljanlegt í ljósi þess hve núverandi ríkisstjórn hefur haldið þar illa á málum. En það þarf að nálgast þessi mál á nýjan hátt og það er það sem Miðflokkurinn hefur gert, með róttækum tillögum um kerfisbreytingar þar sem heilsuvernd allra verður í forgrunni.

Skoðun
Fréttamynd

Er fullreynt með fullveldið?

Vinstri flokkarnir virðast hafa það eitt að markmiði að stækka ríkisbáknið, hækka skatta, draga úr frelsi fólks og þrengja þannig að öllu athafnafrelsi í landinu. Miðflokkurinn hefur á þessu sviði markað sér stöðu með athafnafrelsi og gegn þeirri hugsun að ríkið hafi lausnir við öllum vandamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki

Engin flokkur hefur jafn afgerandi afstöðu og Miðflokkurinn til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem með sönnu eru talin hryggjastykkið í íslensku atvinnulífi. Það sem meira er, Miðflokkurinn telur mikilvægt að ráðast í kerfisbreytingar sem skili aukinni skilvirkni og framleiðni hjá hinu opinbera.

Skoðun
Fréttamynd

Skammastu þín Guðni Ágústs­son!

Undanfarna daga og vikur hef ég fengið upplýsingar úr ýmsum áttum og frá fyrstu hendi um að Guðni Ágústsson hafi brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins.

Skoðun
Fréttamynd

Senu­­þjófar kosninga­bar­­áttunnar

Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki.

Lífið
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfið þarf að endurreisa

Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað þá er það það að heilbrigðiskerfið okkar er komið að þolmörkum, svo mjög að gera þarf róttækar breytingar á því. Eftir fjögur ár undir núverandi stjórn er svo komið að endurreisa þarf það sem er okkur mikilvægst, sjálft heilbrigðiskerfið.

Skoðun
Fréttamynd

Byggða­stefnan hefur siglt í strand

Því miður hefur byggðastefna hér á landi silgt í strand. Það sést með skýrum hætti ef byggðaþróun er skoðuð nokkra áratugi aftur í tímann. Það er ljóst að það bútasaumskerfi sem hér hefur verið rekið og byggist á því að stökkva í neyðaraðgerðir þegar allt er komið í óefni dugar ekki lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­tal við múkkann um lýð­ræðið

Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni.

Skoðun
Fréttamynd

Hetjur

Nú eru 20 ár frá því að Todd Beamer lést ásamt fjölda annarra eftir að hafa unnið hetjudáð sem segir mikla sögu um einstaklingana sem áttu í hlut og þau gildi sem þeir ólustu upp við.

Skoðun