Viðreisn

Fréttamynd

„Stjórnar­and­staðan skíttapaði ein­fald­lega“

Samfylkingarfólk veltir fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst í kosningunum? Óhætt er að segja að vinstri menn vita vart hvaðan á þá stendur veðrið en þeir gengu vonglaðir til kosninga eftir að skoðanakannanir höfðu gefið fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðuna einfaldlega hafa skíttapað kosningabaráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður Katrín tekur upp hanskann fyrir Katrínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir ljóst að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórn nema að gera kröfu um forsætisráðherrastólinn. Viðreisn bætti við sig einum þingmanni en Þorgerður Katrín virkaði ekkert sérstaklega ánægð með niðurstöðu flokksins á Sprengisandi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bíður milli vonar og ótta: „Ég skil ekkert í þessum tölum“

Sig­mar Guð­munds­son, sem situr í öðru sæti Við­reisnar í Suð­vestur­kjör­dæmi, er einn þeirra jöfnunar­manna sem eru afar tæpir inn á þing. Hann hefur verið inni í jöfnunar­sæti í síðustu tveimur tölum sem birtar voru úr kjör­dæminu en hvort hann komist inn sem kjör­dæma­kjörinn þing­maður mun ráðast þegar loka­tölur úr Suð­vestur­kjör­dæmi verða birtar, lík­lega á næsta klukku­tímanum.

Innlent
Fréttamynd

„Við hefðum viljað sjá meira“

Til­finningar formanns Við­reisnar við tölunum eins og þær standa núna eru blendnar. Flokkurinn er að fá mun minna upp úr kjör­kössunum heldur en flestar skoðana­kannanir gerðu ráð fyrir en er þó einn þriggja flokka sem hafa bætt við sig þing­manni.

Innlent
Fréttamynd

Segir mikilvægt að fella ríkisstjórnina

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjördaginn hafa byrjað vel. Hún hafi hitt fólk á kosningaskrifstofu Viðreisnar og dagurinn hafi verið góður. Hún vonast til þess að ríkisstjórnin falli og frjálslynd miðjustjórn taki við.

Innlent
Fréttamynd

„Ljótt að plata“

„Ég skil sífellt minna í því sem Þorgerður Katrín segir þegar hún byrjar að tala um þennan gengisstöðugleika,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í sjónvarpssal í kvöld. Skömmu síðar sakaði hann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, formann Viðreisnar, um að „plata.“

Innlent
Fréttamynd

Sam­skipti ríkis og sveitar­fé­laga

Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir.

Skoðun
Fréttamynd

Skynsamleg varnaðarorð Seðlabankastjóra

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri gerir tillögur Viðreisnar um gjaldeyrisstöðugleika að umræðuefni í samtali við Viðskiptablaðið. Þar fer Ásgeir yfir þau skilyrði sem til staðar þurfa að vera til þess að slíkt markmið sé raunhæft. Þau helstu eru ábyrg hagstjórn og endurskoðun vinnumarkaðslíkans.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki kjósa odd­vita

Ef þú hefur ekki ákveðið þig fyrir kjördag er þessi pistill fyrir þig. Þegar flokkar í framboði eru margir og bilið milli þeirra stutt er nær öruggt að í einhverjum tilvikum muni örfá atkvæði skipta sköpum um hver veljist inn á þing og hver ekki. Atkvæði óákveðinna kjósenda munu því skipta sköpum.

Skoðun
Fréttamynd

Gefðu fram­tíðinni tæki­færi

Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægt að kjósendur séu meðvitaðir um þau framboð sem standa þeim til boða ásamt þeim málefnum sem flokkarnir leggja á oddinn. Í Viðreisn er fjöldinn allur af ungu fólki í framboði og sem kom að stofnun flokksins, það endurspeglast í stefnu Viðreisnar.

Skoðun
Fréttamynd

Blekkingarleikur Viðreisnar í gjaldmiðlamálum

Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðdeild í ríkisrekstri

Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju.

Skoðun
Fréttamynd

Hundur sem bítur og klórar

Frá því ég man eftir mér hafa kosningar á Íslandi alltaf snúist um loforð. Ég varð mjög hissa þegar ég bjó í Noregi og varð vitni að kosningum þar. Hvar voru loforðin?

Skoðun
Fréttamynd

Flokkurinn sem fram­kvæmir

Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað með kvóta­kaup­endur?

Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Land vaxtanna

Íslandsbanki gaf út nýja þjóðhagsspá í dag. Hann spáir meðal annars að stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs. Verðikomnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023.

Skoðun
Fréttamynd

Um­hugsunar­verðar U beygjur

Það er vel þekkt að ráðamenn hrökkvi í kosningagír skömmu fyrir kjördag. Þá muna þeir gjarnan eftir málum sem þeir hafa vanrækt, eða hlaupa til og breyta um kúrs vegna þrýstings frá kjósendum sem geta sveiflað kjörseðlinum sem refsivendi á síðustu andartökum kjörtímabilsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað kostar krónan okkur?

Það er vaxandi umræða um gjaldmiðilinn krónuna nú í aðdraganda kosninganna enda hefur hún valdið miklum kostnaði, með háum vöxtum og stökkbreyttum lánum í gegnum áratugina.

Skoðun
Fréttamynd

Gefðu fram­tíðinni tæki­færi

Næstkomandi laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í framtíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabaráttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskorunum sem bíða okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Af skeini­pappír og öryggis­kennd

Ég, eins og margir Íslendingar, keyri beinustu leið í Costco og kaupi mér skeinipappír í hvert sinn sem áföll dynja á, hvort heldur eldfjöll gjósi eða landamæri lokist vegna heimsfaraldurs. Ekki það að mig skorti skeinipappír, þessi ósjálfráðu viðbrögð veita mér öryggiskennd. Hún er ómetanleg.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjum treystir þú?

Flest hljótum við að gera þá kröfu til þeirra sem við treystum að það sé endurgoldið, að traustið sé gagnkvæmt. Það á jafnt við gagnvart vinum, ættingjum og elskhugum, og í raun öllum þeim sem við veljum að treysta á lífsleiðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki bara best að kjósa eitt­hvað annað?

Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 eða rúmlega 85% tímans. Samt segjast þau vera „rétt að byrja” í „landi tækifæranna”.

Skoðun
Fréttamynd

Eirík Björn á þing

Eitt af því ánægjulega eftir langan tíma í pólítík er að kynnast öflugu fólki um allt land. Sumir eru eftirminnilegri en aðrir. Það á við um Eirík Björn Björgvinsson oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum öldruðum á­hyggju­laust ævi­kvöld

Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um Evrópu­sam­bandið

Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Viðreisn kynnir stefnumál sín fyrir komandi kjörtímabil

Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður muni lækka. Það séu tæplega 900 þúsund krónur á ári sé miðað við par með tvö börn sem skuldar 31 milljón króna.

Innlent