Ögmundur Jónasson

126 ár að vinna upp í morgunverk bankastjóra
Á fyrstu áratugum síðustu aldar tíðkaðist það fyrirkomulag á bátum og skipum að háseti fengi einn hlut, skipstjóri þrjá en stýrimaður, vélstjóri og kokkur voru þar á milli. Með öðrum orðum; tekjumunurinn var einn á móti þremur.

Andstaða við stéttarfélög
Einkavæðing hefur sjaldnast gengið áfallalaust. Þó er misjafnt hve klaufsk yfirvöldin eru við markaðsvæðingu opinberrar starfsemi. Nýjasta dæmið er fyrirtæ kið Matís ohf. Það er stofnað upp úr Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknum á Keldnaholti og rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar.

Hver kemur til með að annast Hannes Hólmstein?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson spyr í Fréttablaðsgrein 10. nóvember síðastliðinn hvort Rousseau sé kominn í stað Marx í stjórnmál samtímans, rómantíkerinn í stað efnishyggjumannsins. Báðir fá þeir Rousseau og Marx slæma einkunn hjá háskólaprófessornum þótt hann virðist kunna betur á bókhaldið en tilfinningarnar og eigi þar af leiðandi auðveldara með að skilja efnishyggjumanninn Marx.

Bankarnir rífi sig ekki frá samfélaginu
Við skulum ekki gleyma að undirstaða vaxtarins í bankakerfinu er íslenska lífeyrissjóðakerfið. Grundvöllur þess er markaður af lögum frá Alþingi. Lífeyrissjóðirnir eru byggðir upp af skyldusparnaði íslenskra launamanna.

Þeir eiga að biðja Svavar Gestsson afsökunar
Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins.

Málstaður Hjálmars Árnasonar
Er virkilega svo illa komið fyrir Framsóknarflokknum að honum finnist það til marks um sýndarmennsku að krefjast þess að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar fái óheftan aðgang að öllum upplýsingum um þessa stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og að umræða um hana eigi að vera opin og lýðræðisleg? Hvað gæti réttlætt þetta leynimakk með álrisanum?