Skúli Helgason

Fréttamynd

Afnám umdeildra vatnalaga

Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstri og hægri hönd Framsóknar

Gamall félagi úr háskólapólitíkinni, Einar Skúlason, sendir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svarar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosningar.

Skoðun
Fréttamynd

Lausn undan verðtryggingu

Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verðtryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bílalán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mikillar verðbólgu, sem fyrirsjáanlegt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verðtryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn.

Skoðun
Fréttamynd

Vegur til sátta

Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum.

Skoðun
Fréttamynd

Kraftmikil umbótastjórn

Nú er eitt ár liðið frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð á Þingvöllum með undirritun stjórnarsáttmálans. Myndun þessarar ríkisstjórnar sætti nokkrum tíðindum enda er um að ræða samstarf tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins og andstæðra póla í íslenskum stjórnmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Um ódýrar eftirlíkingar

Framsóknarmenn virðast hafa fyllst hreinni örvæntingu ef marka má yfirlýsingar þeirra á flokksþingi sínu um helgina. Þar kallast á rangfærslur og tilraunir til þess að eigna sér stefnumál annarra flokka, einkum Samfylkingarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Skúli Helgason: Hreinsum til

Samfylkingin hefur nú lokið prófkjörum í öllum kjördæmum. Talsverð endurnýjun hefur orðið á framboðslistum, nýtt og öflugt fólk kemur til liðs við okkur í Suðurkjördæmi, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmum og konur eru í baráttusætum í fjórum kjördæmum af fimm, þótt vissulega hefði hlutur þeirra mátt vera meiri.

Skoðun