Skúli Helgason: Hreinsum til 15. nóvember 2006 05:00 Samfylkingin hefur nú lokið prófkjörum í öllum kjördæmum. Talsverð endurnýjun hefur orðið á framboðslistum, nýtt og öflugt fólk kemur til liðs við okkur í Suðurkjördæmi, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmum og konur eru í baráttusætum í fjórum kjördæmum af fimm, þótt vissulega hefði hlutur þeirra mátt vera meiri. Mikil umræða hefur verið í Samfylkingunni um nauðsyn þess að koma böndum á þann mikla auglýsingakostnað sem fylgt hefur prófkjörum. Mikilvæg skref voru stigin í þessa átt í prófkjörum flokksins. Í öllum kjördæmum voru einhverjar takmarkanir á auglýsingakostnaði og í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum var hreint bann við auglýsingum frambjóðenda en áhersla lögð á sameiginlega kynningu í blöðum og á framboðsfundum. Þá var mælst til þess að frambjóðendur stilltu kostnaði við prófkjörsbaráttu sína í hóf. Frambjóðendur tóku þessum tilmælum vel, auglýsingabönn héldu fullkomlega þar sem þeirra naut við og áttu stóran þátt í því að halda kostnaði innan hóflegra marka. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík nam heildarkostnaður allra frambjóðendanna fimmtán um 23 milljónum króna, eða 1,5 milljónum króna á mann að meðaltali. Allir frambjóðendur þurfa að skila uppgjöri um kostnað sinn til kjörstjórnar og sumir hafa þegar birt sín uppgjör opinberlega. Það er eðlileg krafa að allir geri það. Samanburðurinn við Sjálfstæðisflokkinn er sláandi. NFS flutti þá frétt 30. október að heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri áætlaður 80-90 milljónir króna - tæplega fjórfalt hærri en hjá Samfylkingunni. Í Sjálfstæðisflokknum er engin krafa um upplýsingagjöf, engar reglur um takmörkun á kostnaði eða auglýsingum. Þar eru peningaöflin allsráðandi og altalað er að einstakir frambjóðendur hafi eytt vel á annan tug milljóna í sína baráttu. Allir sjá hvaða hömlur slíkt setur efnilegu fólki sem vill hasla sér völl í stjórnmálum auk þess að opna fyrir óeðlileg hagsmunatengsl við fjársterka aðila í samfélaginu. Samfylkingin hefur um árabil barist fyrir gegnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna, að þeir setji sér opinberar siðareglur og opni bókhald sitt svo almenningur geti treyst því að flokkarnir þjóni aðeins fólkinu í landinu. Samfylkingin mun halda þessari baráttu áfram þangað til búið verður að hreinsa til í stjórnmálunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur nú lokið prófkjörum í öllum kjördæmum. Talsverð endurnýjun hefur orðið á framboðslistum, nýtt og öflugt fólk kemur til liðs við okkur í Suðurkjördæmi, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmum og konur eru í baráttusætum í fjórum kjördæmum af fimm, þótt vissulega hefði hlutur þeirra mátt vera meiri. Mikil umræða hefur verið í Samfylkingunni um nauðsyn þess að koma böndum á þann mikla auglýsingakostnað sem fylgt hefur prófkjörum. Mikilvæg skref voru stigin í þessa átt í prófkjörum flokksins. Í öllum kjördæmum voru einhverjar takmarkanir á auglýsingakostnaði og í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum var hreint bann við auglýsingum frambjóðenda en áhersla lögð á sameiginlega kynningu í blöðum og á framboðsfundum. Þá var mælst til þess að frambjóðendur stilltu kostnaði við prófkjörsbaráttu sína í hóf. Frambjóðendur tóku þessum tilmælum vel, auglýsingabönn héldu fullkomlega þar sem þeirra naut við og áttu stóran þátt í því að halda kostnaði innan hóflegra marka. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík nam heildarkostnaður allra frambjóðendanna fimmtán um 23 milljónum króna, eða 1,5 milljónum króna á mann að meðaltali. Allir frambjóðendur þurfa að skila uppgjöri um kostnað sinn til kjörstjórnar og sumir hafa þegar birt sín uppgjör opinberlega. Það er eðlileg krafa að allir geri það. Samanburðurinn við Sjálfstæðisflokkinn er sláandi. NFS flutti þá frétt 30. október að heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri áætlaður 80-90 milljónir króna - tæplega fjórfalt hærri en hjá Samfylkingunni. Í Sjálfstæðisflokknum er engin krafa um upplýsingagjöf, engar reglur um takmörkun á kostnaði eða auglýsingum. Þar eru peningaöflin allsráðandi og altalað er að einstakir frambjóðendur hafi eytt vel á annan tug milljóna í sína baráttu. Allir sjá hvaða hömlur slíkt setur efnilegu fólki sem vill hasla sér völl í stjórnmálum auk þess að opna fyrir óeðlileg hagsmunatengsl við fjársterka aðila í samfélaginu. Samfylkingin hefur um árabil barist fyrir gegnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna, að þeir setji sér opinberar siðareglur og opni bókhald sitt svo almenningur geti treyst því að flokkarnir þjóni aðeins fólkinu í landinu. Samfylkingin mun halda þessari baráttu áfram þangað til búið verður að hreinsa til í stjórnmálunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar