
Innlendar

Páll Axel stigahæsti Íslendingurinn
Tim Ellis hjá Keflavík er stigahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeild karla í körfubolta þegar leiknar hafa verið sex umferðir, en hann skorar að meðaltali 29,3 stig í leik. Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni með 21,7 stig í leik.

Ragnhildur úr leik á Ítalíu
Ragnhildur Sigurðardóttir náði sér ekki á strik á þriðja degi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í dag þegar hún lék á 10 höggum yfir pari og er því úr leik á mótinu. Ragnhildur var á 17 höggum yfir pari samanlagt og endaði í 86.-90. sæti á mótinu en aðeins 65 keppendur náðu í gegn um niðurskurð inn á fjórða hring á morgun.

Ekkert bendir til að börn séu í hættu
Stjórn Fimleikasambands Íslands fundaði á miðvikudagskvöldið með fulltrúum frá Fimleikafélaginu Björk vegna ásakana um líkamlegt ofbeldi gegn átta ára stúlkum sem bornar voru á einn þjálfara félagsins af nemendum í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.
Ræddi ekki andlegt ofbeldi
Kristján Erlendsson, formaður Fimleikasambands Íslands, staðfesti við Fréttablaðið í gær að aðeins hefðu ásakanir um líkamlegt ofbeldi hjá Fimleikafélaginu Björk verið athugaðar af sambandinu.

FH sá aldrei til sólar gegn Val
Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik.
Frank Posch yfirgefur Fram
Þýski varnarmaðurinn Frank Posch er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Posch lék með Fram í sumar við góðan orðstír og lék alla leiki liðsins, en Fram vann fyrstu deildina með þónokkrum yfirburðum.

Páll undir feldi fram að áramótum
Knattspyrnukappinn Páll Einarsson er lagstur undir feld og búinn að breiða vel yfir höfuðið á meðan hann íhugar hvort hann á að halda áfram knattspyrnuiðkun.

Valur lagði FH
Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld, en leik ÍBV og Stjörnunnar var frestað vegna veðurs. Valur lagði FH örugglega í Kaplakrika 30-21, Fram vann HK 31-30 í hörkuleik og Grótta vann Akureyri 22-16 fyrir norðan. Valur er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 8 leiki og Grótta í öðru með 12 stig.

Tap hjá Haukum
Haukastúlkur töpuðu í kvöld fyrsta leik sínum í Evrópukeppni kvenna í körfubolta þegar þær lágu 92-72 á heimavelli fyrir sterku liði Gran Canaria. Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Hauka í kvöld en það dugði skammt.

Ragnhildur á sjö yfir pari á Ítalíu
Ragnhildur Sigurðardóttir náði sér ekki á strik í dag á öðrum keppnisdegi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi þegar hún lauk keppni á sex höggum yfir pari. Ragnhildur lék á höggi yfir pari vallarins í gær - 73 höggum. Ragnheiður var í 55.-64. sæti á mótinu en keppendum verður fækkað niður í 65 eftir keppni morgundagsins.

María jafnaði Íslandsmetið í bekkpressu
María Guðsteinsdóttir náði ágætum árangri á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Stavanger í Noregi næstu daga. María lyfti samanlagt 465 kg í 75 kg flokki og jafnaði Íslandsmetið í bekkpressu með því að lyfta 105 kg. Auðunn Jónsson keppir svo á laugardaginn á þessu sama móti þar sem hann gerir atlögu að heimsmeistaratitli í 125 kg flokki.

Haukar - Canaria í kvöld
Haukastúlkur hefja þáttöku sína í Evrópukeppni kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær taka á móti sterku liði Caja Canarias á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og rétt að skora á alla körfuboltaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á ungu liði Hauka.

Njarðvíkingar töpuðu í Rússlandi
Njarðvíkingar töpuðu í dag fyrsta leik sínum í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta þegar liðið lá 101-80 fyrir liði Samara frá Rússlandi, en leikið var ytra. Brenton Birmingham skoraði 28 stig fyrir Njarðvík og Jeb Ivey 21 stig.

Leik ÍBV og Stjörnunnar frestað
Þrír leikir fara fram í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld en leik ÍBV og Stjörnunnar sem fara átti fram í Eyjum hefur verið frestað vegna ófærðar. Akureyri og Grótta eigast við á Akureyri og er sá leikur þegar hafinn, en klukkan 19 mætast FH og Valur í Kaplakrika og þá tekur Fram á móti HK.

Allt eftir bókinni í kvöld
Fjórir leikir voru háðir í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og þá var einn leikur í kvennaflokki. Segja má að úrslit kvöldsins hafi verið nokkuð eftir bókinni, en toppliðin unnu sigur í sínum leikjum.

HK á toppinn
HK skellti sér á toppinn í dhl deild karla í kvöld með sigri á Haukum 26-21 í Digranesi. HK hefur 9 stig í efsta sæti deildarinnar en Valsmenn hafa 8 stig og eiga leik til góða. Haukar eru í sjötta sætinu með 4 stig eftir 6 leiki.

Bindur miklar vonir við íslenska knattspyrnumenn
Einn litríkasti knattspyrnumarkvörður heims, Bruce Grobbelaar segir að Ísland verði á meðal sterkustu knattspyrnuþjóða innan tíu ára. Grobbelar dúkkaði óvænt upp á knattspyrnumóti í Egilshöll um síðustu helgi.

Stórt tap hjá Keflvíkingum
Keflvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta 107-74 gegn Mlekana Kurin frá Tékklandi ytra í kvöld. Tékkneska liðið er mjög sterkt og því var við ramman reip að draga fyrir Keflvíkinga, sem auk þess voru án Magnúsar Gunnarssonar sem var að eignast sitt fyrsta barn með konu sinni.

Mikið fjör á öllum vígstöðvum í kvöld
Það verður mikið um að vera í körfuboltanum í kvöld. Karlalið Keflavíkur spilar sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á útivelli gegn tékkneska liðinu Mlekarna Kunin og þá eru fjórir leikir í úrvalsdeild karla og einn í efstu deild kvenna.

Fimm nefndir sem hugsanlegir eftirmenn
Eggert Magnússon hefur verið formaður Knattspyrnu-sambands Íslands síðan 1989. Undanfarnar vikur hefur hann farið fyrir hópi fjárfesta sem hefur reynt að eignast meirihluta hlutabréfa í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham.
Naumur sigur Akureyri á Fylki
Akureyri komst upp fyrir Fylki og í 3. sæti DHL-deildar karla í handbolta með því að sigra Árbæjarliðið á heimavelli sínum í kvöld, 30-27. Akureyri er nú komið með 5 stig eftir fjóra leiki en Fylkir er með sama stigafjölda eftir fimm leiki.

Eiður Smári gerir upp ferilinn hjá Chelsea
Kl. 20:15 í kvöld verður sýndur þáttur á sjónvarpsstöðinni Sýn um feril Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea. Sem kunnugt er gekk Eiður Smári í raðir Barcelona í sumar eftir að hafa spilað í sex ár með Chelsea.

Snæfell skellti Íslandsmeisturunum
Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir heimsóttu Snæfell í kvöld. Heimamenn unnu fyllilega verðskuldaðan 88-70 sigur og komust þar með upp fyrir Njarðvík í efsta sæti deildarinnar. Keflavík er komið upp í þriðja sæti eftir stóran sigur á ÍR í kvöld, 95-72.
Valur vann í Laugardalshöllinni
Valsmenn unnu öruggan og sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum Fram í DHL-deild karla, 30-25, en leiknum Í Laugardalshöllinni var að ljúka rétt í þessu. Valur endurheimti þar með efsta sæti deildarinnar en Framarar sitja áfram í næst neðsta sæti deildarinnar.
Tap í síðasta leik
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta beið lægri hlut fyrir Tékkum, 25-23, í lokaleik sínum á æfingamóti sem staðið hefur yfir í Rotterdam síðustu daga. Íslenska liðið spilaði fimm leiki á mótinu, vann tvo þeirra en tapaði þremur.
Haukar áttu ekki möguleika
Karlalið Hauka í handbolta tapaði stór fyrir Paris Handball í gær, 34-24, en þetta var fyrri leikur liðanna í þriðju umferð EHF-keppninnar. Ljóst er að Haukum bíður þungur róður í síðari leiknum sem fram fer í Hafnarfirði um næstu helgi.
Lék með Ciudad í kvöld
ÓIafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, lék með liði sínu Ciudad Real á ný í Evrópukeppninni í kvöld eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í özl síðustu vikur. Ólafur skoraði þrjú mörk í 32-25 sigurleik spænsku Evrópumeistaranna á Pick Szeged frá Ungverjalandi.

HK skellti ÍR í Breiðholti
HK endurheimti toppsæti DHL-deildar karla í handbolta í dag með því að vinna nauman útisigur á ÍR-ingum í Breiðholti, 21-22. HK er með sjö stig á toppi deildarinnar en Valsmenn, sem koma í öðru sæti með sex stig, mæta Fram á morgun.

Hefur rætt við stjórnarformann West Ham
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, ræddi við Terry Brown, stjórnarformann West Ham, í gær um hugsanlega yfirtöku fjárfestingarhóps undir hans stjórn á Lundúnarfélaginu. Fundurinn þykir gefa sterkar vísbendingar um að Eggert sé ennþá með í baráttunni um yfirtöku á félaginu.

Skallagrímur lagði Fjölni
Skallagrímsmenn úr Borgarnesi gerðu góða ferð í Grafarvoginn í kvöld og unnu 94-80 sigur á Fjölni í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hamar/Selfoss lagði Tindastól 82-78 í Hveragerði og nældi þar með í sinn fyrsta sigur í deildinni. Einn leikur var í efstu deild kvenna og þar vann Grindavík auðveldan 80-60 sigur á Breiðablik í Kópavogi.