Erlendar

Fréttamynd

Fimmta tap Lakers í röð

LA Lakers tapaði fimmta leik sínum í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Utah Jazz, en þetta var síðari leikurinn sem Kobe Bryant þurfti að taka út leikbann fyrir olnbogaskot í leik á dögunum. Utah sigraði 90-80. Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, gaf 9 stoðsendingar, hirti 8 fráköst, varði 7 skot og stal 6 boltum. Lamar Odom skoraði 25 stig fyrir Lakers.

Sport
Fréttamynd

Scott Parker frá í nokkrar vikur

Scott Parker hjá Newcastle hefur þurft að gangast undir smávægilega aðgerð á hné og verður frá keppni í þrjár til fimm vikur. Hinn 25 ára gamli Parker meiddist í leik þann 17. desember og er nú nýjasta nafnið á meiðslalista liðsins, sem hefur verið afar óheppið í þeim efnum í vetur.

Sport
Fréttamynd

Farinn til Benfica

Franski miðjumaðurinn Lauren Robert er farinn frá Portsmouth, þar sem hann hefur leikið sem lánsmaður frá Newcastle í vetur og er genginn í raðir portúgalska liðsins Benfica þar sem hann hittir fyrir þjálfarann Ronald Koeman. Samningur Robert er til þriggja og hálfs árs.

Sport
Fréttamynd

Defoe verður í HM-hóp Englands

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segist þess fullviss að Jermain Defoe fái fast sæti í HM-hóp Englendinga í sumar þó hann sé ekki fastamaður í byrjunarliði Tottenham um þessar mundir.

Sport
Fréttamynd

Souness orðinn leiður á meiðslunum

Graeme Souness, stjóri Newcastle, á ekki orð yfir öllum meiðslunum sem hrjá lið hans um þessar mundir, en hann á í nokkrum erfiðleikum með að stilla upp sterku liði um þessar mundir, aðallega vegna meiðsla lykilmanna.

Sport
Fréttamynd

Fer ekki í Afríkukeppnina

Miðjumaðurinn sterki Michael Essien fer ekki með landsliði sínu í Afríkukeppnina vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn West Ham á mánudaginn. Þetta er mikið áfall fyrir landslið Ghana, en Jose Mourinho sagði á heimasíðu Chelsea í gær að tilgangslaust væri fyrir leikmanninn að fara á mótið því hann gæti ekki spilað á næstunni og því væri hann betur settur í endurhæfingu á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Arsenal saknar mín

Miðjumaðurinn Patrick Vieira er ekki í nokkrum vafa um að gömlu félagar hans í Arsenal sakni hans, en þrátt fyrir orðróm á dögunum um að Vieira væri aftur á leið til Englands, segir sá franski að hann ætli sér að ljúka ferlinum hjá Juventus á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Weiss rekinn frá Seattle

NBA-lið Seattle Supersonics rak í gær þjálfara sinn Bob Weiss og er aðstoðarmaður hans Bob Hill tekinn við þjálfun liðsins þangað til eftirmaður Weiss er fundinn. Gengi Seattle hefur verið upp og ofan það sem af er vetri en illa hefur gengið að byggja á góðum árangri sem náðist svo óvænt í fyrra, þegar liðið fór lengra en nokkurn óraði fyrir í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af gengi Arsenal

Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal vill enn ekki ræða framtíð sína hjá félaginu, en segir að óstöðugleiki liðsins í vetur sé einmitt ástæða þess að hann hafi alltaf sagt að hann vildi ekki ræða sín mál við félagið fyrr en í sumar.

Sport
Fréttamynd

Stoudamire spilar ekki meira í ár

Spútniklið Memphis Grizzlies hefur orðið fyrir gríðarlegu áfalli því leikstjórnandinn Damon Stoudamire fór í aðgerð í gær vegna hnémeiðsla og nú þykir víst að hann muni ekki leika meira með liðinu á þessu tímabili. Stoudamire var kjörinn nýliði ársins árið 1996 þegar hann lék með Toronto Raptors. Hann var með um 12 stig og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur með Memphis.

Sport
Fréttamynd

Jafnt á Highbury - Forskot Chelsea eykst

Hinir fornu fjendur Arsenal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Highbury í kvöld og því hefur Chelsea nú þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar, svo fátt bendir til annars en að liðið verji titil sinn í vor. Bæði lið fengu færi á að gera út um leikinn í kvöld, sem var hraður og skemmtilegur, en niðurstaðan engu að síðust jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Stu Jackson er glæpamaður

Danny Fortson, leikmaður Seattle Supersonics í NBA deildinni á ekki von á góðu eftir nýjustu ummæli sín í garð Stu Jackson, sem er varaforseti deildarinnar. Fortson hefur þurft að greiða sem nemur 200.000 dollurum í sektir fyrir ósæmilega hegðun og tæknivillur í vetur og segir að hann hljóti ósanngjarna meðferð hjá Jackson - sem sé ekkert annað en glæpamaður.

Sport
Fréttamynd

Kominn til Manchester City að láni

Manchester City hefur komist að samkomulagi við spænska félagið Espanyol um að fá vinstri kantmanninn Albert Riera að láni út leiktíðina, með hugsanleg kaup í huga. Riera þessi er 23 ára gamall og hefur áður leikið með Mallorca og Bordeux í Frakklandi. Hann hefur lítið fengið að spreyta sig með liði Espanyol í vetur og á aðeins að baki fjóra leiki í byrjunarliði liðsins.

Sport
Fréttamynd

Hill íhugar að hætta eftir næsta tímabil

Framherjinn Grant Hill hjá Orlando Magic hefur viðurkennt að hann íhugi að leggja skóna á hilluna eftir næsta keppnistímabil í NBA deildinni, en Hill hefur sem kunnugt er átt við þrálát meiðsli að stríða allar götur síðan hann gekk til liðs við Orlando árið 2000.

Sport
Fréttamynd

Fór í aðgerð á fæti í dag

Framherjinn Michael Owen gekkst undir aðgerð á fæti í dag þar sem græddur var járnteinn í ristina á honum til að flýta fyrir bata hans. Owen tábeinsbrotnaði í leiknum gegn Tottenham á laugardag og talið er að hann verði frá í að minnsta kosti tíu vikur. Owen er mjög bjartsýnn á að geta spilað aftur með Newcastle á leiktíðinni og segist viss um að verða orðinn fullkomlega góður á HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Sainz kominn aftur í forystu

Fyrrum heimsmeistarinn í rallakstri, Carlos Sainz, er kominn aftur í forystu í París-Dakar rallinu eftir að hann sigraði í fjórða áfanga keppninnar í dag. Sainz hefur því unnið þrjár af fjórum leiðum sem eknar hafa verið á Volkswagen Tuareg-bifreið sinni.

Sport
Fréttamynd

Campo vill snúa heim

Varnarmaðurinn hárprúði Ivan Campo hjá Bolton hefur mikinn áhuga á að snúa aftur til Spánar og leika með gamla liðinu sínu Mallorca, en umboðsmaður hans sagði í samtali við spænska blaðið Marca, að Mallorca hefði áhuga á að fá hann í sínar raðir á ný.

Sport
Fréttamynd

Kærður fyrir að gagnrýna dómara

Varnarmaðurinn Ryan Nelsen hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir ummæli sín í garð Mark Halsey dómara í leik Blackburn og Everton þann 3. desember.

Sport
Fréttamynd

Get alltaf treyst á hinn ljóshærða Maradona

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, bíður þess nú að fá leyfi frá konu sinni til að fara á leik Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Nokkur meiðsli eru í liði hans um þessar mundir, en þó þeir Michael Essien og Hernan Crespo séu báðir meiddir - segist stjórinn ekki hafa áhyggjur því hann geti alltaf treyst á "Hinn ljóshærða Maradona" og á þar við Eið Smára Guðjohnsen.

Sport
Fréttamynd

Arsenal mætir Manchester United

Í kvöld verður sannkallaður risaslagur í ensku úrvalsdeildinni þegar Arsenal tekur á móti Manchester United á Highbury. Litlir kærleikar hafa verið á milli þessara stórliða í gegn um árin, en Arsenal mun í kvöld freista þess að vinna United í deildinni í fyrsta sinn síðan 2003, en Arsenal hefur aðeins unnið tvo af tíu síðustu leikjum liðanna.

Sport
Fréttamynd

Ekki á leið til Tottenham

Norski vængmaðurinn Morten Gamst Pedersen hjá Blackburn hefur vísað þeim orðrómi að hann sé á leið til Tottenham í janúar algjörlega á bug og segir Tottenham engu betra lið en Blackburn.

Sport
Fréttamynd

Kaupir ísraelskan sóknarmann

Úrvalsdeildarlið West Ham hefur gengið frá kaupum á ísraelska landsliðsframherjanum Yanic Katan fyrir 100.000 pund frá Maccabi Haifa. Katan hittir fyrir félaga sinn í landsliðinu, Yossi Benayoun, hjá West Ham. Hann er 24 ára gamall og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Lundúnaliðið.

Sport
Fréttamynd

Sækir um undanþágu fyrir Kanu

Bryan Robson ætlar að biðla til nígeríska knattspyrnusambandsins að fá að halda framherja sínum Kanu lengur á Englandi en til stóð, en Kanu er sem kunnugt er á leið í Afríkukeppnina. "Kanu er okkur mjög mikilvægur og ef ég gæti fengið að halda honum í tvo leiki í viðbót, yrði það okkur mjög dýrmætt, en þýddi samt sem áður ekki að hann missti af neinum leikjum með landsliðinu," sagði Robson.

Sport
Fréttamynd

New York lagði Phoenix í maraþonleik

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133.

Sport
Fréttamynd

Gerrard ósáttur við Allardyce

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool er ekki par hrifinn af Sam Allardyce stjóra Bolton þessa dagana, því stjórinn hélt því fram eftir leik Bolton og Liverpool í gær að Gerrard hefði viljandi traðkað ofan á bringunni á Kevin Nolan hjá Bolton.

Sport
Fréttamynd

Bolton að kaupa markvörð

Úrvalsdeildarlið Bolton mun væntanlega ganga frá kaupum á nýjum markverði á allra næstu dögum, en sá er frá Oman og heitir Ali Al Habsi og hefur leikið með Lyn í Noregi síðustu ár. Sam Allardyce hefur lengi haft augastað á markverðinum unga, en hefur fram að þessu ekki geta útvegað honum atvinnuleyfi vegna þeirra fáu landsleikja sem hann hafði spilað.

Sport
Fréttamynd

Blackburn lagði Portsmouth

Úrvalsdeildarlið Blackburn hefur heldur betur verið í stuði yfir jólavertíðina og í gærkvöld lagði liðið Portsmouth 2-1 á heimavelli sínum. Þetta var þriðji sigur Blackburn á átta dögum. Það voru Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen og Paul Dickov sem skoruðu mörk Blackburn, en Matthew Taylor kom gestunum reyndar yfir í leiknum með frábæru marki beint úr aukaspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Hefði viljað setja eitt mark

"Ég var mjög sáttur við leik liðsins í dag og einnig mjög sáttur við minn leik. Ég er aftur að komast í mitt besta form," sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 3-1 sigur Chelsea á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sport
Fréttamynd

Spila ekki aftur fyrr en hnéð er orðið 100%

Nú eru liðnir þrír og hálfur mánuður síðan knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Brentford í Englandi fór í aðgerð eftir að hafa slitið krossbönd og skaddað liðþófa í haust. Atvikið átti sér stað í leik gegn Chesterfield, aðeins öðrum leik Ólafs Inga fyrir félagið.

Sport
Fréttamynd

Reading með örugga forystu

Ívar Ingimarsson og félagar í Reading eru í góðum málum í ensku 1. deildinni eftir leiki dagsins, en liðið vann stórsigur á Cardiff síðdegis, 5-1. Ívar var að venju í byrjunarliði Reading í leiknum, en Brynjar Björn Gunnarsson var á varamannabekknum.

Sport