Erlendar

Einstefna hjá Patriots á Wembley - fyrsta tap Vikings
Hinn árlegi NFL-leikur á Wembley fór fram í kvöld er New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers mættust. Leikurinn var "heimaleikur" Bucs.

Gay fór í náraaðgerð
Tyson Gay verður mættur á hlaupabrautina þegar frjálsíþróttatímabilið hefst. Það hafa læknar staðfest enda segja þeir náraaðgerðina sem hann fór í hafa heppnast vel.

Íhuga að stofna NFL-lið í London
Sú tilraun NFL-deildarinnar að hafa einn leik á ári í London hefur algjörlega slegið í gegn og nú eru menn farnir að ræða að stofna lið í London.

Féll úr blaðamannastúkunni og lést
Hræðilegur atburður átti sér stað fyrir leik San Diego Chargers og Denver Broncos í NFL-deildinni á mánudag.

Vancouver Whitecaps tapaði úrslitaeinvíginu
Skagamaðurinn Teitur Þórðarson og lærisveinar hans í Vancouver Whitecaps urðu að sætta sig við 3-1 tap gegn Montreal Impact í seinni úrslitaleik liðanna í baráttunni um meistaratitilinn í Norður-amerísku USL-1 deildinni um helgina.

Brady setti glæsilegt met
Tom Brady var í fáranlega góðu formi með New England Patriots um helgina er liðið slátraði Tennessee Titans, 59-0.

Khan: Ég ætla ekki að stytta mér leið að toppnum
Amir Khan, WBA-léttveltivigtarmeistarinn í hnefaleikum, segir að bardagi sinn við Dimitry Salita sem fram fer í desember sé til vitnis um að hann ætli sér ekki að velja auðveldu leiðinu.

Lagt til að stofnuð verði Norður-Atlantshafsdeild
Michael van Praag, forseti knattspyrnusambands Hollands, hefur lagt til að sterkustu félög í Skandinavíu, Hollandi, Belgíu og Portúgal taki sig til og sameinist um stofnum svokallaðar „Norður-Atlantshafsdeildar“.

Haye: Þarf að breyta um stíl til þess að vinna Valuev
Breski hnefaleikakappinn David Haye mætir rússneska risanum Nicolai Valuev í bardaga um WBA-þungavigtartitilinn 7. nóvember næstkomandi.

Hermann Maier hættur
Skíðakappinn Hermann Maier tilkynnti í dag að hann væri hættur keppni í alpagreinum í skíðum vegna þrálátra meiðsla.

Þekktur hjólreiðakappi látinn
Belginn Frank Vandenbroucke fannst í gær látinn á hótelherbergi sínu í Senegal þar sem hann var í fríi.

Chicago Cubs í greiðslustöðvun
Hið sögufræga hafnaboltafélag Chicago Cubs er komið í greiðslustöðvun en verið er að vinna að því að koma félaginu í hendur nýrra eigenda.

Tiger Woods gulltryggði Bandaríkjamönnum sigurinn í Forsetabikarnum
Það kom fáum á óvart að Bandaríkjamenn fóru með sigur af hólmi gegn Alþjóðaliðinu í keppninni um Forsetabikarinn en Bandaríkjamenn voru fyrir keppnina taldir mun sigurstranglegri.

Teitur og félagar töpuðu naumlega fyrri úrslitaleiknum
Vancouver Whitecaps, undir stjórn Teits Þórðarsonar, tapaði naumlega 2-3 gegn Montreal Impact í fyrri leik liðanna í úrslitarimmu Norður amerísku USL-1 deildarinnar í nótt en leikið var á heimavelli Whitecaps.

Bandaríkjamenn með pálmann í höndunum
Bandaríkjamenn eru í góðri stöðu fyrir lokadaginn í Forsetabikarnum eftir þriðja keppnisdaginn og eru komnir með þriggja stiga forskot á Alþjóðaliðið.

Teitur og félagar spila fyrri úrslitaleik sinn í nótt
Skagamaðurinn Teitur Þórðarson er búinn að stýra Vancouver Whitecaps í úrslit Norður amerísku USL-deildarinnar annað árið í röð en liðið varð sem kunnugt er meistari undir hans stjórn á hans fyrsta tímabili með liðið í fyrra.

Alþjóðaliðið gefur Bandaríkjamönnum ekkert eftir
Alþjóðaliðið náði að halda í við Bandaríkjamenn á öðrum keppnisdegi Forsetabikarsins á Harding Park golfvellinum í San Francisco í Kaliforníu.

Leiweke: Beckham ekki til sölu bara til láns
Tim Leiweke, stjórnarformaður LA Galaxy, hefur ítrekað að stórstjarnan David Beckham sé aðeins á förum á láni frá félaginu en ekki komi til greina að Beckham verði seldur.

Bandaríkjamenn leiða eftir fyrsta dag Forsetabikarsins
Nú stendur yfir keppnin um hinn svokallaða Forsetabikar á Harding Park golfvellinum í San Francisco í Kaliforníu þar sem kylfingar frá Bandaríkjunum etja kappi við alþjóðlegt lið kylfinga utan Bandaríkjanna og Evrópu.

Khan mætir Salita í fyrstu titilvörn sinni
Nú hefur endanlega verið staðfest að WBA-léttveltivigtarmeistarinn Amir Khan muni verja titil sinn gegn Úkraínumanninum Dmitriy Salita.

Serena aftur í efsta sæti heimslistans
Serena Williams hefur aftur komið sér í efsta sæti heimslistans í tennis eftir að hún komst áfram í þriðju umferð opna kínverska meistaramótsins í Peking.

Ólympíuleikarnir 2016 verða haldnir í Ríó de Janeiró
Nú rétt í þessu var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn að Ólympíuleikarnir árið 2016 verði haldnir í Ríó de Janeiró en fjórar borgir börðust um að fá að verða gestgjafar.

Ruglaði saman Michael Jordan og Michael Jackson
Knattspyrnugoðið Pele frá Brasilíu reynir nú hvað sem hann getur til þess að hjálpa borginni Ríó de Janeiró í heimalandi sínu að landa hlutverki mótshaldara á Ólympíuleikunum árið 2016.

Khan mætir líklega Salita í lok árs
WBA-léttveltivigtarmeistarinn Amir Khan mun að öllum líkindum mæta Úkraínumanninum Dmitry Salita í hringnum í desember en Salita er hæst „rankaður“ á meðal mögulegra áskorenda.

Arreola: Þoli ekki að fólk tekur mig ekki alvarlega
Bandaríkjamaðurinn Chris Arreola er enn taplaus til þessa á atvinnumannaferli sínum í hnefaleikum en flestir búast við því að hann muni tapa sínum fyrsta bardaga um helgina.

Maðurinn í miðju Semenya-málsins heldur starfi sínu
Leonard Chuene, formaður frjálsíþróttasambands Suður-Afríku, heldur starfi sínu þrátt fyrir að hann hafi verið harkalega gagnrýndur fyrir störf sín.

Haye sannfærður um að geta rotað rússneska risann
Bretinn David Haye er fullur sjálfstrausts fyrir bardagann gegn hinum 2,18 metra háa Rússa Nikolai Valuev en þeir mætast í hringnum 7. nóvember næstkomandi.

Justine Henin snýr aftur á næsta ári
Justin Henin hefur tilkynnt að hún ætli sér að keppa aftur í tennis á næsta ári en hún hætti fyrir sextán mánuðum síðan.

Birgir Leifur á þremur yfir pari í dag
Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG fann sig ekki nógu vel á lokahring sínum á Opna austurríksa mótinu í dag og lék á þremur höggum yfir pari.

Marquez lítil hindrun fyrir hinn taplausa Mayweather Jr
Það var ekki að sjá á Bandaríkjamanninum Floyd Mayweather Jr að hann væri að stíga í fyrsta skipti í hringinn í tuttugu og einn mánuð þegar hann vann Mexíkóbúann Juan Manuel Marquez á stigum í Las Vegas í Bandaríkjunum.