Íshokkí

Dómarinn tók upp nefið hans af vellinum
Íshokkíleikmaðurinn Christian Wejse missti bókstaflega nefið sitt í leik á dögunum þegar hann fékk slæmt högg.

Létu höggin dynja hvor á öðrum: „Ég elska þetta“
Matt Rempe, framherji New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí, lenti upp á kant við Nicolas Deslauriers þegar Rangers mætti Philadelphia Flyers um liðna helgi. Fór það svo að báðir grýttu hönskum sínum á ísinn og létu höggin tala frekar en að nota orðin sín og leysa þannig þann ágreining sem átti sér stað.

Loksins ákærðir fyrir kynferðisbrot sem reynt var að hylma yfir
Lögreglan í kanadísku borginni London, í Ontariofylki, hefur beðist afsökunar á því hve langan tíma tók að ákæra fimm íshokkímenn sem grunaðir eru um kynferðisbrot í júní 2018.

Stelpurnar grátandi og hlæjandi en hún alveg stjörf
Alexandra Hafsteinsdóttir lagði ómælda vinnu á sig til styrkja og bæta kvennalið Skautafélags Reykjavíkur. Á dögunum var sú vinna öll þess virði þegar liðið vann sögulegan sigur.

Dagskráin í dag: Afríkukeppnin, pílan og Subway deildin
Íþróttirnar halda áfram göngu sinni þennan föstudaginn og ættu allir íþróttaáhugamenn að finna eitthvað fyrir sig á sportrásum Stöðvar 2.

Íslensku íshokkístelpurnar koma heim með silfur
Átján ára kvennalandslið Íslands í íshokkí endaði í öðru sæti í annarri deild B í heimsmeistarakeppni Alþjóða Íshokkísambandsins. Keppnin fór fram í Sofíu í Búlgaríu síðustu daga.

Byrjar sitt 36. tímabil í atvinnumennsku
Tékkneski íshokkímaðurinn Jaromir Jagr spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í vikunni. Það er stórmerkilegur áfangi enda kappinn orðinn 51 árs gamall.

Ungur Norðmaður skarst illa á bringu í íshokkíleik
Norskur táningur varð fyrir slæmum meiðslum þegar hann skarst á bringu í íshokkíleik á dögunum.

Hálshlíf verður skylda í íshokkí eftir banaslysið
Alþjóða íshokkísambandið hefur breytt reglum sínum í kjölfar slyssins hræðilega á dögunum þegar Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson lést af sárum sínum eftir að skauti mótherja skar hann á háls í leik.

Cech spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í íshokkí
Petr Cech, fyrrverandi markvörður Chelsea og Arsenal í fótbolta, þreytti frumraun sína í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí um helgina.

Kærasta Adams Johnson fann trúlofunarhring í íbúð þeirra
Svo virðist sem Adam Johnson, sem lést á sviplegan hátt í slysi í íshokkíleik á Englandi, hafi ætlað að biðja kærustu sinnar.

Fótboltagoðsögn spilar aftur í úrvalsdeild á Bretlandi en nú í nýrri íþrótt
Petr Cech gerði garðinn frægan sem markvörður Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en eftir að fótboltaskórnir fóru upp á hillu þá tók hann fram skautana.

Fjölskylda Johnsons rýfur þögnina eftir andlát hans
Frænka íshokkíkappans Adams Johnson, sem lést í leik á Englandi, hefur tjáð sig um andlát hans. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver úr fjölskyldu Johnsons tjáir sig opinberlega eftir að hann féll frá.

Handtekinn grunaður um manndráp af gáleysi eftir andlát Johnson
Einn maður hefur verið handtekinn, grunaður um manndráp af gáleysi, eftir að íshokkíleikmaðurinn Adam Johnson lést af sárum sínum í kjölfar þess að hann skarst illa á hálsi með skauta í leik með Nottingham Panthers.

Fyrrum landsliðskona í íshokkí segir frá kynferðislegu ofbeldi þjálfara síns
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir lék um árabil með íslenska kvennalandsliðinu í íshokkí og er nú varaformaður Íshokkísambandsins. Hún segir frá því í viðtali við Ríkissjónvarpið að röð atvika hafi breytt ferli hennar í martröð.

Skoruðu á sömu mínútu og látna íshokkímannsins var minnst
Íshokkímannsins Adam Johnson, sem lést í leik á dögunum, var minnst á meðan viðureign Nottingham Forest og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni stóð.

Nú á bara eitt atvinnumannafélag í Texas eftir að vinna titil
Texas Rangers varð í nótt bandarískur hafnarboltameistari eftir 4-1 sigur á Arizona Diamondbacks í lokaúrslitum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rangers vinnur MLB titilinn.

Íshokkíheimurinn í áfalli eftir banaslys
Banaslys á íshokkívelli um síðustu helgi gæti breytt ýmsu þegar kemur að öryggismálum í íþróttinni. Þetta segir framkvæmdarstjóri Íshokkísambandsins.

Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson
Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar.

„Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar.

Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta
Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag.

Rússneskur NHL leikmaður leggst gegn stríðinu
Nikita Zadorov, rússneskur leikmaður Calgary Flames í NHL íshokkídeildinni sagðist mótfallinn stríðinu sem Rússland herjar gegn Úkraínu. Hann skammist sín fyrir aðgerðir samlanda sinna.

Fór í annað lið en allar hinar til að gera deildina skemmtilegri
Landsliðskonan Saga Blöndal hefur tekið skautana aftur fram og ætlar að spila íshokkí kvennaliði SR í vetur.

Lætur Biden heyra það og spyr hvenær lið hennar megi heimsækja Hvíta húsið
A´ja Wilson, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í körfubolta lét Joe Biden Bandaríkjaforseta heyra það eftir að forsetinn fór með fleipur á Twitter-síðu sinni.

Gylltu riddararnir sigruðu eftir að pardusdýrin féllu á prófinu líkt og Miami Heat
Leið Florida Panthers í úrslit NHL-deildarinnar í íshokkí var keimlík leið Miami Heat í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Líkt og Heat þurftu Panthers að játa sig sigraða í úrslitum þar sem Golden Knights hrósuðu sigri og lyftu Stanley-bikarnum.

Kvartað vegna of mikils hávaða í áhorfendum
Flestir sem hafa farið á íþróttaleiki vita að oft getur stemmningin verið mikil á pöllunum. Einn stuðningsmaður íshokkíliðsins Leksands IF í Svíþjóð finnst þó nóg um og hefur lagt fram formlega kvörtun vegna of mikils hávaða á leikjum liðsins.

Segir NHL „hrækja framan í“ úkraínsk börn
Tékkneska markmannsgoðsögnin Dominik Hasek hraunaði yfir bandarísku NHL-deildina í íshokkí og framkvæmdastjóra hennar, Gary Bettman, eftir sviðsljósið sem Rússinn Alexander Ovechkin og sonur hans fengu á stjörnuleik NHL.

Sænskur íshokkímarkvörður skuldar sjö milljarða króna og lýsir sig gjaldþrota
Markvörður NHL-íshokkíliðins Vegas Golden Knights hefur lýst sig gjaldþrota þrátt fyrir að vera á mjög góðum launum sem leikmaður í bestu íshokkídeild heims.

Snögg viðbrögð þjálfarans björguðu lífi leikmanns sem fékk skautablað í hálsinn
Íshokkíleikmaðurinn Eric Huss getur þakkað styrktarþjálfara liðsins síns að hann er enn meðal okkar eftir óhuggulegt atvik á dögunum.

Harkan sex í NHL: Keyrði niður mótherja á ísnum eins og hann væri að spila í NFL
Íshokkímaðurinn Ryan Reaves var mikið í umræðunni eftir leik Minnesota Wild og Detroit Red Wings í NHL-atvinnumannadeildinni í íshokkí.