Netöryggi

Mikið tekjutap að missa aðganginn
Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina.

Milljörðum lykilorða lekið á netið
Milljörðum lykilorða var lekið í umfangsmiklum gagnaleka í síðustu viku. Sérfræðingur í netöryggismálum segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær fólk lendi í að gögnum tengdum þeim verði lekið.

Uppfærsla hjá viðskiptavini Fastly olli nethruninu
Hugbúnaðarvillu hefur verið kennt um að netverjum tókst ekki að komast inn á margar af stærstu vefsíðum heims í rúman klukkutíma í gærmorgun.

Ekkert bendir til netárásar
Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni.

Íslendingar megi ekki sofna á verðinum
Utanríkisráðherra hefur krafið Dani um skýringar vegna þáttar þeirra í njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og öðrum nágrannaríkjum.

Írska heilbrigðisþjónustan á hnjánum vegna tölvuvíruss
Stjórnendur opinberu heilbrigðisþjónustunnar á Írlandi hafa lokað öllum tölvukerfum og afbókað fjölda læknisheimsókna í kjölfar netárásar.

Undir fölsku flaggi í nafni DHL og svíkja út fé í gegnum SMS
Flutningsfyrirtækið DHL á Íslandi varar við smáskilaboðum sem send hafa verið út í nafni fyrirtækisins þar sem óprúttnir aðilar fara undir fölsku flaggi í nafni DHL og reyna að svíkja út fé. Fyrirtækið ítrekar að fyrirtækið biður viðskiptavini aldrei um kortaupplýsingar líkt og gert er á vefslóðinni sem fylgir umræddum svikaskilaboðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DHL.

15 prósent Breta nota gæludýranöfn sem aðgangsorð
Milljónir Breta nota nöfn gæludýra sem aðgangsorð ef marka má nýja könnun National Cyber Security Centre (NCSC). Könnunin leiddi í ljós að um 15 prósent nota gæludýranöfn sem leyniorð, 14 prósent nafn fjölskyldumeðlims og 13 prósent einhverja markverða dagsetningu.

Origo kaupir allt hlutafé í Syndis
Origo hefur keypt 100 prósent hlut í netöryggisfyrirtækinu Syndis en með kaupunum munu öryggislausnir Origo og Syndis sameinast undir merki þess síðarnefnda. Í sameinuðu fyrirtæki munu starfa tuttugu öryggissérfræðingar og flytjast níu starfsmenn frá Origo til Syndis.

Upplýsingar Íslendinga í stórum gagnaleka hjá Facebook
Persónuupplýsingar 533 milljóna notenda Facebook frá 106 löndum hafa verið birtar á netinu. Í gögnunum má meðal annars finna nöfn, símanúmer, staðsetningagögn, fæðingardaga og netföng. Þar er ekki að finna lykilorð eða skilaboð.

Vara við tilraunum á auðkennisþjófnaði í nafni Borgunar
Einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar, en um er að ræða falska SMS-tilkynningu um að viðkomandi þurfi að staðfesta símanúmer og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í tengslum við raðgreiðslur.

„Það er búið að hakka nánast alla hægri vinstri“
Netöryggissérfræðingur segir fjölda íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa verið berskjölduð fyrir netárásum vegna alvarlegs öryggisveikleika sem fannst í hinum vinsæla Microsoft Exchange hugbúnaði.

Netflix skoðar að stöðva dreifingu lykilorða
Starfsmenn streymisveitunnar vinsælu, Netflix, leita nú leiða til að koma í veg fyrir að margir aðilar sem búi ekki saman deili lykilorðum sín á milli.

Ekki verið vart við neinn öryggisbrest hjá ráðuneytum
Enginn grunur er um að tölvuþrjótar hafi notfært sér alvarlegan öryggisgalla í Microsoft Exchange tölvupóstkerfinu til að brjótast inn í tölvukerfi íslenskra ráðuneyta. Þetta segir framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins sem sér um rekstur miðlægra tölvukerfa fyrir ráðuneytin.

Varar við netsvindli
Pósturinn hefur aftur varað við að óprúttnir aðilar séu að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar.

Tekjur tvöfölduðust á kórónuveiruárinu
Tekjur netöryggisfyrirtækisins AwareGo rúmlega tvöfölduðust frá árinu 2019 til 2020. Fyrirtækið þakkar vöxtinn að mestu stórum langtímasamningum við erlend fyrirtæki og endursöluaðila sem hlaupi á milljónum dollara, hundruðum milljóna króna. Framkvæmdastjóri AwareGo segir vöxt fyrirtækisins undanfarin tvö ár hafa verið ævintýralegan.

Aðferðir til að bregðast við eða fyrirbyggja ofbeldi á neti
Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“.

Ótengda Ísland
Ísland á skilið að eignast framúrskarandi stefnu um upplýsingatækni. Stefnu sem er svo framúrskarandi að við verðum leiðandi í því hvernig samfélög nálgast öruggt aðgengi allra að þjónustu ríkis og sveitarfélaga.

Netárás olli truflunum á þjónustu Símans
Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins.

Ætlað að efla netöryggissveitina í skugga aukinna netárása
Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS og kemur til með að leiða starfsemi sveitarinnar og áframhaldandi uppbyggingu hennar.

Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás
Fyrrverandi öryggisráðgjafi hjá SolarWinds, fyrirtæki sem selur fjölmörgum bandarískum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa, segist hafa varað við þeim göllum sem tölvuþrjótar nýttu sér til þess að fremja gífurlega umfangsmikla tölvuárás, sem talið er að Rússar beri ábyrgð á.

Vara við svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni DHL og Póstsins
Valitor varar við svikahröppum sem reynt hafa að blekkja korthafa til að staðfesta kort í Apple Pay-snjallsímalausninni eða gefa upp SMS-öryggiskóða. Þannig hafa „sviksamlegir tölvupóstar“ til að mynda verið sendir út í nafni þekktra fyrirtækja á borð við DHL og Póstinn að því er fram kemur í tilkynningu frá Valitor.

Röð tilviljana leiddi Þröst óvart inn á heimabanka ókunnugrar konu
Þröstur Þorsteinsson rak upp stór augu í sumar þegar hann hugðist skrá sig inn á heimabanka sinn en lenti, að því er virðist án vandkvæða, inn á heimabanka ókunnugrar konu.

Vara við svikahröppum í aðdraganda Svarts föstudags og Netmánudags
Síðustu daga hefur Netöryggissveitin séð aukningu í svikaherferðum í nafni sendingarfyrirtækja.

Lögreglu blöskrar framkoma gagnvart þjóðargerseminni Páli Óskari
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir dæmigert af svikahröppum að nota jafn viðkunnanlegan mann og Pál Óskar í svindl sitt.

McAfee handtekinn í Barcelona
Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir.

Tölvuþrjótar nýti sér heimsfaraldurinn
Um tveir milljarðar hafa tapast á árinu vegna netglæpa. Einstaklingur hér á landi mun hafa tapað hundrað milljónum króna eftir að hafa lent í klóm netþrjóta.

Bein útsending: Netöryggi okkar allra
Netöryggi okkar allra er yfirskrift fundar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október.

Á jafnvel von á minnisblaði vegna kínverska listans í dag
Utanríkisráðuneytið hefur sett sig í samband við kínversk stjórnvöld vegna lista yfir Íslendinga sem koma fyrir í gagnasafni kínverska fyrirtækisins Zhenhua.

Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum
Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann.