Innlent

Fréttamynd

Vilja geta selt hingað landbúnaðarvörur

Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Gleymdu lögum um þjóðaratkvæði

„Ég er að leggja þetta fram til að þjóðin fái að segja álit sitt á málinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr öllum flokkum nema Samfylkingu um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Þjófur laus þrátt fyrir myndbirtingu

Þjófur sem stal jakka með veski, síma, myndavél og öðrum verðmætum á Ölstofunni aðfaranótt sunnudags gengur enn laus þrátt fyrir að myndband af þjófnaðinum hafi verið birt á Netinu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi

Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Ættleiðingar á sjöunda tuginn

Alls var 61 barn ættleitt hér á landi í fyrra, sem er nokkur fækkun frá árinu þar á undan samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Sautján börn voru ættleidd frá útlöndum. Árið áður voru þau þrettán.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvenær Landeyjahöfn opnast

„Maður bara horfir upp í himininn,“ er fyrsta svar Sigmars Jónssonar, hafnarvarðar í Landeyjahöfn, þegar hann er spurður hvað hann fáist við á meðan Vestmannaeyjaferjan Herjólfur kemst ekki inn í höfnina vegna sands í innsiglingunni.

Innlent
Fréttamynd

Úr 87 þúsund tonnum í 6.500

„Þetta var óumflýjanleg niðurstaða. Hún hafði verið í kortunum lengi,“ segir Kristján Freyr Helgason, formaður samninganefndar Íslands, á fundi í London þar sem kolmunnakvóti næsta árs var ákveðinn.

Innlent
Fréttamynd

Hissa á skiptum skoðunum

Það kom sumum úr hópi fyrrverandi Evrópuþingmanna sem hittu Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að máli á mánudag, á óvart að mjög skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnar og Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Ísland er óviðbúið árásum tölvuþrjóta

Engar varnir gegn tölvuárásum sem gagn er að eru til staðar hér á landi, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þörf fyrir þær. Tölvuárásir gætu lamað samskipti í gegnum Netið, og jafnvel haft áhrif á hluta símkerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Tillögur um bönn ekki úthugsaðar

Formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur segir margt of óljóst í tillögum meirihluta ráðsins um breytingar á samstarfi kirkju og skóla í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Kynþáttahatur undirrót árásar á heimili

Ekkert bendir til annars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráðist inn á heimili feðga í Vesturbænum á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug.

Innlent
Fréttamynd

Almenningur á ekki að borga

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fór ekki dult með þá skoðun sína, í viðtali við kínverska blaðið Global Times, að almenningur á Íslandi ætti ekki að borga brúsann fyrir Icesave-reikninga Landsbankans.

Innlent
Fréttamynd

Stenst ekki kröfur

„Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera.“

Innlent
Fréttamynd

Vilja styðja endurreisn Íslands

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, segir kínversk stjórnvöld hafa einsett sér að styðja við Ísland á tímum efnahagslegra erfiðleika, meðal annars með auknum innflutningi á íslenskum vörum til Kína sem og víðtækt samstarf í orkumálum.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoða þarf verklag ríkisstjórnarinnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi menntamálaráðherra, telur að athuga þurfi hvort rétt sé að viðhalda því fyrirkomulagi að ríkisstjórn Íslands sé ekki fjölskipað stjórnvald. Hún telur að tryggja þurfi að í stórum málum verði ríkisstjórn öll upplýst og meðvituð um ábyrgð sína.

Innlent
Fréttamynd

Þeir hækki launin sem geta

Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, vill að útflutningsfyrirtæki, sem njóta góðs af veikri krónu, veiti starfsfólki sínu launahækkanir. Vill hann að „sótt verði að þeim atvinnugreinum sem hafa borð fyrir báru til að hækka verulega laun sinna starfsmanna" eins og segir í frétt á síðu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

FFSÍ gagnrýnir kaup á Vestia

Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, FFSÍ, telur að stjórn Framtakssjóðs lífeyrissjóða hafi farið út fyrir hlutverk sitt með kaupum á Vestia af Landsbankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endurbótum þarf að hraða

Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir nauðsynlegt að umbætur á fyrirkomulagi dómsmála í Króatíu virki eins og til er ætlast áður en landið getur fengið aðild að ESB.

Erlent
Fréttamynd

Selja ríkisbíla í ýmsu ástandi

Uppboð á bílum og öðrum tækjum í eigu ríkisstofnana fer fram hjá Ríkiskaupum í dag. Í boði eru 24 tæki, flest bílar, sem samkvæmt vef Ríkiskaupa eru í ýmsu ástandi.

Innlent
Fréttamynd

Öllum erfitt að fjalla um mál ráðherrana

Mælt var fyrir skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á Alþingi í gær. Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndarinnar, fór fyrst almennum orðum um vinnu nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem talar fyrir fólkið mun sigra

Reynsla Norðmanna af tveimur atkvæðagreiðslum um aðild að því sem í dag heitir Evrópusambandið sýnir að það eru ekki endilega efnahagsleg rök eða varðstaða um auðlindir sem ráða mestu um útkomuna, heldur eðli þeirrar orðræðu sem andstæðar fylkingar hafa uppi.

Innlent
Fréttamynd

Lögmenn ráða hvaða gögn þeir vilja sjá

Formaður slitastjórnar Glitnis hafnar alfarið ásökunum um að slitastjórnin sé að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum með kröfugerð í dómsmáli sem slitastjórnin rekur nú í New York í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Almenningur vill sjá vægari refsingar

Almennir borgarar á Norðurlöndunum eru refsimildari en dómstólar þeirra. Þetta sýnir umfangsmikil norræn rannsókn á afstöðu almennra borgara til refsinga. Niðurstöðurnar voru kynntar á norrænu dómstólaþingi í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur fylgir væntingum

Væntingavísitalan, sem Capacent Gallup mælir reglulega, virðist samkvæmt samanburði sem sjá má á vef Datamarket haldast þétt í hendur við fylgi Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti síðustu árin. Stjórnmálafræðingur segir erfitt að svara því hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega fylgni.

Innlent