Verslun

Fréttamynd

Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár

Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB

Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

„Þarft framtak að líta okkur nær“

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi hefur tekið saman lista yfir allar þær verslanir hér á landi sem selja íslenska hönnun. Markmiðið er að einfalda leit að íslenskri hönnunarvöru, hvort sem það er í þeim tilgangi að fegra heimilið, bæta við fataskápinn, versla gjafir eða annað.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tvær bækur sama höfundar tilnefndar

Félag bókaútgefenda tilkynnti nú rétt í þessu um hvaða höfundar hljóta tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þar er eitt og annað sem kemur á óvart svo sem það að einn höfundur er tilnefndur fyrir sitthvort verkið.

Menning
Fréttamynd

Engill í Bónus: „Fannst ég ekki eiga þetta skilið“

„Þetta var mjög skrítin en á sama tíma góð tilfinning. Hefði verið skiljanlegt ef ég hefði verið í vandræðum með að borga, en það var ekki málið svo maður átti engan vegin von á því að þetta gæti gerst. En þetta gefur von, og kallar fram kærleikstilfinningu og hjá mér kallar þetta fram löngun til að gera þetta fyrir fleiri,“ segir Garðbæingurinn Guðrún Brynjólfsdóttir í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði

Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óskastaðan að lágmarksfjöldi yrði hækkaður í tuttugu

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, kallar eftir því að lágmarksfjöldi í verslunum verði hækkaður upp í tuttugu og að stærri verslanir fái heimild til að taka á móti allt að hundrað manns í einu. „Það er staða sem við getum auðveldlega lifað með til jóla,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki

Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kjaftshögg á Kirkjubæjarklaustri

Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps segir það kjaftshögg fyrir íbúa sveitarfélagsins að Krónan ætli að loka Kjarvalsverslun sinni á Kirkjubæjarklaustri um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

„Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“

Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sak­laust kaffi­boð hjá ömmu sendi nokkra í ein­angrun

Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi.

Innlent