Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

„Þurfum að fá smitstuðulinn undir einn“

Sóttvarnalæknir segir að að þó smitstuðull hafi lækkað þurfi hann að lækka frekar svo hægt verði að slaka á sóttvarnaraðerðum.  Prófessor  í líftölfræði ítrekar mikilvægi þess að fólk fari að ítrustu sóttvarnarreglum svo þessi stuðull lækki á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

„Við getum útrýmt veirustofni“

Það er ekkert því til fyrirstöðu að útrýma þeim stofni kórónuveirunnar sem nú er við að etja á Íslandi að mati yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

„Búið að hafna mér milljón sinnum“

Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili.

Innlent
Fréttamynd

Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum

Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar.

Innlent
Fréttamynd

Vill Víði áfram í íþróttamálum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ætla að óska eftir því við Víði Reynisson yfirlögregluþjón að hann haldi áfram hlutverki sínu í samskiptum og ákvarðanatöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Víðir sé ómetanlegur í þeirri vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða.

Innlent