Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Ríkið eykur kostnaðar­þátt­töku vegna tann­réttinga

Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu í dag tímamótasamning um tannréttingar. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum.

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu prósent kjós­enda VG styðja nú Sam­fylkinguna

Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur.

Innlent
Fréttamynd

Hjá­róma her­óp ríkis­stjórnar­and­stæðinga

Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll.

Skoðun
Fréttamynd

Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ás­mund lykil­mann í fjöl­skyldu­harm­leiknum

Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 

Innlent
Fréttamynd

Bjarni ó­sam­mála ákvörðun Svandísar um strandveiðar

Þingmaðurinn Bjarni Jónsson segist vera ósammála flokkssystur sinni, matvælaráðherranum Svandísi Svavarsdóttur, varðandi strandveiðar. Hann gagnrýnir ráðuneytið fyrir styttingu tímabilsins og hvetur það til þess að auka við strandveiðikvótann. Segir Bjarni að hægt sé að gera það strax í ár.

Innlent
Fréttamynd

Banda­rískur kjarn­orku­kaf­bátur við Ís­land

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware kom í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi í dag. Varðskipið Þór fylgdi kafbátnum frá ytri mörkum landhelginnar í Stakksfjörð þar sem áhafnarmeðlimir voru teknir um borð í kafbátinn.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún Sesselja skipuð héraðs­dómari

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra kort­leggur loft­gæði grunn- og leik­skóla­barna

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að ráðast í átaksverkefni um kortlagningu innilofts í skólum og leikskólum. Markmið verkefnisins er að fá yfirsýn yfir stöðuna en samkvæmt minnisblaði ráðherra eru engin heildstæð opinber gögn til um málefnið.

Innlent
Fréttamynd

Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum

Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustan flytji út gestrisni þjóðarinnar

Verkefninu Góðir gestgjafar var hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu í gær, föstudaginn 14. júlí, þar sem þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri opnuðu vefsíðu verkefnisins og birtu sín póstkort á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Ólga innan björgunar­sveita vegna tíu milljóna Grinda­víkur­styrks

Björgunarsveitin Þorbjörn hlaut í gær tíu milljóna króna styrk frá ríkinu til brunavarna á gossvæðinu á Reykjanesi. Nokkur óánægja ríkir meðal björgunarsveitarfólks vegna styrkveitingarinnar, þar sem fjölmargar sveitir komi að verkefninu og því eigi styrkurinn að renna jafnt til sveita eftir aðkomu.

Innlent
Fréttamynd

Biden kallaði Katrínu Írlandsdóttur

Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund leiðtogum Norðurlandana í vikunni. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands kallaði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrst dóttur Írlands og svo dóttur Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Segir refsi­á­byrgð ráð­herra í starfi ó­mark­vissa í nú­gildandi lögum

Stóru deilumálin þrjú í íslenskum stjórnmálum þessi dægrin; Íslandsbankamálið, Hvalamálið og Lindarhvolsmálið, hafa vakið upp ýsmar spurningar um ábyrgð ráðherra í störfum sínum. Rannsóknasérfræðingur í lagadeild Háskóla Íslands, Haukur Logi Karlsson, segir í grein á vef skólans að ráðherrar tilheyri elítu í samfélaginu sem verði ekki sóttir til saka vegna brota í starfi eftir sömu reglum og aðrir.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfi í takt við tímann

Árið 1947 var samþykkt á Alþingi að hækka hámarksaldur starfsmanna ríkisins úr 65 árum í 70 ár á þeim forsendum ,,…að flestir opinberir starfsmenn væru færir um að gegna starfinu til sjötugs“. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins frá árinu 1947 þá stendur reglan um 70 ára hámarksaldur starfsmanna ríkisins óbreytt.

Skoðun
Fréttamynd

Strandveiðimenn boða til mótmæla

Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Biden segir Bandaríkin og Norðurlönd deila sögu og framtíðarsýn

Forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt mjög frjálslegan og opinn fund með forseta Bandaríkjanna í Helsinki í dag. Auk öryggismála hafi meðal annars verið rætt um jafnréttis- og loftslagsmál ásamt málefnum Norðurslóða. Bandaríkjaforseti segir ríkin deila sameiginlegri sýn um frelsi og samvinnu.

Erlent