

„Það sem við finnum einna sterkast er að viðhorf stjórnenda skiptir lykilmáli, hvort þeir sýni vilja og stuðning sinn í verki, sýni gott fordæmi, skoði verkefnaval og forgangsröðun í samræmi við styttinguna og séu tilbúnir að treysta starfsmönnum sínum til að skila góðu verki þótt þeir vinni styttri vinnuviku eða nýti sér annan sveigjanleika í starfi. Það sem skiptir þó mestu máli er að lykilstjórnendur sammælist um markmið með breytingunni og trúi á að hún muni skila vinnustaðnum velsæld,“ segir Guðríður Sigurðardóttir hjá Attentus um styttingu vinnuvikunnar.
„Það skiptir öllu máli að vinnustaðurinn láti mann finna að sorgin og söknuðurinn sem maður er að fara í gegnum sé viðurkenndur, svigrúm veitt til að syrgja en á sama tíma séu skilaboðin skýr um að maður skipti máli sem starfsmaður og að þeir vilji mann aftur. Þetta er algjört lykilatriði í skilaboðum vinnuveitenda til þess sem missir náinn ástvin," segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar.
„Mjög margir tala um að þeir hafi snúið of fljótt til vinnu eftir andlát ástvinar og sjá eftir því. Fólk talar um að það hefði viljað gefa sér meiri tíma,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar.
Atvinnulífið mun taka margt með sér frá árinu 2020 og það telst varla fréttnæmt í dag að fjarvinna er komin til að vera. En hver verða „trendin" árið 2021 og hvaða áherslur verða einkennandi fyrir atvinnulífið?
Hugtakið störf án staðsetningar hefur raungerst í vestfirsku sjávarþorpi með skrifstofuhóteli þar sem tugur einstaklinga sinnir störfum fyrir ólíka aðila. Í gömlu símstöðinni í Flateyri eru búið að innrétta fjölda skrifstofurýma, meðal annars fyrir Lýðskólann.
Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú.
Vinnustaðir eru aðeins að sjá toppinn á ísjakanum hvað varðar áhrif Covid á líðan starfsfólks. Einangrunin, fjarvinnan og samkomubann eru allt atriði sem eru að hafa áhrif á fólk sem ekki sér alveg fyrir endann á enn þá hvaða afleiðingar muni hafa.
Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði.
Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni.
Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum.
Vinnustaðurinn er oft einu tengslin sem þolendur heimilisofbeldis hafa við samfélagið og þeir skipta miklu máli til að sporna við ofbeldinu segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins meðal annars í viðtaliÞá getur samstarfsfól. k verið vakandi yfir vísbendingum um ofbeldi.
Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína.
Lárétt starfsþróun er eitthvað sem Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar hvetur stjórnendur til að skoða því það að príla upp skipurit fyrirtækja er ekkert endilega sú leið sem á lengur við.
Ánægt starfsfólk eru bestu meðmælendur vinnustaða og aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði hefur sýnt sig að gagnist vel til að byggja upp vellíðan og ánægju starfsfólks.
Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp.
Samkvæmt rannsóknum er neikvæð hegðun starfsfólks meira smitandi en jákvæð.
Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum.
Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt.
Dagar skrifstofurýma eru senn taldir og skipuleggja þarf miðborgir upp á nýtt. Þá þarf að endurútfæra öll vinnuréttindi þar sem fjarvinna er komin til að vera.
Gallup mælir áhuga og upplifun fólks á fjarvinnu. Hér fer Sóley Kristjánsdóttir hjá Gallup yfir helstu atriði sem fólk upplifir sem kosti eða galla fjarvinnu.
Niðurstöður Gallup sýna að flestir vilja halda áfram að vinna í fjarvinnu að hluta til.
Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim.
Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér.
Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um.
Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda.
Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni.
Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér.
Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það rætt og fjallað hvernig stjórnendur eigi helst að beita sér og hegða gagnvart starfsfólki sínu en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum.
Vinnustaðasambönd hafa átt undir högg að sækja síðustu árin ef marka má rannsóknir. Nú er kórónufaraldurinn sagður líklega til að draga enn úr myndun slíkra sambanda.
Að eiga vin í vinnunni getur virkað sem hvatning til þess að vinna meira eða hraðar. Einmanaleiki í vinnu er mjög algengur.