Breiðablik

Breiðablik getur tryggt sér titilinn í dag með smá hjálp frá KR
Fimm leikir fara fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í dag og gæti farið svo að Breiðablik sé orðið Íslandsmeistari áður en það fer að myrkva um kvöldmatarleytið.

Real Madríd til Íslands í desember
Fyrr í dag var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna megin. Nú er ljóst hvenær leikirnir fara fram. Leikur Breiðabliks og Real Madríd fer fram miðvikudaginn 8. desember.

Kennir „hræðilegri skammsýni“ bæjaryfirvalda um vanda Blika
„Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA.“ Þetta segir Pétur Hrafn Sigurðsson í grein þar sem hann gagnrýnir bæjaryfirvöld í Kópavogi vegna aðstöðuleysis meistaraflokka Breiðabliks í Evrópukeppnum í fótbolta.

Jason Daði á sprettinum í meira en 1,6 kílómetra í sigrinum á Val
Jason Daði Svanþórsson átti mjög góðan leik með Breiðabliki í 3-0 sigri á Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta um helgina og það kemur líka fram í hlaupatölunum úr leiknum.

„Þið takið þær hundrað prósent“
Ásta Eir Árnadóttir tók sér stutta pásu frá störfum sínum á markaðsdeild IKEA í hádeginu til að sjá hvaða stórliðum hún mætir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hún var nokkuð hress eftir að Blikar drógust gegn Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu.

Breiðablik í riðli með PSG og Real Madrid
Breiðablik er í riðli með Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Breiðablik og heimavöllurinn
Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika.

Sjáðu mörkin sem skutu Blikum á toppinn, héldu vonum ÍA á lífi og öll hin
Fimm leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta á laugardag. Breiðablik vann 3-0 sigur á Val og tyllti sér á topp töflunnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Víkingar fóru tímabundið á toppinn og ÍA heldur í vonina. Öll mörkin má sjá hér að neðan.

Þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag
Vilhjálmur Kári, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur með 6-1 sinna stelpna á öflugu liði Þróttar R. í lokaumferð Pepsi-Max deild kvenna í dag.

Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur R. 6-1 | Engin Evrópyþynnka í Blikum
Breiðablik valtaði yfir Þrótt Reykjavík í lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna í dag, lokatölur 6-1. Gefur þessi leikur ekki góð fyrirheit fyrir Þróttara en þessi lið mætast í úrslitum Mjólkurbikarskvenna þann 1. október næstkomandi.

Eysteinn: Gerum allt til þess spila á Kópavogsvelli
Eysteinn Lárusson, framkvæmdastóri Breiðabliks, stendur í ströngu þessa dagana vegna þátttöku kvennaliðs Breiðabliks í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Guðjón Guðmundsson fréttamaður tók hann tali.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Breiðablik færist nær Íslandsmeistaratitlinum
Breiðablik rúllaði yfir Val 3-0. Þetta var tólfti leikurinn sem Breiðablik vinnur í röð þegar liðið spilar í Kópavogi. Það var markalaust í hálfleik. Breiðablik gengu hins vegar á lagið í þeim síðari og gerðu þrjú mörk. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika.

Árni Vilhjálmsson: Það er mýta að Breiðablik höndlar ekki baráttu
Breiðablik færðist nær Íslandsmeistaratitlinum með 3-0 sigri á Val í kvöld. Árni Vilhjálmsson, skoraði eitt mark í leiknum og var afar sáttur með sigurinn.

Óskar Hrafn: Hef ekki verið nálægt titli
Það er alger stórleikur sem fer fram á Kópavogsvelli í kvöld þegar heimamenn í Breiðablik fá Val í heimsókn. Blikar hafa verið á mikilli siglingu en Valur hefur hikstað. Guðjón Guðmundsson fréttamaður tók hús á Óskari Hrafni, þjálfara Breiðabliks, fyrir leikinn.

Vilhjálmur hættir með Breiðablik
Vilhjálmur Kári Haraldsson mun ekki þjálfa kvennalið Breiðabliks á næsta keppnistímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Tekst óstöðvandi Blikum að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda eða minna Íslandsmeistar Vals á sig?
Breiðablik og Valur mætast í leik leikjanna á Kópavogsvelli í kvöld. Fyrir leik eru Blikar með 41 stig á toppi Pepsi Max deildar karla á meðan Valur er í 3. sæti með 36 stig.

Fögnuðu sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með bragðaref
Það er fátt íslenskara en að fá sér bragðaref, það er ís með allskyns nammi, þegar fagna skal stórum áfanga.

Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg
Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina.

Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning
Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld.

Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona
Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt.

„Dauðafæri fyrir Breiðablik að komast í riðlakeppnina“
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Breiðablik sé í dauðafæri til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Sigur í dag færir Breiðabliki 75 milljónir og leiki fram að jólum
Breiðablik er öruggt um að fá rúmar 20 milljónir króna fyrir að spila gegn króatíska liðinu Osijek í dag. Sigur færir liðinu að lágmarki 75 milljónir og leiki við einhver af bestu liðum Evrópu fram að jólum.

Sigur í dag og Breiðablik gæti mætt Barcelona, Real Madríd eða Lyon: „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið“
„Ég sé þetta bara fyrir mér sem sigur hjá okkur, við leggjum upp með það,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 og Vísi um stórleik dagsins á Kópavogsvelli.

Blikar fá að spila 60 milljóna leikinn þrátt fyrir að leikmaður hafi smitast
Einn leikmaður Breiðabliks hefur greinst með kórónuveirusmit í aðdraganda seinni leiksins við króatíska liðið Osijek, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik
Breiðablik kom í heimsókn á Samsung völlinn í hádeginu í dag til þess að spila við Stjörnuna í Pepsi-Max deild kvenna. Lítið var undir í þessum leik þar sem Breiðablik er öruggt í 2.sæti og Stjarnan siglir lygnan sjó um miðja deild. Bæði liðin því að mörgu leyti sátt við lokatölur leiksins, 3-3 jafntefli.

Vilhjálmur Kári: Við klárum þetta á heimavelli
Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks var sáttur með frammistöðuna sem lið hans sýndi í Króatíu í dag. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Króatíumeistara Osijek í fyrri leik umspils um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Umfjöllun: Osijek - Breiðablik 1-1 | Jafnt í Króatíu þrátt fyrir yfirburði Blika
Breiðablik mætti NK Osijek frá Króatíu í forkeppni Meistaradeildar kvenna fyrr í dag og þrátt fyrir mikla yfirburði Blikaliðsins var niðurstaðan 1-1 jafntefli þar sem Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Blika.

Sárt að yfirgefa Seltjarnarnes en spennandi tímar fram undan
Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu og markahæsti leikmaður Lengjudeildar karla í fótbolta, er spenntur fyrir fyrirhuguðum vistaskiptum til Breiðabliks. Erfitt verði að yfirgefa heimahagana á Seltjarnarnesi en gott verði að endurnýja kynni við gamlan þjálfara hans.

Var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum
Breiðablik, Víkingur og Valur eru á toppi Pepsi Max deildar karla þegar þrjár umferðir eru eftir. Mótið hefur ekki verið jafn spennandi í háa herrans tíð.