ÍBV

Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn
Þrír leikir fóru fram í gær í Bestu deild karla. Það var ekki mikið um mörk, en það má sjá þau öll í spilurunum hér fyrir neðan.

„Búnir að vera á smá hrakhólum“
„Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum
ÍBV og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í steindauðum fótboltaleik á Hásteinsvelli í 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta síðdegis.

Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
„Hér er kominn óboðinn gestur,“ sagði Kristinn Kjærnested sem er að lýsa leik ÍBV gegn Víking þegar hundur hljóp inn á völlinn.

Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli
Eyjakonur vígðu nýtt gervigras á Hásteinsvelli í kvöld með 5-1 stórsigri á sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í Lengjudeild kvenna.

Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum
Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum er leikfær eftir framkvæmdir við völlinn sem staðið hafa yfir um hríð. Fyrsti leikur á nýlögðu gervigrasi fer fram í kvöld.

Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin
Fjölmörg flott mörk voru skoruð í leikjunum fjórum sem fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Þau má öll sjá í spilurunum hér fyrir neðan.

Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna
Fram og ÍBV mættust á Lambhagavellinum í dag og lauk leiknum með 2-0 sigri heimamanna í kaflaskiptum leik.

„Er dómarinn bara alltaf í símanum?“
Orkumótið í knattspyrnu er í fullum gangi í Vestmannaeyjum þessa stundina en þar taka þátt ungir knattspyrnumenn frá félögum víðsvegar um land.

Uppgjörið: ÍBV-Afturelding 1-2 | Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sögulegan sigur
Afturelding vann sinn fyrsta útisigur frá upphafi í efstu deild þegar liðið sótti þrjú stig til Vestmannaeyja í kvöld. Afturelding vann leik nýliðanna 2-1 eftir að Eyjamenn komust 1-0 yfir í fyrri hálfleik hálfleik.

„Þetta er verra hjá strákunum heldur en hjá stelpunum“
Mótstjóri ÍBV segir tilkynningum um óviðeigandi hegðun foreldra á fótboltamótum hafa fækkað en þó berist alltaf einhverjar. Hins vegar séu feður á fótboltamótum stráka mun harorðaðri og æstari heldur en á fótboltamótum stelpna.

Markaveisla Mosfellinga, Blikar á toppi, sigurmark Vestra og öll mörkin í Bestu
Nú er hægt að sjá öll mörkin úr fimm fyrstu leikjum elleftu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Fjórir leikir fóru fram í gær og einn á laugardagskvöldið.

Uppgjörið: ÍBV - Breiðablik 0-2 | Blikar ekki í vandræðum í Eyjum
Íslandsmeistarar Breiðabliks gerður sér góða ferð til Vestmannaeyja þegar þeir lögðu ÍBV 0 - 2 á Þórsvelli í 11. umferð Bestu deildar karla. Með sigrinum skellir Breiðabliks sér á toppinn í bili en Víkingar eiga þó leik til góða á morgun.

Ekki spilað á Þjóðhátíð og meistararnir á heimavelli
Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í kvöld, um leið og öllum leikjum í 8-liða úrslitum var lokið. Mögulegt er að Valur og Breiðablik leiki aftur til úrslita, rétt eins og í fyrra þegar Valur vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli.

Bíða eftir gúmmíi og spila á Þórsvelli eins og stelpurnar
Eyjamenn neyðast til að spila heimaleiki sína áfram á Þórsvelli um sinn þó að búið sé að leggja gervigras á Hásteinsvöll, því beðið er eftir sendingu af gúmmíkurli á nýja völlinn.

ÍBV sótti sigur og sæti í undanúrslitum
ÍBV varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna, með 3-1 sigri á útivelli gegn Tindastóli. Heimakonur jöfnuðu um miðjan seinni hálfleik en gáfu frá sér víti fimm mínútum síðar sem fór með leikinn.

Sjáðu miðjumark Sverris, tvennu Tobiasar, rautt á Alex og Atla stela sigri
Fimm leikir fóru fram í 10. umferð Bestu deildar karla í gærkvöldi. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í Hafnarfirði en mörk úr hinum fjórum leikjunum má finna hér fyrir neðan.

„Gott veganesti inn í kærkomið frí“
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við spilamennsku liðs síns þegar það bar sigurorð af Skagamönnum með þremur mörkum gegn engu í leik liðanna í 10. umferð Bestu-deildar karla í fótbotla á Akranesi í kvöld.

Uppgjörið: ÍA - ÍBV 0-3 | Eyjamenn fara með tvo sigurleiki á bakinu inn í hléið
ÍBV vann sannfærandi 3-0 sigur þegar liðið sótti ÍA heim á Elkem-völlinn á Akranes í tíundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sverrir Páll Hjaltested skoraði tvö marka Eyjaliðsins sem hefur nú haft betur í tveimur deildarleikjum í röð og fikrar sig upp töfluna á meðan Skaginn situr fastur á botninum.

Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum
Það var hátíð í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tók á móti FH á Þórsvelli í 9.umferð Bestu deildar karla í kvöld. Eyjamenn sem höfðu ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og sátu í 10. sæti fyrir leikinn, náðu loks að snúa við blaðinu með dramatískum 2-1 sigri í dag.

Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans
Knattspyrnudeild ÍBV hélt herrakvöld í félagsheimili Víkings í Safamýri í Reykjavík á föstudagskvöld þar sem Ásgeir Sigurvinsson var sérstakur heiðursgestur. Var honum þakkað sérstaklega fyrir hans framlag til íslenskar knattspyrnu í tilefni þess að hann varð sjötugur þann 8. maí. Ásgeir er uppalinn í Eyjum.

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Heimasigrar unnust í öllum fjórum leikjum gærdagsins í Bestu deild karla. Vestri, Víkingur, Valur og KA unnu öll sína leiki.

Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik
Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld.

Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar
Omar Sowe, framherji ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, er með slitið krossband og verður ekki meira með nýliðunum á leiktíðinni. Þá er Oliver Heiðarsson meiddur og verður frá næstu vikurnar.

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í blíðskaparveðri á Þórvellinum í Vestmannaeyjum í dag.

ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu
Jakob Ingi Stefánsson hefur samið við ÍBV og mun leika með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Samningurinn er til tveggja ára.

Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið
KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla.

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Leik KR og ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta hefur verið seinkað um tvo tíma. Leikurinn átti að fara fram klukkan 17:00 en verður á dagskrá klukkan 19:00 á Avis-vellinum í Laugardal.

Frá Eyjum til Ísraels
Handboltamarkvörðurinn Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV síðustu ár hefur ákveðið að yfirgefa Vestmannaeyjar og halda til Ísraels.

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Eyjamenn ofbuðu Albert Brynjari Ingasyni með slæmum útfærslum á föstum leikatriðum í leiknum gegn Vestramönnum. Hann valdi þær fjórar verstu í Stúkunni.