Víkingur Reykjavík

Svona var blaðamannafundur Víkings
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu.

Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“
„Þetta hlýtur að vera besta árið mitt hingað til,“ segir Júlíus Magnússon, nýkrýndur bikarmeistari í Noregi með liði Frederikstad sem er að upplifa hamingjuríka tíma innan sem utan vallar. Hann er á leiðinni með félaginu í Evrópukeppni.

Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik
Tveir stórsigrar unnust í fyrstu leikjum Bose-bikarsins í fótbolta í dag. Víkingur og KR unnu sína leiki örugglega.

Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn
Fótboltadómarinn Elías Ingi Árnason kveðst hafa fengið áfall þegar hann sá endursýningu af umdeildum dómi sínum í leik ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Dómurinn hafði sitt um niðurstöðu leiksins að segja og segir Elías dóminn einfaldlega hafa verið rangan.

Árni Indriðason er látinn
Árni Indriðason, menntaskólakennari og sagnfræðingur, er látinn, 74 ára að aldri.

Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri
Á meðan að flest íslensk fótboltalið eru farin að huga að næstu leiktíð, eftir stutt frí, þá eru leiktíðirnar farnar að blandast saman hjá Víkingum sem mættu HK í Bose-bikarnum í kvöld.

Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna
Daníel Hafsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson eru gengnir til liðs við Víking frá Bikarmeisturum KA.

„Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“
Gísli Gottskálk Þórðarson batt saman bæði varnar- og sóknarleik Víkings inni á miðjunni hjá Víkingi þegar liðið leiddi saman hesta sína við FC Noah í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld.

„Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“
Aron Elís Þrándarson spilaði einkar vel inni á miðsvæðinu hjá Víkingi sem fer með eitt stig í farteskinu úr viðureign sinni við FC Noah í Jerevan í fjórðu umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld.

„Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“
Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur við að ná í stig til Jerevan þegar lærisveinar hans sóttu FC Noah heim í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan
Víkingur gerði markalaust jafntefli við FC Noah þegar liðin áttust við í fjórðu umferði í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í Jerevan í Armeníu í kvöld. Víkingur hefur sjö stig eftir fjóra leik og situr í 16. sæti deildarinnar.

Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum
Hundrað milljón krónur, tækifæri á umspili og þar með leiktíð fram í febrúar, og möguleiki á að tryggja Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar. Það er afskaplega mikið í húfi hjá Víkingum í Armeníu í dag, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta.

Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld
Armenska félagið FC Noah tekur á móti Víkingum í Sambandsdeildinni í kvöld en leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti í útsláttarkeppninni.

„Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“
Víkingar eru mættir til Armeníu eftir langt ferðalag og eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik gegn Noah í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á morgun. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir ekkert að marka 8-0 skellinn sem Noah fékk í síðasta leik, gegn Chelsea á Englandi.

Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed
Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands gat komið með góðar fréttir af stöðunni á knattspyrnumanninum Pablo Punyed.

Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum
Fram varð í kvöld fimmta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta.

Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað bæði Víking R. og Breiðablik vegna hegðunar stuðningsmanna í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta, sem fram fór í Víkinni 27. október. Sekt heimaliðsins er þrefalt hærri en sekt útiliðsins.

Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina
Víkingar gleðja ekki bara gjaldkerann sinn með frábæru gengi sínu í Evrópu heldur gætu þeir einnig hjálpað íslenskum fótbolta inn í þá Evrópukeppni sem hefur verið lokuð íslenskum liðunum síðustu ár.

„Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“
Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag.

Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar
Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar.

Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri
Víkingur vann sannfærandi 2-0 sigur þegar liðið fékk bosníska liðið Borac Banja Luka í heimsókn á Kópavgsvöllinn í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í dag. Víkingar eru komnir í góða stöðu að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum keppninnar þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

„Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“
Víkingar spila í dag sinn fyrsta leik eftir tapið sára í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingar misstu báða bikarana í sumar en tímabilið er ekki búið og Víkingar eru á heimavelli í Sambandsdeildinni í dag.

Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi
Víkingar leika afar mikilvægan leik við Borac frá Bosníu á Kópavogsvelli í dag. Veðrið verður vonandi skárra en í aðdraganda leiksins þegar til að mynda auglýsingaskjáir við völlinn fuku um koll.

„Langar að svara fyrir okkur“
Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, segir leikmenn liðsins vilja svara fyrir sig í dag þegar þeir mæta Borac í Sambandsdeild Evrópu.

Svona var blaðamannafundur Víkings
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Borac Banja Luka í Sambandsdeild Evrópu á morgun.

Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí
Mikil gleði og stemning var á Kvennakvöldi Víkings í Safamýrinni síðastliðið laugardagskvöld. Færri komust að en vildu en uppselt varð á viðburðinn.

Haraldur hættir hjá Víkingi
Eftir að hafa verið framkvæmdastjóri Víkings í fjórtán ár hefur Haraldur Haraldsson ákveðið að hætta hjá félaginu.

Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu
Óspektir stuðningsmanna á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta eru komnar inn á borð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Víkingar kalla einnig eftir refsingu vegna skemmdarverka í skjóli nætur fyrir leik en ólíklegt mun vera að nefndin refsi Blikum vegna þeirra.

„Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ánægður með að lið hans sé ekki komið í frí eftir tap gegn Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta. Víkingar eiga að lágmarki eftir fjóra leiki í Sambandsdeild Evrópu á leiktíðinni og vilja nota þá til að hrista tapið gegn Blikum af sér.

Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta
Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu þegar þeir unnu öruggan 3-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik um titilinn. Í fréttinni má sjá einkunnagjöf Íþróttadeildar Vísis úr leiknum en maður leiksins kom vitaskuld úr liði Íslandsmeistaranna.