Þór Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn verður með í Evrópukeppni í vetur
Þór Þorlákshöfn mun taka þátt í Evrópubikarkeppni karla í körfubolta, FIBA Europe Cup, á næstu leiktíð. Hefur Körfuknattleikssamband Evrópu staðfest þátttökulið keppninnar. Fjögur efstu lið Íslandsmótsins fengu boð um þátttöku en Þórsarar voru eina liðið sem tók boðinu.

Kanadískur framherji til Þorlákshafnar
Þór Þorlákshöfn barst liðsstyrkur í dag fyrir komandi átök í Subway deild karla í körfubolta. Liðið samdi við Kanadamanninn Alonzo Walker.

Fotios semur við Þór Þorlákshöfn
Fotios Lampropolus er nýjasti leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn samkvæmt tilkynningu liðsins á facebook í kvöld.

Þórsarar fá besta unga leikmann fyrstu deildarinnar
Daníel Ágúst Halldórsson, besti ungi leikmaður 1. deildar karla í körfubolta á síðasta tímabili, er genginn í raðir Þórs í Þorlákshöfn frá Fjölni. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Þórsara.

Annar Þórsari í gegnum Þrengsli
Ragnar Örn Bragason hefur skrifað undir samning þess efnis að hann spili fyrir ÍR á næstu leiktíð.

Daniel Mortensen semur við Hauka
Besti erlendi leikmaður Subway-deildarinnar á síðasta tímabili, Daniel Mortensen, er búinn að ná samkomulagi við nýliða Hauka um að spila með þeim í deildinni á næsta leiktímabili.

Callum komst í einstakan hóp með Axel, Pálma og Páli
Callum Reese Lawson er Íslandsmeistari í körfubolta annað árið í röð og sá eini í heiminum sem getur sagt það.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit
Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí.

Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit
„Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld.

Valsmenn geta orðið fyrstir til að sópa báðum meisturum út
Valsliðið er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta eftir sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Þór úr Þorlákshöfn.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Þór Þ. 87-75 | Þægilegur sigur Valsara og meistararnir í vandræðum
Valsarar eru komnir með annan fótinn í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar eftir öruggan sigur á Íslandsmeisturum Þórs að Hlíðarenda í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 84–89 Valur | Valur tekur heimavallaréttinn af Þór
Valur stal heimavellinum af Íslandsmeisturum Þórs með fimm stiga sigri, 84-89, eftir framlengdan leik í Þorlákshöfn. Valur er nú 1-0 yfir í undanúrslita einvíginu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík – Þór Þorl. 86-90 | Grindvíkingar í sumarfrí
Þór Þorlákshöfn vann Grindavík í hörkuleik 86-90. Þetta var þriðji sigur Þórs í einvíginu gegn Grindavík sem tryggði Íslandsmeisturunum farseðilinn í undanúrslitin.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 102-79 | Þórsarar tóku forystuna eftir glansleik
Þór Þorlákshöfn er komið í 2-1 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Þór var yfir allan leikinn en seinni hálfleikur liðsins stóð upp úr þar sem Grindavík átti ekki möguleika.Þór vann á endanum 23 stiga sigur 102-79.

„Aldrei séð Davíð Arnar klikka á jafn mörgum þristum“
Þór Þorlákshöfn vann Grindavík afar sannfærandi 102-79 og tóku forystuna 2-1 í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar. Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var afar sáttur með sigurinn.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 86-85 Þór Þorlákshöfn | Háspenna í Grindavík
Grindavík tók á móti Þórsurum í leik tvö í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar í kvöld. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi allan tímann þar sem Þórsarar sigldu fram úr á lokasprettinum. Það var svipað uppá teningnum í kvöld nema nú tókst heimamönnum að snúa lukkunni sér í hag og kláruðu leikinn með ótrúlegri sigurkörfu frá EC Matthews, lokatölur í Grindavík 86-85.

Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny
„Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 93-88 | Góður endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur í fyrsta leik
Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum.

Ríkjandi meistarar hafa ekki tapað fyrsta leik í næstu úrslitakeppni síðan fyrir hrun
Það eru liðin fjórtán ár síðan að ríkjandi Íslandsmeistarar í körfubolta byrjuðu úrslitakeppnina ár eftir á tapi. Það gerðist síðast hjá KR-ingum vorið 2008.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík – Þór Þorlákshöfn 93-105 | Öruggur sigur Þórsara í upphitun liðanna fyrir úrslitakeppni
Þór frá Þorlákshöfn vann nokkuð þægilegan sigur á Grindavík í lokaumferð Subway-deildarinnar í kvöld. Liðin mætast í einvígi í 8-liða úrslitum sem hefst í næstu viku.

Lárus: Þurfum að horfa á stóru myndina
Lárus Jónsson sagði lítið að marka úrslitin í leiknum gegn Grindavík í kvöld enda heimaliðið án tveggja sterkra leikmmanna. Hann sagði Þórsara ekki geta verið alltof ósátta þó deildarmeistaratitillinn hafi runnið úr þeirra greipum.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 84-100| Áttundi deildarsigur Þórs Þorlákshafnar í röð
Þór Þorlákshöfn hristi af sér svekkjandi tap í bikarúrslitunum með góðum sigri á KR í Vesturbænum 84-100. Þetta var áttundi sigur Þórs Þorlákshafnar í röð í Subway-deildinni og er Þór í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þ. 93-85 | Stjarnan bikarmeistari 2022
Stjarnan er VÍS-bikarmeistari 2022 eftir frábæran sigur á Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar, lokatölur 92-85. Þetta er þriðji bikarúrslitatitill Stjörnunnar á síðustu fjórum árum.

Ragnar: Stjarnan betri en við á öllum sviðum
Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var afar svekktur með tap í bikarúrslitum gegn Stjörnunni 93-85.

„Gaman að hafa lánað Loga VÍS-bikarinn í smá tíma“
Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja skiptið á síðustu fjórum tímabilum. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sigur á Þór Þorlákshöfn 93-85.

„Ef maður fær galopið skot í horninu í jöfnum leik lætur maður það fljúga“
Davíð Arnar Ágústsson setti niður tvö stór skot undir lokin þegar Þór Þ. vann Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög jafn en Þórsarar höfðu sigur á endanum.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þór Þ. - Valur 90-85 | Þórsarar sterkari á svellinu undir lokin
Íslandsmeistarar Þórs Þ. eru komnir í úrslit VÍS-bikars karla eftir sigur á Val, 90-85, í Smáranum í kvöld. Þórsarar mæta Stjörnumönnum í úrslitaleiknum á laugardaginn.

„Mætum vel gíraðir og vonandi með alla Höfnina með okkur“
„Okkur langar í þennan. Hinn kom í fyrra og núna er vonandi kominn tími á þennan,“ sagði Ragnar Örn Bragason um bikarmeistaratitilinn sem er mögulega í boði fyrir Íslandsmeistara Þórs Þorlákshöfn ef þeir vinna Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í dag.

Körfuboltakvöld: Nýtt félagsmet Íslandsmeistaranna
Þór frá Þorlákshöfn er ríkjandi Íslandsmeistari í körfubolta og verða að teljast líklegir til að verja titilinn.