Besta deild karla

Fréttamynd

„Rýr stigasöfnun í deildinni vissu­lega á­hyggju­efni“

Sölvi Geir Ottesen var að mörgu leyti sáttur við spilamennsku Víkings þrátt fyrir tap liðsins gegn Stjörnunni í Bestu-deild karla í fótbolta í Víkinni í kvöld. Sölvi Geir hefur þó áhyggjur af rýrri uppskeru í deildinni upp á síðkastið og fannst vanta upp á einbeitingu í báðum vítateigum í leiknum í kvöld. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hall­grímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast

„Það var klárlega léttir að sjá boltann inni, ég var farin að hugsa að þetta myndi enda 0-0. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið hefðu geta skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-0 sigur á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag þar sem sigurmarkið kom þegar skammt var eftir af leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Smári: Á­nægður með orkustigið

Vestri vann dramatískan sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 með marki á 92. mínútu og var þjálfari Vestra, Davíð Smáir Lamude, ánægður með ýmislegt eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fengið nokkur skila­boð eftir skipti frá Val til KR

Orri Hrafn Kjartansson skipti nýverið frá toppliði Vals yfir til KR sem situr í fallsæti í Bestu deild karla. Liðin eru Reykjavíkurstórveldi og erkifjendur en það truflar Orra lítið, sem fékk þó einhver skilaboð frá Völsurum eftir skiptin. Hann kveðst viss um að KR geti snúið blaðinu við.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég var í smá sjokki“

„Þetta er bara mjög flott og hópurinn er jákvæður þó við séum ekki í bestu stöðunni í deildinni,“ segir Amin Cosic, nýr leikmaður KR í Bestu deild karla í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“

„Ég er mjög ósáttur að við höfum ekki unnið, á miðað við hvernig leikurinn spilaðist,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-1 jafntefli hans manna við Stjörnuna í Úlfarsárdal í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég er mjög þreyttur“

Steven Caulker kveðst þreyttur eftir að hafa spilað allar 90 mínúturnar í 1-1 jafntefli Stjörnunnar við Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Úrslitin eru svekkjandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Marka­metið hans Patricks Peder­sen í tölum

Patrick Pedersen varð í gærkvöldi fyrsti leikmaðurinn til að skora 132 mörk í efstu deild á Íslandi og Tryggvi Guðmundsson missti um leið markametið sem hann hefur átt síðan haustið 2011. Hér er hægt að sjá meira um það hvernig hann skoraði öll þessi mörk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu

Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í efstu deild á Íslandi, gat verið stoltur af því að hafa slegið metið í kvöld en að sama skapi svekktur með úrslit leiksins. Patrick skoraði bæði mörk Vals í 2-2 jafntefli við ÍA í 17. umferð Bestu deildar karla.

Fótbolti
Fréttamynd

Ómar Björn: Mis­reiknaði boltann

Ómar Björn Stefánsson reyndist hetja Skagamanna þegar þeir náðu í jafntefli gegn Val efsta liðið Bestu deildar karla. Hann skoraði jöfnunarmarkið með öxlinni þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Fótbolti
Fréttamynd

„Margir sem voru til­búnir að koma honum fyrir kattar­nef fyrir mig“

„Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn