Besta deild karla

Uppgjör og viðtöl: Vestri - HK 1-0 | Benedikt tryggði Vestra annan sigurinn í röð
Vestri og HK áttust við í áhugaverðri viðureign í dag. Leikurinn var heimaleikur Vestra en fór samt sem áður fram á Avis-vellinum í Laugardal. Ástæðan er sú að heimavöllur Vestra er ekki klár í slaginn. Fyrir leikinn var HK enn án sigurs en með eitt stig eftir þrjár umferðir en Vestri var með þrjú stig eftir að hafa náð í sigur á Akureyri í síðustu umferð. Líkt og þá vann Vestri 1-0 sigur.

„Alveg ljóst að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja“
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikmenn sína staðráðna í því að bæta fyrir svekkjandi tap fyrir Keflavík í miðri viku þegar liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó þurfa að aðlaga leikplan liðsins að slæmum grasvelli.

Spila loks vestur í bæ: „Held það verði fullt í Frostaskjólinu frá hádegi“
„Það er mikil spenna og verður gaman að spila fyrsta leikinn á alvöru heimavellinum,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, aðstoðarþjálfari KR, sem spilar sinn fyrsta leik á Meistaravöllum í Bestu deild karla í dag. Verkefnið er af stærri gerðinni en Breiðablik kemur í heimsókn í kvöld.

„Auðvitað voru þetta ekki gleðifréttir“
Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður Bestu deildar liðs KR, kýs að halda í bjartsýnina þrátt fyrir að eiga fyrir höndum endurhæfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik á dögunum.

KR fékk ungan Svía fyrir gluggalok
Meiðslum hrjáð lið KR náði að krækja í leikmann fyrir komandi átök í Bestu deildinni á lokadegi félagsskiptagluggans í gærkvöld. Þeir bregðast þannig við fámenni í framliggjandi stöðum á vellinum.

Krakkalæti og langt bann eða gult og málið dautt?
Skiptar skoðanir eru um rautt spjald sem Grétar Snær Gunnarsson fékk að líta í stórleik gærkvöldsins í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Þjálfari hans hjá FH skilur ekkert í dómnum en leikmaður Vals segir hann hafa hagað sér eins og barn.

Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag
FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Vaktin: Lokadagur félagsskiptagluggans á Íslandi
Félagsskiptagluggi KSÍ lokar á miðnætti í dag, 24. apríl. Vísir mun fylgja eftir öllum helstu tíðindum dagsins í vaktinni.

Vestri fær liðsstyrk úr dönsku úrvalsdeildinni
Vestri hefur gengið frá samningum við ungan kantmann sem liðið fær frá OB í dönsku úrvalsdeildinni.

Fylkir fær liðsstyrk frá Stjörnunni
Fylkir hefur fengið liðsstyrk á lokadegi félagaskiptagluggans. Sigurbergur Áki Jörundsson er genginn í raðir félagsins frá Stjörnunni.

Óli Kalli í Val og Beitir í HK
Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar í kvöld og fjöldi leikmanna á eftir að skipta um félag áður en dagurinn er allur.

Danijel Djuric á markið: Annars hefði ég aldrei fagnað svona
Danijel Dejan Djuric og félagar í Víkingi eru einir á toppi Bestu deildar karla eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í þriðju umferðinni um helgina. Djuric var með mark og stoðsendingu í leiknum og heldur hann markinu sínu eftir að leikskýrslan hefur verið staðfest af KSÍ.

Ekroth og þrír aðrir í banni í næstu umferð Bestu deildarinnar
Oliver Ekroth verður ekki í hjarta varnar Víkings þegar Íslandsmeistararnir mæta KA í 4. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á sunnudaginn þann 28. apríl. Ekroth er í banni líkt og þrír aðrir leikmenn deildarinnar.

Glugginn að lokast – Íslandsmeistari í KFA og Málfríður heim
Félagaskiptaglugginn í íslenska fótboltanum lokast á miðnætti annað kvöld og því fer hver að verða síðastur að styrkja sitt lið fyrir sumarið.

Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu
KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir.

„Mér fannst ódýrt af Arnari að bera þetta saman“
Atli Viðar Björnsson tók ekki undir gagnrýni Arnars Grétarssonar, þjálfara Vals, á dómara leiksins gegn Stjörnunni í Bestu deild karla.

Uppgjörið: Breiðablik - Keflavík 3-0 | Öruggt í fyrsta heimaleik nýja þjálfarans
Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Keflavík þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var fyrsti leikur liðsins í Bestu deildinni undir stjórn þjálfarans Nik Chamberlain sem kom frá Þrótti Reykjavík fyrir tímabilið.

Ólafur frá næstu vikurnar
Ólafur Guðmundsson, varnarmaður FH, verður frá næstu vikurnar. Hann fór meiddur af velli í sigri liðsins á HK í 3. umferð Bestu deild karla í fótbolta á dögunum.

„Maður vill ekki fara að vorkenna þeim“
Baldur Sigurðsson ræddi um slæma stöðu HK í Bestu deild karla í fótbolta, í nýjasta þætti Stúkunnar á Stöð 2 Sport.

Finnur Arnar fyrir pressunni? „Þjálfari félags sem svífst einskis til að ná árangri“
Valur tapaði fyrir Stjörnunni í fyrsta leik 3.umferðar Bestu deildar karla síðastliðið föstudagskvöld og sitja Valsmenn því aðeins með fjögur stig af níu mögulegum eftir fyrstu þrjá leiki sína á yfirstandandi tímabili. Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, virtist illa fyrir kallaður í viðtölum eftir leik og var staða hans til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport í gær.

Sjáðu mörkin úr stórleiknum, öðrum stórsigri ÍA í röð og sögulegum sigri Vestra
Tólf mörk voru skoruð í síðustu þremur leikjum 3. umferðar Bestu deildar karla. Víkingar og Skagamenn sýndu styrk sinn á meðan Vestramenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.

„Annað skiptið sem fullkomlega löglegt mark gegn Víkingum er dæmt af“
Halldór Árnason var svekktur eftir 4-1 tap Breiðabliks gegn Víkingi, þá sérstaklega í ljósi þess að mark var dæmt af Breiðabliki, sem hefði átt að standa að mati Halldórs.

„Margt búið að ganga á bakvið tjöldin“
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga sagði frammistöðu hans liðs hafa verið heilsteypta gegn Blikum í dag. Hann sagði að ýmislegt væri búið að ganga á bakvið tjöldin í Víkinni sem fólk vissi ekki af.

Jón Þór um Akranesvöllinn: „Hann verður frábær í sumar, eða eins frábær og hann verður“
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir 5-1 sigur ÍA gegn Fylki í Akraneshöllinni fyrr í dag.

„Leið eins og ég væri að svífa um völlinn“
Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga gegn Breiðablik í kvöld. Ari skoraði tvö mörk, skilaði góðri varnarvinnu og olli varnarmönnum Blika hugarangri með hraða sínum.

Uppgjör, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Breiðablik 4-1 | Meistararnir sýndu styrk sinn
Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Breiðablik á heimavelli sínum í Víkinni í kvöld.

„Geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn“
Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, var í skýjunum eftir að Vestri náði í sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.

„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu“
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður.

Uppgjörið: ÍA - Fylkir 5-1 | Risasigur gegn tíu Fylkismönnum
ÍA vann 5-1 stórsigur gegn Fylki í 3. umferð Bestu deildar karla. Fylkismenn misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1-0. ÍA komst þá fimm mörkum yfir en Fylkismenn klóruðu aðeins í bakkann undir lokin.

Uppgjör og viðtöl: KA - Vestri 0-1 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma
Vestri er komið á blað í efstu deild eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri í dag en Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma.