Körfubolti

Fréttamynd

„Ör­lítið verri en Geor­ge skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru.

Körfubolti
Fréttamynd

Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut

Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025.

Innlent
Fréttamynd

Semple á­fram í botn­bar­áttunni

Jordan Semple mun leika með Þór Þorlákshöfn út leiktíðina í Subway deild karla í körfubolta. Hann lék með KR fyrr á þessari leiktíð en var látinn fara þaðan fyrir ekki svo löngu síðan. Bæði lið eru í fallsæti deildarinnar sem stendur.

Körfubolti
Fréttamynd

Nei eða Já: „Verðum eigin­­lega að fá Lakers inn í þetta“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball.

Körfubolti
Fréttamynd

„Pínu fá­rán­legt hversu skringi­lega þeir byrjuðu tíma­bilið“

Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Axel og félagar aftur á sigurbraut

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro eru komnir aftur á sigurbraut eftir að liðið vann öruggan 29 stiga sigur gegn Treviso í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 101-72.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara setti átta í mikilvægum sigri

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átta stig fyrir Faenza er liðið vann góðan tíu stiga sigur gegn Libertas Moncalieri í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 72-62.

Körfubolti
Fréttamynd

KR semur við bakvörð frá Litáen

KR, botnlið Subway deildar karla í körfubolta, hefur samið við Justas Tamulis um að leika með liðinu út leiktíðina. KR hefur aðeins unnið einn deildarleik þar sem af er tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“

Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Kefla­­­vík-Fjölnir 107-78 | Þægi­legur Kefla­víkur­sigur í til­þrifa­litlum leik

Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er andskoti þreyttur og þarf bjór til að jafna mig“

Luka Dončić heldur áfram að gera fólk orðlaust. Hann skráði sig á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 60 stig, tók 21 frákast og gaf 10 stoðsendingar. Eftir leikinn, sem fór í framlengingu, sagðist Luka þurfa einum bjór að halda til að jafna sig. Viðtal við drenginn eftir leik sem og viðbrögð fólks við þessum magnaða leik má sjá hér að neðan.

Körfubolti