Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2023 12:16 Möguleg staðsetning hinnar nýrru þjóðarhallar. Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumathugun sérstakrar framkvæmdanefndar um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skýrslan var kynnt á sérstökum blaðamannafundi fyrr í dag og gerð opinber nú í hádeginu. Reiknað er með að ný þjóðarhöll verði reist fyrir aftan Laugardalshöll, við Suðurlandsbraut, þar sem reiknað er með að ein af línum Borgarlínunnar muni liggja. Rök fyrir þessari staðsetningu eru meðal annars eftirfarandi: Samlegðaráhrif við núverandi íþróttamannvirki í Laugardal Góð tenging við almenningssamgöngur Í skýrslunni kemur fram að áætlað sé að hlutverk þjóðarhallar verði fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Stærð aðalrýmisins miðist við 8.600 manns í sæti og allt að tólf þúsund geti sótt tónleika í höllinni. Fyrir ofan: Íþróttahöllinni í Þrándheimi sem var að einhverju leyti fyrirmynd við vinnu nefndarinnar. Fyrir neðan: Dæmigert plan fyrir íþróttahalllir. Þjóðarhöllin verði, með teknu tilliti til stoðrýma, nítján þúsund fermetrar. Telur nefndin einnig skynsamlegt að þjóðarhöllin verði aðgengileg almenningi dags daglega, t.d. með göngu- og hlaupabrautum. Áætlaður kostnaður er sem fyrr segir um fimmtán milljarðar. Fram kom á blaðamannafundinum að ekki væri búið að semja um skiptingu kostnaðar á milli ríkis og borgar, en bygging hallarinnar er samvinnuverkefni þeirra. 2-3 handboltavellir, fjórir körfuboltavellir Segir í skýrslunni að mesta gólfnýting hallarinnar miðist við flöt sem hægt er að nýta sem annaðhvort 2–3 handboltavelli, fjóra körfuboltavelli, sex blakvelli eða mismunandi blöndu notkunar fyrir boltaíþróttir til æfinga og keppni. Framkvæmdanefnd telur einnig skynsamlegt að miða við um það bil 8.600 sæti. Þeim sætum verði komið fyrir með blöndu af föstum bekkjum og bekkjum sem hægt er að draga út, allan hringinn. Gólf þegar útdraganlegar stúkur eru inndregnar geti rúmað að minnsta kosti fjóra körfuboltavelli og allt að þrjá handboltavelli til æfinga eða tvo handboltavelli til keppni. Íþróttahöllin í Þrándheimi í Noregi, sem virðist vera ákveðin fyrirmynd við vinnu framkvæmdanefndarinnar. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka höllina síðar meir. Áætlun nefndarinnar miðast við að höllin geti orðið tilbúin árið 2025. Fram kom í máli Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, á blaðamannafundinum áðan, að til þessi tímalína gæti staðist þyrfti að hafa hraðar hendur til að semja um það sem á eftir að semja um á milli ríkis og borgar. Er þar um að ræða kostnaðarskiptingu við byggingu hallarinnar, sem og rekstrarfyrirkomulag hennar. Reiknar nefndin með að árlega muni það kosta 300 milljónir að reka höllina. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir um rekstur hallarinnar, og þrjár sviðsmyndir um eignarhald hennar. Kynna má sér skýrsluna hér. Horfa má á blaðamannafundinn þar sem stuttlega var farið yfir efni skýrslunnar hér að neðan. Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Borgarstjórn Handbolti Körfubolti Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumathugun sérstakrar framkvæmdanefndar um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skýrslan var kynnt á sérstökum blaðamannafundi fyrr í dag og gerð opinber nú í hádeginu. Reiknað er með að ný þjóðarhöll verði reist fyrir aftan Laugardalshöll, við Suðurlandsbraut, þar sem reiknað er með að ein af línum Borgarlínunnar muni liggja. Rök fyrir þessari staðsetningu eru meðal annars eftirfarandi: Samlegðaráhrif við núverandi íþróttamannvirki í Laugardal Góð tenging við almenningssamgöngur Í skýrslunni kemur fram að áætlað sé að hlutverk þjóðarhallar verði fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Stærð aðalrýmisins miðist við 8.600 manns í sæti og allt að tólf þúsund geti sótt tónleika í höllinni. Fyrir ofan: Íþróttahöllinni í Þrándheimi sem var að einhverju leyti fyrirmynd við vinnu nefndarinnar. Fyrir neðan: Dæmigert plan fyrir íþróttahalllir. Þjóðarhöllin verði, með teknu tilliti til stoðrýma, nítján þúsund fermetrar. Telur nefndin einnig skynsamlegt að þjóðarhöllin verði aðgengileg almenningi dags daglega, t.d. með göngu- og hlaupabrautum. Áætlaður kostnaður er sem fyrr segir um fimmtán milljarðar. Fram kom á blaðamannafundinum að ekki væri búið að semja um skiptingu kostnaðar á milli ríkis og borgar, en bygging hallarinnar er samvinnuverkefni þeirra. 2-3 handboltavellir, fjórir körfuboltavellir Segir í skýrslunni að mesta gólfnýting hallarinnar miðist við flöt sem hægt er að nýta sem annaðhvort 2–3 handboltavelli, fjóra körfuboltavelli, sex blakvelli eða mismunandi blöndu notkunar fyrir boltaíþróttir til æfinga og keppni. Framkvæmdanefnd telur einnig skynsamlegt að miða við um það bil 8.600 sæti. Þeim sætum verði komið fyrir með blöndu af föstum bekkjum og bekkjum sem hægt er að draga út, allan hringinn. Gólf þegar útdraganlegar stúkur eru inndregnar geti rúmað að minnsta kosti fjóra körfuboltavelli og allt að þrjá handboltavelli til æfinga eða tvo handboltavelli til keppni. Íþróttahöllin í Þrándheimi í Noregi, sem virðist vera ákveðin fyrirmynd við vinnu framkvæmdanefndarinnar. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka höllina síðar meir. Áætlun nefndarinnar miðast við að höllin geti orðið tilbúin árið 2025. Fram kom í máli Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, á blaðamannafundinum áðan, að til þessi tímalína gæti staðist þyrfti að hafa hraðar hendur til að semja um það sem á eftir að semja um á milli ríkis og borgar. Er þar um að ræða kostnaðarskiptingu við byggingu hallarinnar, sem og rekstrarfyrirkomulag hennar. Reiknar nefndin með að árlega muni það kosta 300 milljónir að reka höllina. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir um rekstur hallarinnar, og þrjár sviðsmyndir um eignarhald hennar. Kynna má sér skýrsluna hér. Horfa má á blaðamannafundinn þar sem stuttlega var farið yfir efni skýrslunnar hér að neðan.
Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Borgarstjórn Handbolti Körfubolti Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent