Alþingiskosningar 2021

Bein útsending: Niðurstaða fæst í kjörbréfamálið
Þingsetningarathöfn Alþingis verður fram haldið klukkan eitt í dag. Á dagskrá þingfundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur um þær tillögur sem fram hafa komið um lausn á kjörbréfamálinu.

Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar
Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest.

Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag
Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt.

Grunar kosningasvik í Suðvesturkjördæmi
Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum.

Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld
Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu.

Reiknað með að atkvæðagreiðslu um kjörbréf ljúki annað kvöld
Enn liggur ekki fyrir hversu margar tillögur koma til atkvæðagreiðslu á Alþingi á morgun varðandi staðfestingu eða synjun kjörbréfa vegna alþingiskosninganna í lok september. Niðurstaða þingsins ræður miklu um hvenær ný ríkissjórn og stjórnarsáttmáli verða kynnt.

Sjálfstætt fólk - Áskorun
Samkvæmt gildandi stjórnarskrá eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Sem borgarar eru þeir einnig bundnir við gildandi lög í landinu.

Alvarlegast hvernig staðið var að vörslu kjörgagna
Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær.

Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist.

Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu.

Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna
Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið.

Bein útsending: Alþingi sett eftir langt hlé
Nýtt löggjafarþing verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfn klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni.

Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Flokkur fólksins mynda meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd
Búist er við að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins myndi meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd um að leggja til að niðurstaða seinni talningar í kosningunum í Norðvesturkjördæmi verði látin gilda. Stjórnarflokkarnir verða því ekki samferða í málinu.

Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé
Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett.

Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið
Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið.

Segir Staksteinahöfund hafa alist upp við olíulampa og frábiður sér hrútskýringar
„Alþingi mun eiga síðasta orðið og þar við situr. Ef skandallinn fær að standa þá er það endanlegt. Það þarf enginn að hrútskýra það neitt frekar. Það kunna fleiri að lesa sér til gagns en þeir sem ólust upp við olíulampa.“

Varaþingmaður VG í Norðvestur: „Er nokkuð annað en uppkosning í boði?“
Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, vill að Alþingi velji þá leið að halda uppkosningu í kjördæminu. Hún segir traust á framkvæmd kosninga verða að vera hafna yfir allan vafa.

Forsetinn pollrólegur þó tíma taki að skrúfa saman ríkisstjórn
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir þetta ástand, það er hinar löngu stjórnarmyndunarviðræður, sannarlega ekki til eftirbreytni en það eigi sér þó sínar skýringar.

Þingmenn sem voru ekki í framboði fengu 1,6 milljón í greiðslur í september
Aðrar kostnaðargreiðslur, utan fastra launa og kostnaðar, til þingmanna sem ekki voru í framboði í Alþingiskosningunum nam tæpri 1,6 milljón króna fyrir septembermánuð.

„Það hringir enginn með feita bitann“
Guðmundur Andri Thorsson fráfarandi þingmaður er byrjaður aftur á Forlaginu, sínum gamla vinnustað.

Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur að tveimur tillögum
Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur í sameiningu að gerð tveggja tillagna til Alþingis um hvernig skuli afgreiða kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Önnur færir rök fyrir því að útgefin kjörbréf verði samþykkt og hin ekki, sem hefði í för með sér að boðað yrði til uppkosningar í kjördæminu.

Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda
Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda.

Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar
Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi.

Reiknar með að þing komi saman í næstu viku
Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku.

Ekki hvarflað að Gunnari Smára að fara í borgina
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, reiknar ekki með að gefa kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Það skýrist eftir áramót hvort flokkurinn bjóði fram í fleiri sveitarfélögum en Reykjavík.

Óttast að sala Mílu fái litla umfjöllun vegna starfa kjörbréfanefndar
Þingmaður Samfylkingarinnar í þjóðaröryggisráði hefur áhyggjur af því að þingið fái ekki nægan tíma til að fjalla um söluna á Mílu vegna starfa undirbúningskjörbréfanefndar. Frestur til að stöðva söluna rennur út eftir mánuð

Hvers vegna tekur svona fáránlega langan tíma að endurnýja heitin?
Þegar rúmar sjö vikur eru liðnar frá kosningum hefur enn ekki tekist að mynda ríkisstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður eru orðnar þær næstlengstu í 30 ár.

Telur líklegast að útgefin kjörbréf verði staðfest
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst telur ekki líklegt að ráðist verði í uppkosningu þrátt fyrir kosningalagabrot í Norðvesturkjördæmi.

Hinn langþráði stjórnarsáttmáli
Mörg stór og mikilvæg mál bíða þess að á þeim verði tekið af djörfung og dug. Vonandi taka hinir þjóðlegu íhaldsflokkarnir sem nú vinna að stjórnarsáttmála sig á og gerast framfarasinnaðir og alþjóðlegir því mikið liggur við fyrir þjóðina. Hér eru nokkur mál sem spennandi er að sjá hvort og þá hvernig tekið verður á í sáttmálanum.

Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi
Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku.