Hinn langþráði stjórnarsáttmáli Guðjón Sigurbjartsson skrifar 13. nóvember 2021 16:00 Mörg stór og mikilvæg mál bíða þess að á þeim verði tekið af djörfung og dug. Vonandi hinir þjóðlegu íhaldsflokkarnir sem nú vinna að stjórnarsáttmála sig á og gerast framfarasinnaðir og alþjóðlegir því mikið liggur við fyrir þjóðina. Hér eru nokkur sem spennandi er að sjá hvort og þá hvernig tekið verður á í sáttmálanum. Loftlagsmál Til að verða kolefnishlutlaus þurfum við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) eða binda um 15 milljón tonn (MT) á ári. Fljótvirkustu og hagkvæmustu leiðirnar eru: Endurheimta þarf ónotað votlendi. Þurrkað votlendi losar um 2/3 af losun Íslands eða um 9 MT. Aðeins um 15% af þurrkuðum mýrum eru notaðar. Þó kosta þurfi einhverju til þá er þetta langódýrasta og áhrifaríkasta aðgerðin sem við getum gripið til. Stöðva þarf lausa göngu búfjár. Beitin dregur úr gróðurþekju landsins og minnir góður bindur minna af GHL. Ódýr og góð leið sem líka eykur skjól og fegrar landið. Græðum landið með skógrækt, lúpínu og fleiri leiðum. Ódýrast og áhrifaríkast af þessu er að sá lúpínu. Allt bindur þetta GHL, myndar skjól og fegrar landið. Að sjálfsögðu halda áfram orkuskipum í samgöngum og iðnaði sem reyndar er á dagskránni. Orkumál Opna á möguleikana á stórum vindmyllugörðum á heppilegum stöðum á landinu. Vindorkan er græn og hagkvæm fyrir landið. Þetta getur orðið ný undirstaða undir velmengun landsmanna og dregið úr notkun kola til raforkuframleiðslu annars staðar á hnettinum. Opna á möguleikann á raforkusæstreng til Færeyja og Skotlands, án verulegrar áhættu fyrir ríkissjóð. Það mun nýta okkar orkukerfi betur, stórauka verðmæti okkar orkuauðlinda og gera okkar grænu orku að markaðsvöru í Evrópu, sem draga mun úr notkun mengandi orku þar. Heilbrigðismál Stórbæta heilbrigðisþjónustu með því að fela Sjúkratryggingum (ættu að heita Heilsutryggingar) að semja við einkasjúkrahús á tilteknum sviðum svo sem varðandi liðskiptiaðgerðir. Samkeppni örfar allt kerfið til dáða. Tökum upp viðbótar heilsutryggingar eins og gert hefur verið í Danmörk, Svíþjóð og víðar. Fyrirkomulagið er svipað og varðandi viðbótar lífeyrissparnað. Semja þarf um þetta í næstu kjarasamningum með aðkomu stjórnvalda, sem þurfa að aðlaga skattkerfið. Viðbótar tryggingar tryggja fólki betri fyrirbyggjandi heilsuvernd, styttri bið eftir valkvæðum aðgerðum og fleira. Meira fé kemur í kerfið, það verður skilvirkara og allir fá betri heilbrigðisþjónustu. Landbúnaður Bætum afkomu bænda, lækkum matarútgjöld neytenda með eftirfarandi aðgerðum: Tökum upp grunnstuðning (hærri beingreiðslur) til allra virkra bænda þannig að svari til launa í sambærilegum störfum. Þessi greiðsla verði óháð því hvaða atvinnugrein innan landbúnaðar þeir stunda. Á sama tíma fella niður aðrar stuðningsgreiðslur með tilteknum búgreinum nema í sérstökum tilfellum. Bændum verður frjálst að framleiða það sem þeim hentar og gefur best í aðra hönd. Til viðbótar þarf að umbunum bændum fyrir tiltekin verk svo sem að landgræðslu með lúpínu, skógrækt, endurheimt votlendis, lífræna ræktun og fleira. Fellum á móti niður tolla og vörugjöld á matvæli. Það lækkar matarútgjöld á mann um nálægt 150.000kr. á ári, sem gerir 450.000 kr. á 3ja manna fjölskyldu á ári og kemur ferðaþjónustunni um allt land vel. Hálendið Hálendið verði í raun sameign þjóðarinnar. Skipulag þess og nýtingar verði í þágu almennings í öllu landinu. Skipulagðir verði uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Þeir stytta vegalengdir milli landshluta og opna almenningi aðgang að því. Þeir eru hagkvæmir í PPP framkvæmd þannig að þetta þarf ekki að kosta skattgreiðendur mikið. Þeir auka upplifun ferðamanna og auðvelda þróun ferðaþjónustunnar út um land. Uppfærum aðferðir við ákvarðanatöku varðandi virkjanakosti og tengt kerfi, þannig að eðlilegar niðurstöður fáist á eðlilegum tíma, jafnan í almannahag. Gerum ráð fyrir nokkrum vindmyllugörðum á völdum atviknum stöðum á hálendinu og jafnvel einhverjum vatnsaflsvirkjunum, þó þannig að sem minnst umhverfisáhrif verði. Húsnæðismál Komum lagi á húsnæðismarkaðinn með betri fjármögnun þannig að framboð batni, kostnaðarverð íbúða lækki og dragi úr verðbólumyndun vegna skorts á húsnæði. Margt bendir til þess að það megi gera með bættri fjármögnun byggingariðnaðarins með aðkomu lífeyrissjóða. Að lokum Fleira mætti nefna. Það verður áhugavert að sjá hversu langt væntanleg ríkisstjórn kemst með þessi brýnu verkefni á næstu fjórum árum. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Heilbrigðismál Landbúnaður Húsnæðismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Mörg stór og mikilvæg mál bíða þess að á þeim verði tekið af djörfung og dug. Vonandi hinir þjóðlegu íhaldsflokkarnir sem nú vinna að stjórnarsáttmála sig á og gerast framfarasinnaðir og alþjóðlegir því mikið liggur við fyrir þjóðina. Hér eru nokkur sem spennandi er að sjá hvort og þá hvernig tekið verður á í sáttmálanum. Loftlagsmál Til að verða kolefnishlutlaus þurfum við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) eða binda um 15 milljón tonn (MT) á ári. Fljótvirkustu og hagkvæmustu leiðirnar eru: Endurheimta þarf ónotað votlendi. Þurrkað votlendi losar um 2/3 af losun Íslands eða um 9 MT. Aðeins um 15% af þurrkuðum mýrum eru notaðar. Þó kosta þurfi einhverju til þá er þetta langódýrasta og áhrifaríkasta aðgerðin sem við getum gripið til. Stöðva þarf lausa göngu búfjár. Beitin dregur úr gróðurþekju landsins og minnir góður bindur minna af GHL. Ódýr og góð leið sem líka eykur skjól og fegrar landið. Græðum landið með skógrækt, lúpínu og fleiri leiðum. Ódýrast og áhrifaríkast af þessu er að sá lúpínu. Allt bindur þetta GHL, myndar skjól og fegrar landið. Að sjálfsögðu halda áfram orkuskipum í samgöngum og iðnaði sem reyndar er á dagskránni. Orkumál Opna á möguleikana á stórum vindmyllugörðum á heppilegum stöðum á landinu. Vindorkan er græn og hagkvæm fyrir landið. Þetta getur orðið ný undirstaða undir velmengun landsmanna og dregið úr notkun kola til raforkuframleiðslu annars staðar á hnettinum. Opna á möguleikann á raforkusæstreng til Færeyja og Skotlands, án verulegrar áhættu fyrir ríkissjóð. Það mun nýta okkar orkukerfi betur, stórauka verðmæti okkar orkuauðlinda og gera okkar grænu orku að markaðsvöru í Evrópu, sem draga mun úr notkun mengandi orku þar. Heilbrigðismál Stórbæta heilbrigðisþjónustu með því að fela Sjúkratryggingum (ættu að heita Heilsutryggingar) að semja við einkasjúkrahús á tilteknum sviðum svo sem varðandi liðskiptiaðgerðir. Samkeppni örfar allt kerfið til dáða. Tökum upp viðbótar heilsutryggingar eins og gert hefur verið í Danmörk, Svíþjóð og víðar. Fyrirkomulagið er svipað og varðandi viðbótar lífeyrissparnað. Semja þarf um þetta í næstu kjarasamningum með aðkomu stjórnvalda, sem þurfa að aðlaga skattkerfið. Viðbótar tryggingar tryggja fólki betri fyrirbyggjandi heilsuvernd, styttri bið eftir valkvæðum aðgerðum og fleira. Meira fé kemur í kerfið, það verður skilvirkara og allir fá betri heilbrigðisþjónustu. Landbúnaður Bætum afkomu bænda, lækkum matarútgjöld neytenda með eftirfarandi aðgerðum: Tökum upp grunnstuðning (hærri beingreiðslur) til allra virkra bænda þannig að svari til launa í sambærilegum störfum. Þessi greiðsla verði óháð því hvaða atvinnugrein innan landbúnaðar þeir stunda. Á sama tíma fella niður aðrar stuðningsgreiðslur með tilteknum búgreinum nema í sérstökum tilfellum. Bændum verður frjálst að framleiða það sem þeim hentar og gefur best í aðra hönd. Til viðbótar þarf að umbunum bændum fyrir tiltekin verk svo sem að landgræðslu með lúpínu, skógrækt, endurheimt votlendis, lífræna ræktun og fleira. Fellum á móti niður tolla og vörugjöld á matvæli. Það lækkar matarútgjöld á mann um nálægt 150.000kr. á ári, sem gerir 450.000 kr. á 3ja manna fjölskyldu á ári og kemur ferðaþjónustunni um allt land vel. Hálendið Hálendið verði í raun sameign þjóðarinnar. Skipulag þess og nýtingar verði í þágu almennings í öllu landinu. Skipulagðir verði uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Þeir stytta vegalengdir milli landshluta og opna almenningi aðgang að því. Þeir eru hagkvæmir í PPP framkvæmd þannig að þetta þarf ekki að kosta skattgreiðendur mikið. Þeir auka upplifun ferðamanna og auðvelda þróun ferðaþjónustunnar út um land. Uppfærum aðferðir við ákvarðanatöku varðandi virkjanakosti og tengt kerfi, þannig að eðlilegar niðurstöður fáist á eðlilegum tíma, jafnan í almannahag. Gerum ráð fyrir nokkrum vindmyllugörðum á völdum atviknum stöðum á hálendinu og jafnvel einhverjum vatnsaflsvirkjunum, þó þannig að sem minnst umhverfisáhrif verði. Húsnæðismál Komum lagi á húsnæðismarkaðinn með betri fjármögnun þannig að framboð batni, kostnaðarverð íbúða lækki og dragi úr verðbólumyndun vegna skorts á húsnæði. Margt bendir til þess að það megi gera með bættri fjármögnun byggingariðnaðarins með aðkomu lífeyrissjóða. Að lokum Fleira mætti nefna. Það verður áhugavert að sjá hversu langt væntanleg ríkisstjórn kemst með þessi brýnu verkefni á næstu fjórum árum. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun