Ástin á götunni

Aðeins einn Íslendingur fagnaði í Krikanum í kvöld - myndir
FH-ingum tókst ekki að nýta sér góð úrslit úr fyrri leik sínum á móti sænska liðinu AIK og eru úr leik í Evrópudeildinni eftir 0-1 tap á móti sænska liðinu á Kaplakrikavelli í kvöld. FH náði 1-1 jafntefli í Svíþjóð og nægði því markalaust jafntefli.

Bandaríkjamaður til bjargar Leikni
Bandaríski framherjinn Samuel Petrone hefur samið við Leikni í 1. deild karla og verður löglegur með liðinu gegn KA annað kvöld. Þetta kemur fram á Fótbolti.net.

Umfjöllun og viðtöl: KR - HJK Helsinki 1-2 | KR-ingar úr leik
KR-ingar eru úr leik í Evrópukeppninni eftir 1-2 tap á KR-vellinum fyrir finnsku meisturunum í HJK Helsinki í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Finnarnir unnu fyrri leikinn 7-0 og þar með 9-1 samanlagt. Emil Atlason skoraði eina mark KR þegar hann minnkaði muninn 17 mínútum fyrir leikslok.

Paul McShane til Aftureldingar
Paul McShane samdi í kvöld við Aftrueldingu og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins í 2. deild karla. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Aftureldingu í kvöld.

"Neitaði engum um viðtal"
Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga í knattspyrnu segir það ekki rétt að hann hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir tapleik liðsins í Pepsideild karla gegn FH í gærkvöld. Þetta sagði hann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun.

Mörkin úr stórsigri Þórsara gegn Leikni
Þórsarar unnu 5-1 sigur á Leikni í viðureign liðanna í 1. deild karla í Breiðholti í dag.

Þórsarar slátruðu botnliði Leiknis í Breiðholtinu
Þórsarar gerðu góða ferð í Breiðholtið í dag er liðið burstaði heimamenn í Leikni 5-1 í tólftu umferð 1. deildar karla í dag.

Mörkin úr Víking Ó. - Fjölnir og KA - ÍR
Víkingur Ólafsvík og Fjölnir mættust í stórslag 1. deildarinnar í gær og báru Ólsarar sigur úr býtum 2-1. Leikurinn fór fram á Grafarvogsvelli og var í beinni útsendingu á Sport TV.

Haukar upp að hlið Ólsara | Stórsigur KA-manna
Haukar komust upp að hlið Víkings Ólafsvíkur á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu eftir 1-0 útisigur á Tindastóli. Þá rúllaði KA yfir ÍR 5-1 norðan heiða.

Ólsarar á topp 1. deildar | Spear með tvö fyrir Víking
Víkingur Ólafsvík skaust í efsta sæti 1. deildar karla í dag með 2-1 útisigri á Fjölni í toppslag deildarinnar. Þá skoraði Englendingurinn Aaron Spear tvívegis í 3-0 sigri Víkings á BÍ/Bolungarvík.

19 ára liðið tryggði sér sigur á móti í Svíþjóð
Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 19 ára og yngri gerði í dag 1-1 jafntefli gegn Norðmönnum á fjögurra þjóða móti í Svíþjóð.

Framkvæmdastjóri KSÍ svarar gagnrýni Tindastóls
Halldór Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls í knattspyrnu sem leikur í 1. deild, var harðorður í garð Knattspyrnusambands Íslands í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í gær.

FH hugsanlega á leið til Póllands
Karlalið FH í knattspyrnu mætir annaðhvort liði frá Póllandi eða Aserbaidsjan nái félagið að slá út AIK í forkeppni Evrópudeildarinnar. FH og AIK mættust í Svíþjóð í gær og skildu jöfn, 1-1. Seinni leikur liðanna verður í Kaplakrika í næstu viku.

Glódís Perla valin í A-landsliðshópinn
Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður úr Stjörnunni er eini nýliðinn í landsliðshópi Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem tilkynntur var á blaðamannafundi í dag. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotum í æfingaleik ytra 4.ágúst næstkomandi.

"KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning"
Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning.

Fjölnir kafsigldi Hauka og skellti sér á toppinn
Fjölnismenn nýttu sér tap Ólsara í Víkinni í kvöld og skelltu sér á topp deildarinnar með 4-0 sigri á Haukum í toppslag 1. deildar karla.

Víkingar höfðu betur gegn Ólsurum | ÍR vann Breiðholtsslaginn
Víkingur Reykjavíkur vann kærkominn 2-1 sigur gegn toppliði 1. deildar karla, Víkingi frá Ólafsvík, í viðureign liðanna í Fossvoginum í kvöld. ÍR-ingar lögðu Leiknismenn í Breiðholtsslag og Tindastóll lagði Þrótt.

Pétur Markan tryggði Djúpmönnum stig á Akureyri
Pétur Georg Markan skoraði tvívegis fyrir BÍ/Bolungarvík í 2-2 jafntefli liðsins gegn KA í norðan heiða í 1. deild karla í dag.

Páll Einarsson: Tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli
"Það er tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli en vissulega hefðum við viljað fá heimaleik,“ sagði Páll Einarsson þjálfari Þróttar eftir að ljóst var að liðið mætir Stjörnunni á útivelli í undanúrslitum Borgunarbikarsins í fótbolta karla. Þróttur er í næst efstu deild og liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni það sem ef er sumri.

Ólafur Örn: Höfum ekki spilað heimaleik í þessari keppni
"Við höfum ekki spilað heimaleik í þessari keppni fram til þessa og það hefur ekki skipt neinu máli,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason leikmaður Grindavíkur eftir að ljóst var að liðið fékk bikarmeistaralið KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Daníel Laxdal: Var alveg sama hvað lið við myndum fá
"Ég er mjög ánægður með að fá heimaleik, en við höfum verið á heimavelli fram til þessa í keppninni. Mér var alveg sama hvaða lið við myndum fá,“ sagði Daníel Laxdal leikmaður Stjörnunnar eftir að ljóst var að liðið fær 1. deildarlið Þróttar í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Lilja Dögg er sátt við að fá heimaleik gegn Val
Lilja Dögg Valþórsdóttir leikmaður KR var sátt við að fá heimaleik gegn bikarmeistaraliði Vals í undanúrslitum Borgunarbikarsins. "Ég er sátt við það fá heimaleik, en það skiptir engu máli hvernig staðan er í deildinni. Við mættumst í úrslitaleiknum á síðasta ári. Ég hlakka til að mæta Val og ég held að bæði lið ætli sér að sýna það að þau geti meira en staða þeirra sýnir í deildinni,“ sagði Lilja Dögg.

Rakel Logadóttir: Ætlum að sjálfsögðu að verja titilinn
"Mér líst bara mjög vel á að fá KR,“ sagði Rakel Logadóttir leikmaður Vals í dag þegar ljóst var að bikarmeistaralið Vals fékk útileik gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna. Dregið var í hádeginu í dag. Þessi lið áttust við í úrslitum keppninnar í fyrra.

Borgunarbikarkeppnin: KR sækir Grindavík heim | Stjarnan fékk Þrótt
Stjarnan og 1. deildarlið Þróttar eigast við í undaúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í karlaflokki, og Grindavík fær bikarmeistaralið KR í heimsókn. Dregið var í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. Fyrst var dregið um hvaða lið fengu heimaleiki og komu Stjarnan og Grindavík upp fyrst. Undanúrslitaleikirnir fara fram 1. og 2. ágúst.

Borgunarbikarkeppnin: Valur mætir KR | Stjarnan gegn Þór/KA
Stjarnan og KR fengu heimaleiki þegar dregið var í undanúrslitum Borgunarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag. KR fær bikarmeistaralið Vals í heimsókn en þessi lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra á Laugardalsvelli. Íslandsmeistaralið Stjörnunnar mætir liði Þórs/KA í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Ólafur Þórðarson: Vantar alvöru leikmenn í hópinn | Mörkin úr leiknum
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var ómyrkur í máli í viðtali við SportTV.is að loknum 2-0 tapi liðs síns gegn Haukum að Ásvöllum í gærkvöldi.

Unglingalandsliðskonur Íslands gáfu eiginhandaráritanir í Noregi
Kvennalandslið Íslands skipað leikmönnum 16 ára og yngri beið í dag lægri hlut gegn Finnum í fyrsta leik sínum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem fram fer í Alta í Noregi.

Tíu Fjölnismenn náðu í stig gegn Þór
Fjölnismenn styrktu stöðu sína í 2. sæti 1. deildar karla í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Þór. Fjölnismenn léku manni færri stærstan hluta leiksins.

Miðstöð Boltavaktarinnar | Báðir leikirnir á einum stað
Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með báðum leikjum kvöldsins í Borgunarbikar karla samtímis.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grindavík 0-3
Grindvíkingar komust í kvöld í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á heimamönnum í Víkingi. Pape Mamadou Faye, Alexander Magnússon og Ray Anthony Jónsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum.