Múlaþing Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Rafmagnslaust varð á Seyðisfirði í nótt og í tilkynningu frá Landsneti segir að unnið sé að því í samstarfi við RARIK að koma á varaafli. Þá fara vinnuflokkar meðfram línunni til að kanna orsök útleysingar en tekið er fram að mikil ísing sé á svæðinu sem talin er vera líklegur valdur útleysingarinnar. Innlent 10.12.2025 08:03 Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Fjarðarheiði er nú lokuð vegna veðurs og þá er óvissustig á veginum milli Skaftafells og Jökulsárlóns í dag fram eftir degi. Innlent 10.12.2025 07:53 Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi að ekki eigi að framlengja skipun skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. Innlent 9.12.2025 13:16 Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Oddvitar flokka í sveitastjórn Múlaþings funduðu í hádeginu með þingmönnum Norðausturkjördæmis til að mótmæla breyttri forgangsröðun jarðganga. Þau ætli að berja í borðið og fulltrúi segir tal um klofningu Austurlands frá landinu og stofnun Austurríkis aukast. Innlent 9.12.2025 13:03 Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur. Innlent 9.12.2025 09:12 Breytt forgangsröðun jarðganga Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra. Skoðun 9.12.2025 09:00 Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Erlendur ríkisborgari, Marko Blazinic, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsisvist í fjögur ár og sex mánuði vegna tilraunar til fíkniefnainnflutnings. Innlent 9.12.2025 08:50 „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ Mikil reiði og vonbrigði einkenndu fjölmennan fund á Seyðisfirði í gær þar sem ný samgönguáætlun var til umræðu að sögn forseta bæjarstjórnar Múlaþings. Viðreisn stóð fyrir fundinum en þingmaður flokksins segir breytta forgangsröðun jarðganga vonbrigði. Innlent 8.12.2025 12:55 Fokk jú Austurland Þetta eru skilaboðin sem stjörnvöld hafa sent Austfirðingum með nýrri samgönguáætlun. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa pistil um samgöngumál, en vegna stöðunnar á Austurlandi er erfitt að sitja á sér. Skoðun 8.12.2025 08:15 Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Oddviti minnihlutans í Fjarðabyggð segist vel skilja gremju Austfirðinga vegna nýrrar forgangsröðunar jarðgangna í samgönguáætlun. Íbúar séu svekktir að næstu jarðgöng sem ráðist veðrur í séu ekki á Austurlandi. Innlent 7.12.2025 15:23 Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun. Innlent 7.12.2025 12:12 Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Einn helsti forystumaður Austfirðinga um áratugaskeið, Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum, hvetur Austfirðinga til að fylkja liði um Fjarðagöng en um leið að sameinast í baráttu um að jarðgöngum milli fjarðanna og Héraðs verði flýtt. Jafnframt hvetur hann til þess að keyptur verði risabor til landsins til að heilbora öll göngin í einu samfelldu verki, en slíkir borar voru notaðir með góðum árangri við Kárahnjúka til að bora virkjanagöng fyrir tveimur áratugum. Innlent 7.12.2025 07:11 Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert hafa komið upp sem breytir forsendum ríkisstjórnarsamstarfsins. Ljóst hafi verið fyrir að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn í samstarfinu og að stjórnarandstaðan myndi reyna að notfæra sér það. Innlent 6.12.2025 13:30 Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. Innlent 5.12.2025 17:24 „Það er verið að setja Austurland í frost“ Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost. Innlent 5.12.2025 13:01 Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. Innlent 4.12.2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. Innlent 4.12.2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. Innlent 4.12.2025 15:20 Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Fjarðarheiði í gær hét Jón Ármann Jónsson. Hann var 87 ára gamall. Jón Ármann var búsettur á Seyðisfirði og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Innlent 4.12.2025 13:14 Þungt yfir Austfirðingum í dag Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir mjög þungt yfir Austfirðingum í dag. Tilkynnt var í gær að Fjarðarheiðargöng verði ekki á forgangslista ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð. Banaslys varð á heiðinni stuttu síðar. Innlent 4.12.2025 12:33 Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. Innlent 4.12.2025 11:04 Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. Innlent 4.12.2025 11:02 Það er ekki eitt.. það er allt.. Sjaldan eða aldrei hefur kynningu samgönguráðherra á nýrri samgönguáætlun verið beðið með jafnmikilli eftirvæntingu og í dag, 3. desember 2025, en áætlunin var kynnt undir fyrirsögninni „Ræsum vélarnar“. Skoðun 4.12.2025 09:32 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. Innlent 3.12.2025 21:10 Banaslys á Fjarðarheiði Farþegi í annarri tveggja bifreiða sem rákust saman á Fjarðarheiði í dag er látinn. Innlent 3.12.2025 18:42 Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Umræðan um jarðgangaáætlun hefur tekið nýja stefnu. Innviðaráðherra hefur lýst því yfir að náttúruvá sé forsenda nýrrar forgangsröðunar á samgönguáætlun. Þessi orð marka tímamót. Ef stjórnvöld ætla að standa við þessi orð, þá getur aðeins eitt verkefni verið efst á blaði: Fjarðarheiðargöng. Skoðun 3.12.2025 18:30 Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Enn er unnið á rannsókn á vettvangi efir árekstur tveggja bíla á Fjarðarheiði öðrum tímanum í dag. Einn er talinn alvarlega slasaður en átta voru í bílunum tveimur. Innlent 3.12.2025 16:39 Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Vegurinn um Fjarðarheiði er lokaður sem stendur vegna umferðarslyss. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður á meðan viðbragðsaðilar sinna störfum á vettvangi. Slysið varð við árekstur tveggja bifreiða, nokkrir farþegar auk ökumanna voru í bílunum en ekki liggur fyrir hve margir eru slasaðir né hvort um alvarleg slys sé að ræða. Innlent 3.12.2025 15:06 Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. Innlent 3.12.2025 12:57 Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. Innlent 3.12.2025 10:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 27 ›
Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Rafmagnslaust varð á Seyðisfirði í nótt og í tilkynningu frá Landsneti segir að unnið sé að því í samstarfi við RARIK að koma á varaafli. Þá fara vinnuflokkar meðfram línunni til að kanna orsök útleysingar en tekið er fram að mikil ísing sé á svæðinu sem talin er vera líklegur valdur útleysingarinnar. Innlent 10.12.2025 08:03
Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Fjarðarheiði er nú lokuð vegna veðurs og þá er óvissustig á veginum milli Skaftafells og Jökulsárlóns í dag fram eftir degi. Innlent 10.12.2025 07:53
Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi að ekki eigi að framlengja skipun skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. Innlent 9.12.2025 13:16
Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Oddvitar flokka í sveitastjórn Múlaþings funduðu í hádeginu með þingmönnum Norðausturkjördæmis til að mótmæla breyttri forgangsröðun jarðganga. Þau ætli að berja í borðið og fulltrúi segir tal um klofningu Austurlands frá landinu og stofnun Austurríkis aukast. Innlent 9.12.2025 13:03
Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur. Innlent 9.12.2025 09:12
Breytt forgangsröðun jarðganga Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra. Skoðun 9.12.2025 09:00
Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Erlendur ríkisborgari, Marko Blazinic, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsisvist í fjögur ár og sex mánuði vegna tilraunar til fíkniefnainnflutnings. Innlent 9.12.2025 08:50
„Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ Mikil reiði og vonbrigði einkenndu fjölmennan fund á Seyðisfirði í gær þar sem ný samgönguáætlun var til umræðu að sögn forseta bæjarstjórnar Múlaþings. Viðreisn stóð fyrir fundinum en þingmaður flokksins segir breytta forgangsröðun jarðganga vonbrigði. Innlent 8.12.2025 12:55
Fokk jú Austurland Þetta eru skilaboðin sem stjörnvöld hafa sent Austfirðingum með nýrri samgönguáætlun. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa pistil um samgöngumál, en vegna stöðunnar á Austurlandi er erfitt að sitja á sér. Skoðun 8.12.2025 08:15
Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Oddviti minnihlutans í Fjarðabyggð segist vel skilja gremju Austfirðinga vegna nýrrar forgangsröðunar jarðgangna í samgönguáætlun. Íbúar séu svekktir að næstu jarðgöng sem ráðist veðrur í séu ekki á Austurlandi. Innlent 7.12.2025 15:23
Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun. Innlent 7.12.2025 12:12
Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Einn helsti forystumaður Austfirðinga um áratugaskeið, Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum, hvetur Austfirðinga til að fylkja liði um Fjarðagöng en um leið að sameinast í baráttu um að jarðgöngum milli fjarðanna og Héraðs verði flýtt. Jafnframt hvetur hann til þess að keyptur verði risabor til landsins til að heilbora öll göngin í einu samfelldu verki, en slíkir borar voru notaðir með góðum árangri við Kárahnjúka til að bora virkjanagöng fyrir tveimur áratugum. Innlent 7.12.2025 07:11
Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert hafa komið upp sem breytir forsendum ríkisstjórnarsamstarfsins. Ljóst hafi verið fyrir að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn í samstarfinu og að stjórnarandstaðan myndi reyna að notfæra sér það. Innlent 6.12.2025 13:30
Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. Innlent 5.12.2025 17:24
„Það er verið að setja Austurland í frost“ Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost. Innlent 5.12.2025 13:01
Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. Innlent 4.12.2025 23:05
Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. Innlent 4.12.2025 22:30
Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. Innlent 4.12.2025 15:20
Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Fjarðarheiði í gær hét Jón Ármann Jónsson. Hann var 87 ára gamall. Jón Ármann var búsettur á Seyðisfirði og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Innlent 4.12.2025 13:14
Þungt yfir Austfirðingum í dag Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir mjög þungt yfir Austfirðingum í dag. Tilkynnt var í gær að Fjarðarheiðargöng verði ekki á forgangslista ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð. Banaslys varð á heiðinni stuttu síðar. Innlent 4.12.2025 12:33
Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. Innlent 4.12.2025 11:04
Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. Innlent 4.12.2025 11:02
Það er ekki eitt.. það er allt.. Sjaldan eða aldrei hefur kynningu samgönguráðherra á nýrri samgönguáætlun verið beðið með jafnmikilli eftirvæntingu og í dag, 3. desember 2025, en áætlunin var kynnt undir fyrirsögninni „Ræsum vélarnar“. Skoðun 4.12.2025 09:32
Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. Innlent 3.12.2025 21:10
Banaslys á Fjarðarheiði Farþegi í annarri tveggja bifreiða sem rákust saman á Fjarðarheiði í dag er látinn. Innlent 3.12.2025 18:42
Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Umræðan um jarðgangaáætlun hefur tekið nýja stefnu. Innviðaráðherra hefur lýst því yfir að náttúruvá sé forsenda nýrrar forgangsröðunar á samgönguáætlun. Þessi orð marka tímamót. Ef stjórnvöld ætla að standa við þessi orð, þá getur aðeins eitt verkefni verið efst á blaði: Fjarðarheiðargöng. Skoðun 3.12.2025 18:30
Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Enn er unnið á rannsókn á vettvangi efir árekstur tveggja bíla á Fjarðarheiði öðrum tímanum í dag. Einn er talinn alvarlega slasaður en átta voru í bílunum tveimur. Innlent 3.12.2025 16:39
Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Vegurinn um Fjarðarheiði er lokaður sem stendur vegna umferðarslyss. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður á meðan viðbragðsaðilar sinna störfum á vettvangi. Slysið varð við árekstur tveggja bifreiða, nokkrir farþegar auk ökumanna voru í bílunum en ekki liggur fyrir hve margir eru slasaðir né hvort um alvarleg slys sé að ræða. Innlent 3.12.2025 15:06
Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. Innlent 3.12.2025 12:57
Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. Innlent 3.12.2025 10:31