Góðverk

Þakkar þriðjudagur
Þakkar þriðjudagur (e. Giving Tuesday) er alþjóðlegt fyrirbæri sem hófst árið 2012 og hefur þann einfalda tilgang að hvetja fólk til þess að gera góðverk.

Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel
Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel.

Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa
Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa.

Bakaði tugi bananabrauða úr bönunum nágrannanna og gaf þau öll
Ung kona varði helginni í að baka bananabrauð úr bönunum sem hún fékk meðal annars hjá nágrönnum sínum. Brauðin fara í frískápa um borgina og til þeirra sem mest gætu þurft á að halda.

Styrktu gott málefni á bleikum Ford Mustang Mach-E
Brimborg og Ford á Íslandi ætla heldur betur að lýsa upp skammdegið, mála borgina bleika og styrkja gott málefni í október með fagurbleikum Ford Mustang Mach-E rafbíl.

Myndaveisla: Skáluðu fyrir sorginni í Sky Lagoon
Einstök stemmning skapaðist á góðgerðartónleikunum, Sungið með sorginni, í Sky Lagoon í gærkvöldi þegar tónlistarfólkið Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson, Salka Sól Eyfeld, Karl Olgeirsson og DJ Dóra Júlía skemmtu gestum.

Börn en ekki pólitík
Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar.

Hefur safnað rúmri hálfri milljón fyrir félag sem greip fjölskylduna
Katrín Sunna Erlingsdóttir, níu ára stúlka sem greindist ung með krabbamein, ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt fjölskyldu sinni til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Hún hefur þegar safnað rúmri hálfri milljón króna.

Hafa safnað 2,8 milljónum eftir að keppni fór af stað
Félagarnir Elías Guðmundsson og Lárus Welding, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður meðferðarúrræðisins Krýsuvíkursamtakanna hafa samtals safnað rúmlega 2,8 milljónum króna fyrir Krýsuvíkursamtökin.

Ásgeir Trausti með ábreiðu af Sálinni í herferð Ljóssins
Ljósið, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, hrindir í dag af stað nýrri herferð undir yfirskriftinni Klukk, þú ert hann! Ásgeir Trausti leggur herferðinni lið með endurútgáfu á laginu Ekkert breytir því með Sálinni hans Jóns míns.

Systkini boða til hlaups til styrktar Einstökum börnum
Systkinin Nína Kristín, Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa boðið öllum sem vilja að hlaupa, ganga eða rúlla með þeim fimm kílómetra í miðbæ Reykjavíkur á morgun, 1. maí. Hlaupið verður til styrktar Einstökum börnum og til heiðurs móður þeirra, sem átti afmæli 1. maí og lést fyrir ellefu árum.

Snemma að sofa í kvöld eftir hjólasólarhring
Félagar drengs sem slasaðist illa í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst ákváðu að hjálpa vini sínum með því að efna til söfnunar sem gekk svo vonum framar. Drengirnir ákváðu að hjóla stanslaust í heilan sólarhring með það að markmiði að safna fyrir glæsilegu rafmagnsfjallahjóli.

Safna fyrir vin sinn sem lenti í hjólaslysi
Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Félagar hans úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar hafa tekið sig til og efnt til söfnunar fyrir Elís. Markmiðið er að ná að safna fyrir sérútbúnu fjallahjóli svo Elís geti hjólað með þeim á ný.

Þráir fátt heitar en að finna huldumanninn um borð í vélinni frá Kanarí
Kona sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitar nú logandi ljósi að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Gerður Petra Ásgeirsdóttir segir það hafa blundað í henni allar götur síðan að reyna finna manninn aftur en það reynst erfitt án þess að hafa nafn hans.

Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nemendum í Taksindu flíspeysu
Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda.

Póstberi vekur athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbæ
Póstberinn Lorenz hefur vakið athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbænum en hann hefur til viðbótar við póstburð aðstoðað fólk við að komast til vinnu í snjóþunganum. Lorenz segir að fólk mætti vera duglegra að hjálpa náunganum.

Reyndist ekki tilbúinn að hætta: „Núna er vikan mín komin“
Veitingastaðurinn Lauga-ás var opnaður í gær eftir nokkurra vikna lokun. Opnunin er þó ekki með hefðbundnu sniði en allur ágóði rennur nú til góðgerðamála.

Jólagóðverk á Akureyri: „Ég opnaði bréfið við kassann og fór strax að gráta“
„Þetta var svo ótrúlega fallegt. Ég er bara 18 ára og var svakalega brugðið,“ segir Katrín Sylvía Brynjarsdóttir starfsmaður Bónuss á Akureyri. Stuttu fyrir jól fékk Katrín óvæntan glaðning, frá viðskiptavini verslunarinnar sem hún þekkir ekki neitt en hefur þó oft afgreitt.

Héldu alvöru partý fyrir góðan málstað
Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke.

Brimborg veitir Píeta samtökunum sex milljón króna styrk
Brimborg styrkti á dögunum Píeta samtökin með sex milljónum króna. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.

Fimmtíu klukkustunda þolraun þegar borið mikinn árangur
Hinn fertugi Einar Hansberg gerði tíu upphífingar á korters fresti, ellefu réttstöðulyftur og brenndi 56 kaloríum á hjóli eða róðravél í fimmtíu klukkutíma síðustu tvo sólarhringa. Það gerði hann til að styrkja Píeta samtökin.

Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki
Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana.

Hlupu með Bjarteyju í hjartanu og söfnuðu meira en þremur milljónum
Fjölskylda, vinir og velunnarar Bjarteyjar Kjærnested Jónsdóttur sem lést í apríl á þessu ári vegna illvígs heilaæxlis aðeins ellefu ára gömul hafa nú safnað rúmlega 3,3 milljónum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Barnaspítala hringsins.

Góðgerðarbingó til styrktar Gleym Mér Ei
Stúlkurnar sem keppa um titilinn í Miss Universe Iceland í ár standa fyrir góðgerðarbingói til styrktar Gleym Mér Ei annað kvöld á Dillon.

Fyrsta úthlutun Elsusjóðs
Fyrsta úthlutun úr Elsusjóð hefur verið veitt en styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir þeim einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur sem barðist við endómetríósu.

Gengu til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð
Snjódrífurnar leiddu Lífskraftsgöngur á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Þátttakendur voru margar þjóðþekktar konur sem allar skörtuðu bleikum Lífskraftshúfum.

Frænkur sem vilja gera heiminn að betri stað: „Okkur langaði að hjálpa börnunum“
Frænkurnar Thelma Ósk og Brynhildur Anna Gunnarsdóttir vilja gera heiminn að betri stað og hjálpa börnum í Úkraínu með lokaverkefninu sínu úr Langholtsskóla. Þær handsauma sjálfar poka og selja til styrktar SOS Barnaþorpa.

Brjóstasnúðurinn styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini
Fimmta árið í röð býður Brauð&Co upp á að kaupa brjóstasnúðinn. Hann er aðeins í boði vikuna 2.-8. maí en ágóðinn rennur óskiptur til Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

Gengið yfir 1.600 kílómetra í dag til að heiðra fólk með krabbamein
Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands eru í fullum gangi og voru þátttakendur búnir að ganga 7.250 hringi, eða 1.600 kílómetra um klukkan 18:20 í kvöld þegar fjórðungur var liðinn af tímanum.

100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar
Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir.