Tíu milljónir safnast fyrir grindvísk ungmenni Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 23:21 Karlakórinn Fjallabræður kemur að Styrktarfélagi barna í Grindavík. Þorgeir Ólafsson Sunnudaginn 17. mars fór fram samverustund Grindvíkinga í Hörpu til styrktar börnum, unglingum og æskulýðsstarfi í Grindavík. Á samverustundinni var tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í Eldborgarsal Hörpu hafi Fjallabræður stigið á stokk ásamt kvennakórnum Grindavíkurdætrum, Röggu Gísla, Sverri Bergmann, Jóhönnu Guðrúnu, Unu Torfa, Audda og Sveppa. Guðni Th. Jóhannesson hafi ávarpað samkomuna og tekið lagið með Fjallabræðrum og Grindavíkurdætrum. Grindvíkingar fylltu Eldborg Grindvíkingum hafi verið boðið frítt á viðburðinn og þeir hafi fyllt Eldborgarsal Hörpu.Allir sem komu að samverustundinni með einum eða öðrum hætti hafi gefið vinnu sína. Tónlistarhúsið Harpa hafi veitt afnot af Eldborgarsalnum ásamt öllum tækjum og tæknimönnum án endurgjalds. Kvennakórinn Grindavíkurdætur lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Þorgeir Ólafsson Samhliða samverustundinni hafi verið staðið fyrir söfnun fyrir nýstofnað styrktarfélag Barna í Grindavík en félagið sé í stjórn Grindvíkinga ásamt fulltrúum Fjallabræðra og tilgangur þess að skapa samverustundir fyrir börn og unglinga í Grindavík. Eins og staðan er núna sé samfélag Grindvíkinga dreift víða um land. Leitað hafi verið til fyrirtækja og einstaklinga eftir fjárframlögum og markmiðið að safna að minnsta kosti þeirri upphæð sem myndi safnast með hefðbundinni miðasölu á tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tíu milljónir í boði Á samverustundinni í gær hafi Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Ungmenni í Grindavík, foreldrar og þeir sem skipuleggja tómstunda-, íþrótta-, tónlistar- og æskulýðsstarf geti nú leitað til styrktarfélagsins og sótt um styrk til að fjármagna samverustundir, æfingaferðir, afþreyingu, ferðalög, mót og svo framvegis til að stuðla að því að grindvísk ungmenni hittist, rækti vináttuna og samfélagið. Una Torfa tók lagið.Þorgeir Ólafsson í tilkynningu segir að sérstakar þakkir fyrir stuðninginn fái Kvenfélag Grindavíkur, Harpa Tónlistarhús, Íslandsbanki, Íslenska Gámafélagið, Landsbankinn, Marel, Origo, Phoenix seafood, Samskip, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Vörður, Ölgerðin, Össur og Wisefish sem hafi lagt söfnuninni lið ásamt fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Söfnunin sé enn þá opin og öll sem geta hvött til að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á reikning Styrktarfélags barna í Grindavík. Kt: 670224-1630 Bankanúmer: 0133 15 007166 Góðverk Grindavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Hjálparstarf Harpa Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í Eldborgarsal Hörpu hafi Fjallabræður stigið á stokk ásamt kvennakórnum Grindavíkurdætrum, Röggu Gísla, Sverri Bergmann, Jóhönnu Guðrúnu, Unu Torfa, Audda og Sveppa. Guðni Th. Jóhannesson hafi ávarpað samkomuna og tekið lagið með Fjallabræðrum og Grindavíkurdætrum. Grindvíkingar fylltu Eldborg Grindvíkingum hafi verið boðið frítt á viðburðinn og þeir hafi fyllt Eldborgarsal Hörpu.Allir sem komu að samverustundinni með einum eða öðrum hætti hafi gefið vinnu sína. Tónlistarhúsið Harpa hafi veitt afnot af Eldborgarsalnum ásamt öllum tækjum og tæknimönnum án endurgjalds. Kvennakórinn Grindavíkurdætur lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Þorgeir Ólafsson Samhliða samverustundinni hafi verið staðið fyrir söfnun fyrir nýstofnað styrktarfélag Barna í Grindavík en félagið sé í stjórn Grindvíkinga ásamt fulltrúum Fjallabræðra og tilgangur þess að skapa samverustundir fyrir börn og unglinga í Grindavík. Eins og staðan er núna sé samfélag Grindvíkinga dreift víða um land. Leitað hafi verið til fyrirtækja og einstaklinga eftir fjárframlögum og markmiðið að safna að minnsta kosti þeirri upphæð sem myndi safnast með hefðbundinni miðasölu á tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tíu milljónir í boði Á samverustundinni í gær hafi Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Ungmenni í Grindavík, foreldrar og þeir sem skipuleggja tómstunda-, íþrótta-, tónlistar- og æskulýðsstarf geti nú leitað til styrktarfélagsins og sótt um styrk til að fjármagna samverustundir, æfingaferðir, afþreyingu, ferðalög, mót og svo framvegis til að stuðla að því að grindvísk ungmenni hittist, rækti vináttuna og samfélagið. Una Torfa tók lagið.Þorgeir Ólafsson í tilkynningu segir að sérstakar þakkir fyrir stuðninginn fái Kvenfélag Grindavíkur, Harpa Tónlistarhús, Íslandsbanki, Íslenska Gámafélagið, Landsbankinn, Marel, Origo, Phoenix seafood, Samskip, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Vörður, Ölgerðin, Össur og Wisefish sem hafi lagt söfnuninni lið ásamt fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Söfnunin sé enn þá opin og öll sem geta hvött til að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á reikning Styrktarfélags barna í Grindavík. Kt: 670224-1630 Bankanúmer: 0133 15 007166
Góðverk Grindavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Hjálparstarf Harpa Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“