Tíu milljónir safnast fyrir grindvísk ungmenni Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 23:21 Karlakórinn Fjallabræður kemur að Styrktarfélagi barna í Grindavík. Þorgeir Ólafsson Sunnudaginn 17. mars fór fram samverustund Grindvíkinga í Hörpu til styrktar börnum, unglingum og æskulýðsstarfi í Grindavík. Á samverustundinni var tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í Eldborgarsal Hörpu hafi Fjallabræður stigið á stokk ásamt kvennakórnum Grindavíkurdætrum, Röggu Gísla, Sverri Bergmann, Jóhönnu Guðrúnu, Unu Torfa, Audda og Sveppa. Guðni Th. Jóhannesson hafi ávarpað samkomuna og tekið lagið með Fjallabræðrum og Grindavíkurdætrum. Grindvíkingar fylltu Eldborg Grindvíkingum hafi verið boðið frítt á viðburðinn og þeir hafi fyllt Eldborgarsal Hörpu.Allir sem komu að samverustundinni með einum eða öðrum hætti hafi gefið vinnu sína. Tónlistarhúsið Harpa hafi veitt afnot af Eldborgarsalnum ásamt öllum tækjum og tæknimönnum án endurgjalds. Kvennakórinn Grindavíkurdætur lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Þorgeir Ólafsson Samhliða samverustundinni hafi verið staðið fyrir söfnun fyrir nýstofnað styrktarfélag Barna í Grindavík en félagið sé í stjórn Grindvíkinga ásamt fulltrúum Fjallabræðra og tilgangur þess að skapa samverustundir fyrir börn og unglinga í Grindavík. Eins og staðan er núna sé samfélag Grindvíkinga dreift víða um land. Leitað hafi verið til fyrirtækja og einstaklinga eftir fjárframlögum og markmiðið að safna að minnsta kosti þeirri upphæð sem myndi safnast með hefðbundinni miðasölu á tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tíu milljónir í boði Á samverustundinni í gær hafi Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Ungmenni í Grindavík, foreldrar og þeir sem skipuleggja tómstunda-, íþrótta-, tónlistar- og æskulýðsstarf geti nú leitað til styrktarfélagsins og sótt um styrk til að fjármagna samverustundir, æfingaferðir, afþreyingu, ferðalög, mót og svo framvegis til að stuðla að því að grindvísk ungmenni hittist, rækti vináttuna og samfélagið. Una Torfa tók lagið.Þorgeir Ólafsson í tilkynningu segir að sérstakar þakkir fyrir stuðninginn fái Kvenfélag Grindavíkur, Harpa Tónlistarhús, Íslandsbanki, Íslenska Gámafélagið, Landsbankinn, Marel, Origo, Phoenix seafood, Samskip, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Vörður, Ölgerðin, Össur og Wisefish sem hafi lagt söfnuninni lið ásamt fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Söfnunin sé enn þá opin og öll sem geta hvött til að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á reikning Styrktarfélags barna í Grindavík. Kt: 670224-1630 Bankanúmer: 0133 15 007166 Góðverk Grindavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Hjálparstarf Harpa Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í Eldborgarsal Hörpu hafi Fjallabræður stigið á stokk ásamt kvennakórnum Grindavíkurdætrum, Röggu Gísla, Sverri Bergmann, Jóhönnu Guðrúnu, Unu Torfa, Audda og Sveppa. Guðni Th. Jóhannesson hafi ávarpað samkomuna og tekið lagið með Fjallabræðrum og Grindavíkurdætrum. Grindvíkingar fylltu Eldborg Grindvíkingum hafi verið boðið frítt á viðburðinn og þeir hafi fyllt Eldborgarsal Hörpu.Allir sem komu að samverustundinni með einum eða öðrum hætti hafi gefið vinnu sína. Tónlistarhúsið Harpa hafi veitt afnot af Eldborgarsalnum ásamt öllum tækjum og tæknimönnum án endurgjalds. Kvennakórinn Grindavíkurdætur lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Þorgeir Ólafsson Samhliða samverustundinni hafi verið staðið fyrir söfnun fyrir nýstofnað styrktarfélag Barna í Grindavík en félagið sé í stjórn Grindvíkinga ásamt fulltrúum Fjallabræðra og tilgangur þess að skapa samverustundir fyrir börn og unglinga í Grindavík. Eins og staðan er núna sé samfélag Grindvíkinga dreift víða um land. Leitað hafi verið til fyrirtækja og einstaklinga eftir fjárframlögum og markmiðið að safna að minnsta kosti þeirri upphæð sem myndi safnast með hefðbundinni miðasölu á tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tíu milljónir í boði Á samverustundinni í gær hafi Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Ungmenni í Grindavík, foreldrar og þeir sem skipuleggja tómstunda-, íþrótta-, tónlistar- og æskulýðsstarf geti nú leitað til styrktarfélagsins og sótt um styrk til að fjármagna samverustundir, æfingaferðir, afþreyingu, ferðalög, mót og svo framvegis til að stuðla að því að grindvísk ungmenni hittist, rækti vináttuna og samfélagið. Una Torfa tók lagið.Þorgeir Ólafsson í tilkynningu segir að sérstakar þakkir fyrir stuðninginn fái Kvenfélag Grindavíkur, Harpa Tónlistarhús, Íslandsbanki, Íslenska Gámafélagið, Landsbankinn, Marel, Origo, Phoenix seafood, Samskip, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Vörður, Ölgerðin, Össur og Wisefish sem hafi lagt söfnuninni lið ásamt fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Söfnunin sé enn þá opin og öll sem geta hvött til að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á reikning Styrktarfélags barna í Grindavík. Kt: 670224-1630 Bankanúmer: 0133 15 007166
Góðverk Grindavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Hjálparstarf Harpa Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira