Spænski boltinn

Forseti Santos: Mourinho myndi eyðileggja Neymar
Luis Alvaro de Oliveira Ribeiro, forseti Santos, er sannfærður um það að væri ekki rétta skrefið fyrir ungstirnið Neymar að fara til Jose Mourinho hjá Real Madrid.

Real Madrid tryggði sér titilinn á Spáni
Real Madrid tryggði sér í kvöld spænska meistaratitilinn í knattspyrnu er liðið vann öruggan 0-3 útisigur á Athletic Bilbao.

Messi búinn að slá markametið
Barcelona minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig er það skellti Malaga, 4-1, á heimavelli sínum í kvöld.

Tim Wiese orðaður við Real Madrid
Þýski markvörðurinn Tim Wiese hefur staðfest að Real Madrid hafi sett sig í samband við umboðsmann sinn.

Mourinho vill fá Zlatan Ibrahimovic til Real Madrid
José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, er strax farinn að huga að næsta tímabili en liðið getur tryggt sér meistaratitilinn á Spáni á morgun, miðvikudag. Samkvæmt frétt El Confidencial er Mourhino sagður hafa mikinn áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í lið sitt fyrir næstu leiktíð. Ibrahimovic er samningsbundinn AC Milan en hann lék áður með Barcelona á Spáni.

Barcelona vann og Messi jafnaði Ronaldo
Barcelona tók Rayo Vallecano í kennslustund í kvöld en lærisveinar Pep Guardiola unnu 7-0 útisigur. Lionel Messi skoraði tvö marka gestanna og er kominn með 43 mörk í deildinni á tímabilinu, jafnmörg og Cristiano Ronaldo.

Öruggt hjá Real Madrid | Benzema sá þriðji í 20 mörkin
Real Madrid steig stórt skref í átt að spænska meistaratitlinum í knattspyrnu með 3-0 sigri á Sevilla á heimavelli í morgun.

Tito stígur úr skugga Guardiola
Pep Guardiola hefur ákveðið að hætta hjá Barcelona eftir fjögur afar farsæl ár sem knattspyrnustjóri liðsins. Aðstoðarmaður hans, Tito Vilanova, tekur við af honum og fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu.

Guardiola þreyttur og ætlar að taka eins árs frí
"Fjögur ár er heil eilífð sem þjálfari Barcelona," sagði Pep Guardiola sem tilkynnti í morgun að hann myndi hætta sem þjálfari Barcelona í sumar.

Tito Vilanova tekur við Barcelona | Guardiola hættir eftir tímabilið
Tito Vilanova mun taka við sem þjálfari stórliðsins Barcelona en Pep Guardiola mun hætta sem þjálfari liðsins í lok leiktíðar. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem Guardiola tilkynnti um brotthvarf sitt. Hann sagði m.a. að í desember á s.l. ári hafi hann fyrst rætt við forseta liðsins um ákvörðun.

Guardiola hættur | Barcelona boðar til blaðamannafundar í dag
Forráðamenn spænska fótboltaliðsins Barcelona hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu þar sem tilkynnt verður að Pep Guardiola sé hættur sem þjálfari liðsins. Hinn 41 árs gamli þjálfari hefur samkvæmt heimildum breskra netmiðla verið í viðræðum við stjórn félagsins um starfslok sín en samningur hans rennur út i lok leiktíðar. Sömu heimildir greina frá því að Guardiola hafi tilkynnt leikmönnum um ákvörðun sína á æfingu liðsins í morgun.

Anzhi ætlar að reyna að kaupa Alves
Rússneska félagið Anzhi Makhachkala er ekki hætt að eyða stjarnfræðilegum peningum í leikmenn og félagið ætlar nú að gera bakverði Barcelona, Dani Alves, tilboð sem hann getur ekki hafnað.

Tekur Villas-Boas við Barcelona?
Flestir fjölmiðlar á Spáni og víðar um Evrópu virðast nú á einu máli um að Pep Guardiola muni tilkynna á morgun að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona í lok leiktíðar.

BBC og Sky: Guardiola hættir hjá Barcelona
Pep Guardiola mun á morgun tilkynna opinberlega ákvörðun sína um að stíga frá borði sem knattspyrnustjóri Barcelona í lok tímabilsins, samkvæmt fréttum á bæði BBC og Sky Sports.

Guardiola ákveður framtíð sína á morgun
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, mun væntanlega gefa það út á morgun hvort hann haldi áfram að þjálfa liðið eður ei.

Vandræðaleg myndbirting á forsíðu spænsks dagblaðs
Spænska íþróttadagblaðið Sport breytti um forsíðumynd á tölublaði dagsins eftir að það fór í prentun í gærkvöldi. Var það gert vegna óheppilegrar myndbirtingar á forsíðu.

Rossi spilar ekki aftur fyrr en á næsta ári
Ítalski sóknarmaðurinn Giuseppe Rossi verður frá næstu tíu mánuðina þar sem hann þarf að gangast undir aðra aðgerð á skömmum tíma vegna krossbandsslita.

Guardiola: Real er búið að vinna titilinn
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var auðmjúkur eftir tapið á heimavelli gegn Real Madrid í kvöld sem gerði nánast út um vonir Barcelona á því að vinna Spánarmeistaratitilinn.

Alonso og Casillas: Tókum stórt skref í átt að titlinum
Xabi Alonso, miðjumaður Real Madrid, segir að leikmenn liðsins séu ekki byrjaðir að fagna Spánarmeistaratitlinum eftir sigurinn á Barcelona í kvöld. Alonso segir að það sé enn verk að vinna.

Busquets: Við megum ekki gefast upp
Þó svo Real Madrid sé komið með sjö stiga forskot í spænsku úrvalsdeildinni og eigi Spánartitilinn næsta vísan þá neitar Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona, að játa sig sigraðan.

El Clásico í myndum
Real Madrid vann glæstan sigur á Barcelona á Nou Camp í kvöld og er komið með níu fingur á Spánarmeistaratitilinn eftir leikinn.

Ronaldo búinn að bæta markametið á Spáni
Það var margt sögulegt við sigur Real Madrid á Barcelona í kvöld. Met voru sett og önnur runnu sitt endaskeið í þessum leik.

Ronaldo sá til þess að valdaskipti eru að verða á Spáni
Real Madrid er komið með sjö stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og svo gott sem orðið spænskur meistari eftir frækinn 1-2 sigur á Barcelona á Camp Nou í kvöld.

Casillas: Ég vil verða þjálfari eins og Mourinho
Spænski markvörðurinn Iker Casillas hjá Real Madrid er afar hrifinn af þjálfaranum sínum, José Mourinho, og vill verða eins og hann ef hann ákveður að fara út í þjálfun.

Xavi: Mikilvægt að halda Guardiola
Miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona segir að Pep Guardiola þjálfari eigi stóran þátt í velgengni félagsins síðustu ár og segir að það sé mikilvægt að hann þjálfi liðið áfram.

Fabregas: Tímabilið hefur verið eins og draumur
Cesc Fabregas segir að sitt fyrsta tímabil hjá Barcelona hafi verið betra en hann hafi leyft sér að vona og í raun sé það búið að vera draumi líkast.

Þjálfari varði innkast andstæðings
Jose Ramon Sandoval, þjálfari spænska liðsins Rayo Vallecano, sýndi magnaða takta þegar hann reyndi að stöðva leikmann andstæðings í því að taka innkast.

Messi skorar innan sem utan vallar
Argentínski snillingurinn Lionel Messi er að verða pabbi í fyrsta sinn ef marka má twitter-færslu hjá argentínska knattspyrnusambandinu. Messi slær hvert metið á fætur öðru og það virðist allt ganga upp hjá kappanum þessa dagana, innan sem utan vallar.

Getafe skoraði fimm mörk á móti Sevilla í kvöld
Getafe vann 5-1 stórsigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en litla liðið út úthverfi Madrid er þar með komið upp í hóp fimm liða með 45 stig í 7. til 11. sæti deildarinnar. Sevilla er einnig með 45 stig en missti Getafe upp fyrir sig. Miku, 26 ára framherji frá Venesúela, skoraði tvö mörk í leiknum.

Messi: Spila aldrei í ensku úrvalsdeildinni
Lionel Messi hefur ítrekað að hann geti ekki ímyndað sér annað en að spila með Barcelona allan sinn feril. "Ég efast um að ég muni spila í Englandi einn daginn. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að spila með öðru félagi en Barcelona. Ég hef ekki einu sinni hugleitt það,“ sagði hann.