Spænski boltinn

Barcelona aðeins tapað einu sinni þegar Messi skorar
Barcelona minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í sex stig í kvöld. Þá afrekaði liðið svolítið sem Man. Utd tókst ekki á dögunum - að vinna Athletic Bilbao.

Real Madrid búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni
Real Madrid er komið með níu stiga forskot í spænsku úrvalsdeildinni eftir afar sannfærandi 1-5 sigur á Osasuna í kvöld. Real Madrid er nú búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni en þetta er aðeins í sjötta skiptið sem liði tekst það. Real Madrid á markametið í deildinni en það er 107 mörk og var sett leiktíðina 1989-90.

Ronaldo spilaði tennis við Nadal á takkaskónum
Tveir af fremstu íþróttamönnum heims - knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo og tenniskappinn Rafael Nadal - fara á kostum í nýrri auglýsingu fyrir Nike.

Halda strákarnir hans van Bommel ekki með liði pabba síns á móti Barca?
Mark van Bommel, miðjumaður AC Milan og fyrrum leikmaður Barcelona, var að sniglast í kringum æfingu Barcelona á San Siro á þriðjudagskvöldið en kvöldið eftir gerðu liðin markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Di Maria klár í bátana
Argentínski vængmaðurinn Angel di Maria, leikmaður Real Madrid, er búinn að jafna sig af meiðslum og verður klár í slaginn um helgina gegn Osasuna.

Lionel Messi á leið til franska liðsins Angers
Franska b-deildarliðið Angers hefur boðið Lionel Messi samning og reka örugglega margir nú upp stór augu. Það er þó ekki um hinn eina og sanna Messi hjá Barcelona að ræða heldur nafna hans.

Cruyff: Madridingar eru tapsárir fýlupúkar
Hollenska goðsögnin Johan Cruyff gefur ekki mikið fyrir vælið í Real Madrid um að dómarar á Spáni séu á móti þeim. Svo ósáttir voru allir hjá Real með dómgæsluna að leikmenn og þjálfari voru settir í vikulangt fjölmiðlabann.

Laporta: Sér fyrir sér að Xavi taki við liði Barcelona af Guardiola
Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, er viss um að Pep Guardiola verði næsti forseti FC Barcelona og að Xavi Hernandez taki við af honum sem þjálfari spænska liðsins. Menn eru enn að velta fyrir sér framtíð Guardiola sem hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning.

Meistaradeildardraumur Malaga í augsýn
Malaga styrkti stöðu í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri, 1-2 á Espanyol nú fyrr í dag. Espanyol komst yfir í leiknum með marki frá Philippe Coutinho en hollenska markamaskínan Ruud van Nistelrooy jafnaði leikinn á 75. mínútu. Það var svo aðeins tveimur mínútum síðar sem varnarmaðurinn Martin Demichelis tryggði sínum mönnum stigin þrjú.

Real Madrid kjöldró Baskana frá San Sebastian
Meistaraefnin í Real Madrid endurheimtu sex stiga forskot sitt á toppi spænsku deildarinnar í knattspyrnu með 5-1 heimasigri á Real Sociedad.

Pepe fékk tveggja leikja bann | Ramos slapp með skrekkinn
Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu.

Barcelona vann mikilvægan sigur á Mallorca
Lionel Messi var í aðalhlutverki að vanda í 2-0 útisigri Barcelona á Mallorca í dag. Börsungar spiluðu stóran hluta seinni hálfleiks manni færri.

Juve og Bayern hafa áhuga á Adriano
Tækifæri Brasilíumannsins fjölhæfa hjá Barcelona, Adriano, hafa verið af skornum skammti og líklegt að hann yfirgefi herbúðir félagsins í sumar. Þessi 27 ára leikmaður hefur verið ellefu sinnum í byrjunarliði Barcelona í vetur og er alls ekki sáttur við hvað hann fær lítið að spila.

Sérstök Real Madrid lúxuseyja plönuð í Persaflóanum
Spænska stórliðið Real Madrid hefur tilkynnt um plön sín að útbúa sérstaka lúxuseyju í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar verður útbúinn griðastaður fyrir fjölmarga stuðningsmenn Real Madrid í þessum heimshluta.

Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni.

Valdano: Maradona var meiri listamaður á vellinum en Messi
Jorge Valdano, fyrrum liðsfélagi Diego Maradona í argentínska landsliðinu, bar saman argentínsku snillingana Diego Maradona og Lionel Messi í viðtali í spænsku blaði í morgun. Mmargir hafa lýst því yfir að Messi sé orðinn besti knattspyrnumaður sögunnar þótt að hann sé enn bara 24 ára gamall.

Ronaldo getur tekið met af Púskas í kvöld
Cristano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vantar nú aðeins tvö mörk í það að skora sitt hundraðasta deildarmark fyrir Real en Ronaldo sem er á þriðja tímabili með félaginu hefur skorað 98 mörk í 90 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid mætir Villareal klukkan 20.30 í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Gummi Ben: Forréttindi að vera uppi á sama tíma og Messi
Lionel Andres Messi leikmaður Barcelona setti enn eitt metið í gær í fótboltanum þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona á Granada. Guðmundur Benediktsson var í viðtali í Boltanum á X-inu í dag og þar sagði hann meðal annars að þetta væri sýning á fjögurra daga fresti og að það væru forréttindi að fá að vera uppi á sama tíma og þessi mikli snillingur.

Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik
Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik.

Guardiola líkir Lionel Messi við Michael Jordan
Pep Guardiola, þjálfari Spánar og Evrópumeistaraliðs Barcelona í fótbolta, líkir Lionel Messi leikmanni liðsins við körfuboltastjörnuna Michael Jordan. Argentínski framherjinn setti nýtt félagsmet í gærkvöld þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona gegn Granada. Hinn 24 ára gamli Messi hefur nú skorað 234 mörk fyrir Barcelona en gamla metið var í eigu Cesar Rodriguez, 232 mörk, sem hann skoraði um miðbik síðustu aldar.

Messi með þrennu og vippaði sér í sögubækur Barcelona
Það var vel við hæfi að Lionel Messi skildi vera aðalmaðurinn í 5-3 sigri Barcelona á Granada í kvöld. Messi skoraði tvö söguleg mörk í leiknum. Þessi ótrúlegi 24 ára Argentínumaður var aðeins einu marki frá því að jafna markamet Cesar Rodriguez í kvöld og hann náði að jafna metið í fyrri hálfleik.

Bætir Messi markametið hjá Barcelona? | bein útsending í kvöld
Lionel Messi er í þeirri aðstöðu að geta jafnað og bætt markametið hjá spænska stórliðinu Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Granada í deildarkeppninni. Argentínumaðurinn hefur skorað 231 mark fyrir félagið en félagsmetið er í eigu Cesar Rodriguez sem skoraði 232 mörk á sínum ferli. Leikur Barcelona og Granada verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst leikurinn kl. 20.00.

Sigurgöngu Real Madrid lauk í kvöld | gerðu jafntefli við Málaga
Real Madrid og Malaga gerðu 1-1 jafntefli í kvöld en leikurinn fór fram á Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Malaga náði að jafna metinn þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma.

Barcelona taplaust í síðustu 50 leikjum Iniesta
Andres Iniesta jafnaði met Emilio Butragueno í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að vinna 2-0 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Iniesta, sem lagði upp seinna mark liðsins fyrir Lionel Messi, hefur nefnilega ekki tapað í síðustu 50 deildarleikjum sínum með Barca.

Messi búinn að skora 150 deildarmörk fyrir Barcelona
Lionel Messi skoraði annað marka Barcelona í 2-0 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær en þetta var 150. deildarmark hans fyrir Barcelona og 231. mark hans fyrir félagið í öllum keppnum.

Barcelona minnkaði forskot Real í sjö stig | Messi skoraði fallegt mark
Barcelona minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í sjö stig eftir 2-0 útisigur á Sevilla á útivelli í kvöld. Real Madrid spilar við Malaga á morgun og getur þá aftur náð tíu stiga forskoti.

Messi: Ég vil aldrei fara frá Barcelona
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hefur verið hjá félaginu frá því að hann var ellefu ára og það kemur kannski ekki mörgum á óvart að hann ætlar sér að klára ferilinn í Katalóníu. Messi hefur skorað tólf mörk í síðustu fjórum leikjum Barcelona og næst er leikur á móti Sevilla í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Guardiola um þjálfara Athletic Bilbao: Er sá besti í heimi í dag
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sparar ekki hrósið til Marcelo Bielsa, þjálfara Athletic Bilbao liðsins sem fór illa með ensku meistarana í Manchester United í tveimur leikjum í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Bilbao vann fyrri leikinn 2-1 í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Old Trafford í síðustu viku.

Messi: Rooney, Van Persie og Aguero eru þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir að Sergio Aguero, Wayne Rooney og Robin van Persie séu þrír bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Messi hefur verið gjörsamlega óstöðvandi með Barcelona-liðinu í vetur en BBC fékk hann til að tala um þá leikmenn sem hann hefur hrifist af.

Abidal fer í viðamikla aðgerð | þarf að fá nýja lifur
Eric Abidal, varnamaður Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona, mun á allra næstu dögum fara í viðamikla aðgerð þar sem ný lifur verður grædd í hann. Franski landsliðsmaðurinn greindist með krabbamein í lifur í mars á síðasta ári og var æxli fjarlægt með skurðaðgerð.